Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 66

Morgunn - 01.12.1944, Page 66
160 MORGUNN var ekki hæf til að berjast við heiminn, þess vegna tóku þeir mig úr honum. Mamma, þú ætlar ekki að láta þetta hryggja þig. Það máttu ekki“. „Hvað get ég gert til þess, að þú megir færast mér nær?“ spurði móðir hennar. ,,Ég veit ekki, hvað það ætti helzt að vera,“ svaraði dóttir hennar, ,,en þetta hjálpar mér nú þegar, að ég get talað við þig. Mamma, finnst þér undarlegt að heyra „litla barn- ið“ þitt tala um hluti, eins og það þekki þá? Ég verð að fara núna. Verið þið sæl.“ Næst talaði rödd eins stjórnandans, og Florence Marry- at bað hann að lýsa fyrir sér, hvernig dóttir sín liti nú út, og hennl var svarað: „Andlit hennar er niðurlútt. Við höfum reynt að hughreysta hana en hún er döpur. Það er ásigkomulagið, sem hún var fædd í. Veikbyggður líkami þarf ekki að bera vott um veikbyggða sál. Þið getið ekki dæmt um, á hvern hátt hugurinn er afmyndaður, af því hvernig líkaminn er afmyndaður. Af því leiðir ekki það, að meinsemd í líkamanum sé meinsemd í sálinni. En það kann að vera ofvöxtur í huganum, svo að meinsemd sé nauðsynleg til þess að halda honum í skefjum.“ Florence Marryat segir: „Ég ábyrgist, að samtölin þessi séu höfð orðrétt eftir, því að þau voru hraðrituð jafnóð- um og þau komu fram af vörum miðilsins, og þegar það er haft í huga, að hvorki frú Keningale Cook né maðui’ hennar, dr. Cook, höfðu hugmynd um, að ég hefði misst barn, og að þau höfðu aldrei stigið fæti inn í hús mitt né höfðu nokkurt samband við vini mína, verða jafnvel hinir efagjörnustu menn að viðurkenna, að það var merkileg til- viljun, að ég skyldi fá þessar upplýsingar af vörum gersam- lega ókunnrar konu“. Við móður sína hafði Florence litla samband aðeins einu sinni eftir þetta í gegn um þenna miðil. Það var dag nokk- urn, síðdegis, að Florence Marryat fór að ráðgast við lög- fræðing sinn um erfitt og leiðinlegt mál. Þegar hún sat að morgunverði daginn eftir, kom frú Cook óvænt til henn-

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.