Morgunn


Morgunn - 01.12.1944, Page 74

Morgunn - 01.12.1944, Page 74
168 MORGUNN kallaður, og Florence Marryat hafði síðast séð hann heima á Englandi. „Þarna stóðu ljóslifandi fyrir framan mig tvær andaverur í eigin persónu,“ segir Florence Marryat, ,,og. þetta gerðist í New-York-borg innan um svo gersamlega ókunnugt fólk, að það vissi ekki einu sinni hvað ég hét eða hver ég var. Ég varð ákaflega gripin af þessu.“ Getur nokkur furðað sig á þvi, að móðirin yrði gripin af því, að látna barnið hennar sýndi henni slíka ástúð, að ferðast með henni yfir heimshafið, til þess að bjóða hana velkomna í framandi landi? Þetta gerðist óðara og hún var komin í land í New-York og var enn ekki farin að kynnast neinu fólki þar. Um dóttur sína segir Florence Marryat: ,,Ég gæti skrif- að margar blaðsíður um hina elskulegu og ástúðlegu fram- komu við mig og um allt, sem hún hefir við mig sagt, sem stundum hefir verið innilegt og stundum hátíðlegt. Það hefir verið dásamlegt fyrir mig, að fylgjast með því, hvernig hún hefir breytzt eftir því, sem árin liðu.“ Það var einfalt barn, sem naumast kunni að láta hugs- anir sínar í ljós, sem birtist móðurinni fyrst, en með árun- um breyttist hún í þroskaða konu, sem varð vitur ráðgjafi. Florence Marryat lýkur frásögn sinni með þessum orð- um: ,,1 kvöld er aðfangadagskvöld og ég sit við að skrifa, og hún kemur til mín og segir: „Mamma, þú mátt ekki gefa þig á vald dapurlegum hugsunum. Hið liðna er liðið. Þú skalt drekkja því í því stórflóði blessunar, sem þú átt í vændum“. Meðal þess undursamlegasta í þeirri blessun tel ég vissuna um tilveru barnsins míns í andaheiminum.“

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.