Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 9

Morgunn - 01.06.1950, Side 9
MORGUNN 3 eðli hans eða sambandi við Guð. En mér þótti vænt um hann og hugsaði mér hann sem eldra bróður, en alls ekki sem dómara, sem koma myndi ,,að dæma lifendur og dauða.“ Sjálfstæð hugsun um trúmál mun ekki hafa vaknað hjá mér fyrr en eftir tíu ára aldur,, er ég var fluttur til frænda míns, séra Jóns Árnasonar í Otradal vestra. Þá las ég tJraníu eftir Flammarion, og breytti hún gersamlega heimsmynd minni, en ekki lagði ég þá neina áherzlu á dulrænu sögurnar i henni og þurfti þess ekki, því að efi um annað líf var þá ekki vaknaður hjá mér. Einnig las ég mikið ýmsar bækur trúarlegs efnis, postillur og annað, sem ég náði í. Var ég þá um nokkurt skeið heit-trúaður á kristna vísu og leiddist það mest, hve lítinn tíma ég hafði til andlegra iðkana og umhugsunar. Lá þá stundum við, að ég óskaði mér veikinda, ef ég gæti þá fengið betra næði til slíkra hluta. Nú veit ég, að þar skjátlaðist mér stórum, — að það er betra, að hafa trú sína til búna fyrir veikindi og mótlæti. — Þá komst ég og yfir einhverjar bækur, þar sem talað var um útskúfunarkenninguna og því haldið fram, að allir myndu verða hólpnir að lokum. Greip ég við þessu fegins hendi. Þá kom og djöfullinn fram á mitt and- lega sjónarsvið, og átti ég nokkuð bágt með að sætta mig við hann og undraðist, hví Guð léti hann hafa svo mikið vald á jörðu. Aldrei varð hann mér þó að verulegum baga, en þessi vandræði hafa þó ef til vill meðfram valdið því, að þegar ég kynntist um það leyti aðalatriðunum í trú Forn-Persa á tvo guði, illan og góðan, mjög jafn-sterka, þá aðhylltist ég hana bráðlega. Man ég það, að ég féll á kné á einverustundum og bað til sólarinnar sem ímyndar hins góða guðs. En þessi trú hjaðnaði aftur af næringar- skorti og án eiginlegrar umhugsunar, og ég tók aftur að hallast að kristnum sið. vegna áhrifa umhverfisins, en þó með hangandi hendi og meiri efa. Einkum veitti mér örð- ugt að samræma það litla, sem ég vissi um náttúruna og sögu jarðarinnar, við sköpunarsögu ritningarinnar. Helzt

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.