Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 50

Morgunn - 01.12.1944, Side 50
144 MORGUNN eldra sinna um efni, sem okkur var gersamlega ókunnugt um. Á leiðinni heim komum við við hjá þessum vinum okkar, og sögðum þeim orðsendinguna. Faðirinn þar kannaðisf þegar við, að hún væri rétt. Þessi þekking hefir gersamlega breytt lífi okkar. Hún hefir skapað þýðing fyrir tilveru, sem áður var gersam- lega þýðingarlaus, og hún hefir skapað alheiminum til- gang, sem við sáum ekki áður. Hún hefir gjört kristin- dóminn raunverulegan og birt okkur hinn dulda sannleik, sem er á bak við alla helgisiði og táknmál kirkjunnar, sem við höfum játazt til. En öllu fremur vitum við nú, að það, sem við höfum gert fyrir drengina okkar, eða öllu heldur hjálpað þeim til að gera fyrir sjálfa sig, var ekki til ónýtis. Og að það, sem þeim varð sjálfum úr lífi sínu, flytja þeir með sér yfir í annað líf, — að vísu ekki alveg óbreytt, því að snerting- in við hið sanna líf hlýtur að breyta mönnunum. Þó ekki meira en svo, að þeir eru auðþekkjanlegir, enda þótt þeim sé örðugt, að koma til vor, með hjálp miðlanna. Kr. Daníelsson þýddi úr Ps. News. Plútark, sagnfræðingurinn gríski (50—h.u.b. 125 e. Kr.), sem fræg- astur er fyrir hinar merkilegu ævisögur grískra og róm- verskra mikilmenna, kenndi, að þeir, sem ná vilja sam- bandi við æðri vitsmunaverur, verði að afneita jarðnesk- um hégóma og leggja stund á sjálfstamning til þess að veita hinum æðri hæfileikum vald yfir hinum lægri.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.