Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 38

Morgunn - 01.12.1944, Side 38
132 MORGUNN áherzlu á: Þótt þú farir norður nú en ég suður, eigum við eftir að hittast í Keyk javík. Síðan réttir hún mér hönd sína og kveður, líður svo frá mér og hverfur mér sjónum. Ég horfði á eftir henni hryggur í huga yfir að hafa misst hana frá mér svo fljótt og án þess að vita, hvað hún héti, eða hvar ég mundi síðar geta fundið hana. Mér fannst ég tár- fella í svefninum, og þegar ég vaknaði, voru augu min tár- vot. Þegar ég var að fullu vaknaður, fór ég að hugsa um drauminn. Skyldi Norðurland lita út eins og ég sá það i drauminum? Skyldi draumstúlkan mín vera til og líta svona út? Þá væri hún falleg. Og ég fór að hlakka til með sjálfum mér, að fá að sjá hana aftur og kynnast henni betur. I Reykjavík bjóst ég við að hitta hana aftur, eftir því, sem hún sagði sjálf, enda kom ég aldrei svo til Reykjavík- ur, að mér dytti hún ekki í hug. Ég reri tvær vertiðir frá Litlaseli, vestan við Reykjavík, og ég leyni því ekki, að það var með fram til þess að freista þess, að finna aftur draum- stúlkuna mína, en það var árangurslaust. Mig dreymdi hana nokkurum sinnum, en það held ég, að hafi verið ar umhugsun minni um hana. Svo liðu tíu ár og þá flaug það í huga minn, að fara norð- ur í land í kaupavinnu, því að þar var þá greitt hærra kaup en hér syðra. Ég réði mig í samfylgd með fólki, sem ég þekkti, og fór einnig norður til kaupavinnu. Við vorum mörg í hópi og höfðum tvö tjöld. Á Jónsmessudegi lögðurn við upp frá Fossvogi og héldum að Brúsastöðum fyrsta daginn. Þaðan héldum við næsta dag yfir Kaldadal og að Kalmanstungu, og þriðja daginn lögðum við upp þaðan eins og leið lá norður yfir Norðlingafljót upp á Arnarvatns- heiði og norður undir Stórasand, inn á Beinabala, sem ligg- ur fast inn við Stórasand. Þá segir fararstjórinn, að ekki skuli haldið lengra að sinni. Þá var klukkan þrjú á nóni. Hiti hafði verið mikill allan daginn, skafheiðríkt loft og glaðasólskin. Við áðum þarna á Beinabala þangað til klukk-

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.