Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 68

Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 68
62 MORGUNN gesta í gegn um hann víðsvegar um herbergið. Eftir hálfa klukkustund hófst lúðurinn í loft upp, en mjög greinileg rödd talaði í gegn um hann og sagði: „Ég er Bill.“ Herra Baker varð mjög undrandi og spurði: „Bill, vinur, hvað hefur komið fyrir þig?“ Röddin í lúðrinum svaraði samstundis: „Ég veit það ekki. Ég sofnaði aðeins, og nú er ég staddur hér.“ Morguninn eftir talaði herra Baker við konu Bills, en hún gaf honum þessar upplýsingar: Að miðdegisverði afloknum hafði Bill kvartað um, að sér liði ekki reglulega vel, og hann hafði lagt sig til svefns. En hann hafði lagt ríkt á við konu sína, að vekja sig ekki seinna en stundarfjórðungi yfir klukkan sjö, svo að hann gæti náð í tæka tíð á fundinn. Kona hans hafði þá ætlað að vekja hann, eins og hann hafði beðið um, en þá hafði hann ekki getað vaknað. Konan varð hrædd og kallaði á lækni. Læknirinn kom og kvað Bill vera dáinn, og sagði að hann hefði sennilega andast í svefni um kl. hálffjögur síðdegis. Þetta var miðlinum og herra Baker með öllu ókunnugt um, þegar þau voru að bíða hans á fundinn. En hann virð- ist hafa komið á fundinn engu að síður, eins og hann var vanur í lifanda lífi. Annað atvik, þessu skylt, gerðist fyrir skömmu á fundi hjá Hafsteini Björnssyni. Frú ein vestan af landi var stödd hér í borginni. Hún hringdi til mín og kvað sér leika hug á að komast á miðilsfund hjá Sálarrannsóknafélaginu, en hún hefði aldrei áður komið á slíkan fund. Ég kvaðst mundu reyna að greiða götu hennar, ef mögulegt væri. Frúin kvaðst aldrei hafa séð miðilinn fyrr og fullyrti, að hann gæti ekki þekkt sig í sjón. Það þótti mér betra, og frúin fékk tækifæri fáum dögum síðar. Hún kom á fund- inn og hringdi til mín, þegar hún kom heim, til þess að segja mér, hvernig hefði gengið. Hún var mjög ánægð með árangurinn. Stjórnandi mið- ilsins sneri sér að henni, þegar miðillinn var sofnaður, og J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.