Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 35

Morgunn - 01.12.1944, Side 35
MORGUNN 129 fengið sannanir hjá, sem sannfærðu hana um, að sonur hennar lifði, elskaði hana og væri að reyna að hjálpa henni. Á þessum fundi sagði Geoffrey henni, að hann vissi um og væri mjög hryggur yfir fyrirætlunum hennar um að drýgja sjálfsmorð. Og hann sagði henni, að ef húngerðiþað, þá mundi hún komast á annað svið, en það sem hann væri á, og á því sviði væri miklu erfiðara að komast í samband við hann, en ef hún væri kyrr á jörðinni, af því að hún hefði viljandi flutt sig af sínu rétta sviði. I stað þess, að þessi verknaður flytti hana nær honum, þá myndi hann verða þess valdandi, að hann yrði henni fjarlægari en áð- ur. Hann fullvissaði hana um, að tækifærið til að fullkomna sál sína og skapgerð í jarðlífinu væri dýrmæt gjöf, sem okkur væri gefin til þess, að við yrðum fær um að fylla sæti okkar í öðru lífi, í umhverfi, sem ólýsanlegt er í dýrð sinni og tækifæraauði til frekari framfara. Fleiri stjórnendur en Geoffrey hafa sagt mér, að ef við fleygjum af ásettu ráði frá okkur því tækifæri, sem við höfum til sálarþroska í þessu lífi, þá verðum við að þjást fyrir það, með því að komast í kringumstæður, sem erfiðari eru til þroska en núvérandi ástand. Á jörðinni erum við á okkur „rétta stað“, hversu einkennilega og erfiðlega, sem hlutirnir stundum koma okkur fyrir sjónir, og hér getum við fengið hjálp og uppörvun frá þeim, sem hinumegin eru, en aftur á móti, ef við af einhverri óbeit á að horfast í augu við veruleika lífsins, slítum í kæruleysi þráð þann, sem tengir jarðneska líkamann við hinn andlega, þá kom- umst við strax á „rangan stað“, af því að þar er okkur ekki ætlað að starfa. Á fundum þeim, sem Geoffrey hafði með móður sinni, sagði hann henni margt um líf sitt hinumegin og hún fór að skilja, að hin ákafa sorg hennar var aðalþröskuldur- inn fyrir fullkominni hamingju hans í nýja lífinu. Hún fann, að hún hafði verið einstaklega eigingjörn, vegna vanþekk- ingar sinnar á einföldustu staðreyndum lífsins og dauðans 9

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.