Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 72

Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 72
66 MORGUNN að skýra málið. Sérhvar maður á taflborðinu er bundinn alveg ákveðnum hreyfingum. Eftir að peðinu er fyrst teflt að heiman, má það ekki fara nema i beina línu áfram um, einn reit í einu, og það má ekki drepa nema skáhallt fram. Biskupinn má ekki ganga nema skáhallt og hrókurinn ekki nema beina stefnu fram, aftur eða til hliðanna. En þrátt fyrir þessar takmarkanir á taflborðinu getur sam- leikur taflmanna orðið hinn flóknasti og fjölbreytilegasti, eins og vér vitum. En taflmennirnir á borðinu skapa ekki þessi fjölþættu og flóknu sambönd í taflinu, heldur maður- inn, sem er að tefla. Það er hugur hans, sem hér hefur völdin. Samt er hver einstök hreyfing á borðinu bundin ákveðnum reglum. Hinn stjórnandi hugur, hinn frjálsi vilji mannsins, sem er að tefla, ræður. Þannig hafa menn getið sér til, að þótt einstakar athafnir lífs vors séu oss ekki frjálsar, heldur takmarkaðar og bundnar, þá ráði hugur og vilji mannsins lífsrás hans í heild, heildarútkomunni á taflborði lífsins. En, gætum nú að, hvað köllum vér vilja? Hér stöndum vér andspænis flóknu vandamáli. Sálar- fræði nútímans viðurkennir ekki hina gömlu skýringu á, hvað viljinn sé. Því hefur verið slegið föstu, að viljinn sé fólginn í því að mega velja eða kjósa á milli tveggja mögu- leika eða fleiri. Ef maðurinn standi andspænis tveim mögu- leikum, hafi hann vald til að kjósa á milli þeirra. 1 því sé viljinn fólginn. Maðurinn finni til vilja síns um leið og hann velur á milli þessarra áforma eða athafna. Nútíma- sálarfræðin heldur því fram, að enginn vilji sé raunveru-. lega til, þetta sé ekki annað en blekking. En í þessu stangast nútímavísindin á við tilfinninguna, sem býr í vom eigin brjósti, og við venjulega heilbrigða skynsemi. Vér finnum með sjálfum oss, að vér erum frjáls, vér finnum með sjálfum oss, að vér getum beitt valdi viljans. Samt segir sálarfræðin oss, að þessi tilfinning vor sé blekking, viljinn í þessum skilningi sé ekki til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.