Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Síða 70

Morgunn - 01.12.1944, Síða 70
164 MORGUNN meðal fundargestanna. Hún bað Florence Marryat um að leiða sig aftur inn í byrgið, ef hún gerði þetta á þessum fundi. Nokkurum augnablikum síðar bar svo við, að fólkið heyrði miðilinn vera að tala við stjórnanda sinn, en jafn- hliða því lyfti líkömuð hönd svarta sjalinu og samstundis stóð kvenvera frammi á gólfinu. Vegna rökkursins og þess, að veran var í nokkurri fjarlægð, tókst fundargestum ekki að þekkja hana. ,,Hver getur þetta verið?“ spurði Florence Marryat herra Harrison. „Mamma, þekkir þú mig ekki?“ spurði litla andadóttirin hennar samstundis. Móðurinni hafði ekki komið til hugar, að stúlkan hennar mundi birt- ast þarna, og í undrun sinni reis hún úr sæti sínu og sagði: „Elsku barnið mitt, ég bjóst ekki við að hitta þig hér.“ Dóttir hennar svaraði: „Seztu aftur í stólinn þinn, ég ætla að koma til þín.“ Þessu næst gekk hin al-líkamaða vera þvert yfir gólfið og settist í kjöltu móðurinnar. „Florence, yndið mitt, er þetta nú raunverulega þú?“ spurði hún, og hélt verunni í faðmi sínum. „Skrúfið ljósið upp“, sagði hún, og lítið á munninn minn“. Ljósið var aukið, og Florence Marryat skrifar á þessa leið: „Allir sáu hið sérkennilega lýti á vörinni, vanskapnaðinn, sem ég bið menn að muna, að nokkurir af reyndustu mönnum læknavísindanna höfðu fullyrt um, að væri svo sjaldgæfur að þeir hefðu aldrei séð hann fyrr. Hún opnaði nú einnig munninn, svo að ég gæti séð kokið. Ég vil ekki trufla frásögnina með því að skjóta hér inn mínum eigin athugasemdum um þessa sönnun, sem ómögulegt er að komast fram hjá. Frammi fyrir henni stóð ég orðlaus, og tárin hrundu niður kinnar mínar. Frá ung- frú Cook höfðum við heyrt stunur og talsverðar hreyfing- ar, en nú kom hún fram úr byrginu, gekk fram á gólfið og sagði: „Ég þoli þetta ekki lengur!“ Þarna stóð hún á gólfinu í gráa kjólnum sínum með bleiku böndunum, meðan Florence sat í kjöltu minni í hvítum hjúpi“. Þetta stóð ekki yfir nema um stutta stund, því að jafnskjótt og miðillinn var kominn fram á gólfið, stökk líkamaða veran upp úr kjöltu móðurinnar og hentist inn fyrir tjaldið. Þá leiddi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.