Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Blaðsíða 39

Morgunn - 01.12.1944, Blaðsíða 39
M O R G U N N 133 an tíu um kvöldið, að við leggjum aftur upp, til þess að" hafa næturloftið á ferðinni yfir sandinn. Við héldum áfram í fulla þrjá tíma, þá sáum við í fjarska hæð, sem farar- stjóri sagði, að héti Grettishæð og ætti að vera nálægt miðjum sandi. Þegar við komum á móts við Grettishæð, var klukkan farin að ganga þrjú að morgni og sól komin nokkuð á loft. Þar fórum við af baki og hvíldum okkur um stund. Þegar ég var kominn af baki, fór ég að litast um. Horfi ég fyrst til norðurs og blöstu við mér norðurfjöll- in, Mælifellshnúkur og fjöllin út frá honum. 1 vestri sá ég bleiklitan fjallaklasa, svo langt, sem augað eygði út með Húnflóa, sem var spegilsléttur. Ég horfði til baka yfir leið- ina, sem við höfðum farið. Þar sá ég Skarðsheiði og Hafn- arfjall í fjarska. Hvernig er þetta, hugsa ég með sjálfum mér. Hefi ég komið hingað áður? Mér finnst ég þekkja þetta allt! FjöIIin fyrir norðan og sunnan og blessaða veð- urblíðuna á þessum mikla sandi. Ég velti þessu undrandi fyrir mér, unz skyndilega lýstur ofan í mig drauminum, sem mig dreymdi fyrir tíu árum. Nú sé ég allt, sem ég sá í þeim draumi, segi ég við sjálfan mig, — nei, ég sé ekki allt, mig vantar stúlkuna mína fallegu, hana sé ég ekki! Ég gerði mér það þá þegar ljóst, að draumur minn væri nú ráðinn að hálfu, og þó ekki nema að hálfu, en svo treysti ég draumi mínum, að ég gerði mér von um, að ég fengi siðar að sjá draumkonu mína og fá þannig fulla ráðning draumsins. Ennþá líður þrjátíu og eitt ár af ævi minni, og aldrei finn ég draumkonuna, þótt ég hefði hana í huga sérhvert sinn, er ég fór til Reykjavíkur, og 1926 flyt ég þangað álfarinn, en þó ekki í neinni von um að finna draumkonu mína, ég var loks orðinn henni alveg afhuga. Þegar ég hafði dvalið i Reykjavík í tvo mánuði, varð mér einhverju sinni gengið niður Hverfisgötu, og þegar ég var kominn á móts við hús danska sendiherrans, mætti ég konu, sem mér fannst ég þekkja, en kom því þó ekki fyrir mig, hvar ég hafði kynnzt henni. Konan hélt auðvitað áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.