Morgunn - 01.12.1944, Page 82
176
MORGUNN
Hvarvetna eru menn nú farnir að vænta þess, að friður
komist á í heiminum, og hvarvetna eru menn að tala um
þá nýsköpun, sem nauðsynleg sé. Jafn-
Nýsköpun. vel hinir íhaldssömustu menn sjá, að
hinu gamla þarf að ýmsu leyti að breyta
í veröldinni, og því tala menn um nýsköpun í öllum lönd-
um. Á kirkjan ein að dragast aftur úr, ef umbótaalda fer
nú yfir heiminn? Hvar lendir hún þá? Mun þá verða þröng
fyrir dyrum hennar, þegar hinn vígði málmur kallar menn
til helgra tíða? Víðsvegar um löndin vona menn og þrá,
að nýir vorvindar muni bráðlega fara um heiminn. Ef moll-
an gamla á þá að hvíla yfir kirkjunni og menn hennar sóa
kröftum sínum við það, sem minni þýðing hefir, en hreyfa
ekki hendi við því, sem nauðsynlegast er að vinna, og vinna
af djörfung, mun mörgum koma í huga spurning Guðm.
Guðmundssonar í kvæði hans um kirkjuna:
Á guðfræðin ein að standa í stað
sem steintröll frá liðnum öldum?