Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 54

Morgunn - 01.06.1950, Page 54
48 MORGUNN leituðu sambands við lága, jarðbundna anda til að neyta fulltingis þeirra til vondra verka. Sumir vor á meðal líta einnig svo á, að afholdgaðir andar dvelji við jörðina til þess að koma þar illu fram. Þetta er vitanlega fjarri öll- um sanni. í sálarheimi mínum og þínum býr bæði morð- inginn og hinn heilagi maður. Hvor ræður þar meiru er undir andlegum þroska þínum eða vanþroska komið. Það er öllum sanni fjarri að segja, að í ósýnilega heiminum búi aðeins andar, sem ekki sé æskilegt að hafa samband við. Frá örófi alda hafa Indverjar þekkt sannindi spíritism- ans. Tantra- og Uphanishadbækurnar eru fullar af vitnis- burðum þess. Indland á umfangsmiklar spíritistiskar bók- menntir. Tantras, sem rituð er á Sanskrít, fjallar um lífið eftir dauðann og umgengnina við íbúa andaheimsins. Þar er boðin kennsla í ýmsum aðferðum til að þroska sálrænar gáfur til að ná sambandi við andaheiminn, og mætti til andlegra lækninga. Miðlarnir, sem þannig eru þjálfaðir, eru gerðir að Tantras-kennurum undir andaleiðsögn og síðan settir til að starfa við musterin í borgum Indlands og bæjum. Sem sjáendur, spámenn og læknar undir anda- leiðsögn ákalla þeir fjölskylduguði og anda forfeðranna við hin vikulegu mót og hinar miklu árlegu hátíðir. Þarna er miðilsgáfan að vissu leyti arfgeng. Fjölskyldurnar, sem gæddar eru miðilsgáfu og stunda þetta starf, njóta lífs- uppeldis af sjóðum musteranna og framlögum almennings. Reynsla mín. Fyrir meira en 25 árum vaknaði áhugi minn fyrir þess- um efnum, og stöðugt síðan hef ég reynt að rannsaka og athuga fyrirbrigðin frá öllum hugsanlegum hliðum. Niður- staðan af rannsóknum mínum á því, sem liggur að baki þessum fyrirbrigðum, er sú, að dauðinn tortími ekki sjálfs- vitund mannsins, heldur haldi hún áfram að lifa í annarri tilveru, sem oftast er kölluð: annar heimur. Margir vita, að áhugi minn fyrir þessum málum vaknaði, þegar konan

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.