Morgunn - 01.12.1944, Síða 69
M O R G U N N
163
En henni hafði ekki fyrr dottið þetta í hug, en stjórnand-
inn, Aimée að nafni, leiðrétti það og sagði: „Þér skjátlast.
Florence er að gefa þér talnaband, sem þú hefir aldrei séð
fyrr. Hana langaði ákaft til að gefa þér afmælisgjöf, svo
að ég gaf henni perlur, sem voru látnar í gröfina með mér.“
Andinn bað nú Florence Marryat að láta miðilinn ekki
sjá perlurnar fyrst um sinn, og það var ekki fyrr en nokkr-
um mánuðum síðar, að hún fékk leyfi til að sýna Arthur
Colman þær. Hann kannaðist þá þegar við, að þetta væru
perlur, sem hann hafði sjálfur lagt í hendurnar á Aimée,
þegar hún var lögð í líkkistuna.
Florence Marryat ritar enn á þessa leið: „Hin mikla úr-
slitasönnun, sem sópaði burt öllum efa um það, að þessi
vera væri raunverulega barnið, sem ég hafði fætt í jarð-
neskum líkama, var ókomin enn.“ Þessi sönnun kom á
fundi, sem ekki var ætlaður fyrir Florence Marryat, held-
ur fyrir hr. William Harrison, ritstjóra tímaritsins „Spírit-
istinn“, til þess að gefa tækifæri til að sanna sig framlið-
inni konu, sem hafði lofað honum því, að hún skyldi lík-
amast, ef mögulegt væri, ef hann fengi fund hjá ungfrú
Florence Cook. Herbergið, sem fundurinn var haldinn í,
var lítið. Á gólfinu var engin ábreiða, og í því voru engin
húsgögn önnur en þrír stólar fyrir fundargestina. Fjögra
feta langt sjal var hengt fyrir eitt hornið í herberginu og
með því móti myndað byrgi fyrir miðilinn.
Florence Cook, sem var lítil og grönn stúlka, dökkhærð
°g dökkeygð, var í þunnum gráum kjól, með bleikum
bryddingum. Miðillinn sat á gólfinu fyrir aftan svarta sjal-
ið, sem var svo hátt frá gólfinu, að neðri hluti líkama henn-
ar var sýnilegur fundarfólkinu. Það settist á stólana þrjá,
°g dregið var niður í ljósinu, svo að það varð dauft.
Áður en fundurinn byrjaði hafði miðillinn, ungfrú Cook,
sagt Florence Marryat frá því, að einhver ókyrrð hefði
Sripið sig á síðustu fundunum, sem hún hefði haldið, og
hún hefði tekið upp á því, sem hún hefði aldrei gert áður.
a<5 standa upp í transi, ganga út úr byrginu og fram á