Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 19

Morgunn - 01.12.1944, Side 19
MORGUNN 113 hann væri „dauður“, hjá móður hans, sem síðar komst í samband við hann, og fékk ágætar sannanir og hug- hreystandi skilaboð frá honum. Það var ef til vill að nokkru leyti af því, að hann vaknaði meðan hann var enn hér á jörðunni, að hann áttaði sig ekki, en sumpart var það af því, að hann var algjörlega þekkingarlaus á skilyrðunum í líf- inu hinumegin dauðans, þó að hann hefði verið ákveðinn rétttrúnaðarmaður og kristinn, eftir því, sem það orð ei' almennt skilið. Hann sagðist strax hafa orðið var við þægilegan létt- leika líkamans og ánægju hugans; tilfinningu um að „allt væri í lagi“ með sig, sem hann hafði aldrei orðið var við áður. Dálitla stund naut hann þessarar vellíðanar sálar og líkama. Þá varð hann sér þess meðvitandi, að hann lá á jörðunni, í umhverfi slíkrar auðnar og eyðileggingar, að hann var undrandi yfir, að hann skyldi geta verið svona einstaklega hamingjusamur og öruggur, þegar svona á- stæður voru allt í kringum hann. Iionum fannst hann verða að útiloka skelfingar umhverfisins úr huga sér og að snúa sér að einliverju, einliverjum. Hann vissi ekki hvað það var, sem kallaði hann — dró hann — eins og ósýnileg hönd hefði verið lögð á handlegg honum. Öþekkt rödd virtist hvísla að honum: Vertu ekki sorgbitinn eða eyði- lagður yfir því, sem þú sérð í kringum þig. Losaðu þig við það, þá geturðu orðið frjáls sjálfur og komið með okkur þangað, sem þú átt heima. Þú átt ekkert skylt við þessar kringumstæður ‘ ‘. „Jú, ég á skylt við þær. Eg get ekki farið burtu úr þeim. Eg hef dálítið að gera þar. Eg verð að taka mig til og at- huga hvað komið hefir fyrir“, var eðlilega það, sem hann svaraði og hann notaði viljakraft sinn til að beina athygl- inni að hlutunum í kringum sig og sneri sér með vilja frá hinum ósýnilegu hjálpendum, sem voru að reyna að draga hann í burtu, því að þeir vissu fullvel, hve óheppileg á» hrif það gæti haft, ef hann héldi fast við það, að vera kyrr þar sem hann var. 8

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.