Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Side 72

Morgunn - 01.12.1944, Side 72
]66 M O R G U N N ist upp við hjarta hennar, unz krafturinn þvarr og Flor- ence mín varð að gefa mér kveðjukossinn og fara“. Móðirin lýsir útliti dóttur sinnar á þá leið, að andlit hennar hafi verið óhjúpað og að ákaflega mikið hár hafi fallið niður herðar hennar. Handleggir hennar og fætur voru berir. Fötin, sem hún var í, voru ekki með neinu sér- stöku sniði, það var eins og miklu, mjúku og þykku „músse- líni“ væri vafið utan um líkamann, niður fyrir hné. Móðir- in segir enn fremur, að þar sem dóttir sín hafi setið á knjám sínum muni þunginn af öllum líkama hennar hafa verið h. u. b. 140 ensk pund. Hún kveðst hafa tekið eftir að andadóttirin hafi líkzt mjög elztu systur sinni um stærð og útlit. Þegar þessi fundur var haldinn, átti Florence að vera um sautján ára að jarðneskum aldri, hún var það, sem vér köllum ,,dáin“ fyrir röskum sautján árum. Eftir þenna fund birtist Florence móður sinn aldrei með van- skapnaðinn um munninn. Þessi andastúlka likamaðist einu sinni fyrir móður sinni í þrjú þúsund mílna fjarlægð frá heimili hennar, þar sem hún var öllum ókunn, bæði miðlinum og fundargestum. Skáldkonan var þá á ferð í Ameríku, hafði verið beðin um að koma þangað til þess að kynna ritstörf sín amerískum lesendum. 1 New-York ákvað hún, að rannsaka amerísku miðlana. I einu dagblaðanna sá hún lista með nöfnum all- margra miðla, sem voru að auglýsa fundi sína, og hún kaus sér að fara á almenningsfund, sem líkamningamiðill nokkur ætlaði að halda þetta sama kvöld. Miðillinn hét frú Williams. Florence Marryat segir frá fundinum á þessa leið: ,,Ég settist í stól í fremstu röð, andspænis byrginu, sem miðillinn var í. Milli 35 og 40 manns voru komnir í salinn, þegar frú Williams kom. Hún kinkaði kolli til þeirra, sem hún þekkti, og gekk rakleiðis inn í byrgið.“ Nokkrar andaverur líkömuðust. Þegar raddirnar voru of veikar, eða líkamningarnir ekki fyllilega myndaðir, svo að þeir sæjust, bar einskonar fundarstjóri, sem stóð við byrgið, skilaboðin í milli.

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.