Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Qupperneq 35

Morgunn - 01.06.1950, Qupperneq 35
MORGUNN 29 hann leið píslarvætti sitt, er ekki trúlegt. Hitt er trúlegra, þótt vér vitum ekki mikið um þetta með vissu, að ein- hverskonar hugsanamynd hafi orðið eftir, þar sem mað- urinn þoldi hina miklu, andlegu þjáning. Hvernig þetta má vera, vitum vér ekki. Það bíður ókominna kynslóða að komast til botns í því. Ef vér getum gert oss í hugarlund, að vér séum samsett af mörgum líkömum, sem hver liggi innan í öðrum, eins og laukurinn, sem er samsettur af mörgum lögum, getum vér hugsað oss, að yzta lagið, yzta líkamsmyndin hrynji utan af oss fyrir einhverja óskaplega geðshræring, og haldi áfram vélrænni tilveru á þessum stað, þótt hin lögin, hinar líkamsmyndirnar hverfi eitthvað burt, þá höfum vér þarna líking, sem niér þykir aðgengilegust allra þeirra, sem ég þekki, þótt hún kunni að sýnast fjarstæðukennd. Sérhvert nýtt lag, sem dettur af laukunum, merkir þá nýtt hugsanagerfi, sem vér skiljum eftir á leiðinni í gegnum lífið. Yður kann að fínnast þessi hugmynd mín afkáraleg, en ég er sannfærður um, að þegar sannleikurinn í þessum efnum finnst, verður hann ekki síður afkáralegur. Nú skulum vér taka nokkur dæmi þess, að þessi hugs- anagerfi hins liðna hafa birzt. Ekkert ljósara dæmi þekki ég en söguna, sem ungfrú Goodrich Freer skráði. En hún var kona, sem sameinaði óvenjulegt vald yfir tilfinningum sínum og kalda dóm- greind íhaldssemi í skoðunum, sem nærri stappaði tor- tryggni. Hún svaf í herbergi í Hampton Court höllinni, sem reimleikaorð hvíldi á, og hún segir nákvæmlega frá því, sem gerðist. Enginn hleypidómalaus maður getur annað en verið viss um, að frásagan er sannleikanum samkvæm um það, sem gerðist. Svefnherbergið var lítið, gluggatjaldalaust, og ein hurð hjá rúminu. Það lýsir þessari hefðarkonu vel, að hún hélt fyrir sér vöku með því að lesa ritgerð Farrers lávarðar: „Eigum vér að slá af mælikvarða vorum á verðmætun- um?“ Hún hafði komið í höllina í von um að fá að sjá
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.