Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 20

Morgunn - 01.06.1950, Side 20
14 MORGUNN Doyle-fjölskyldan var írsk að uppruna. Foreldrar hans voru fátækir og urðu að leggja hart að sér til þess að láta Arthur ganga menntaveginn. 1 Edinborg tók hann háskóla- próf sitt í læknisfræði. Af læknisstarfinu hafði hann ekki miklar tekjur, þessvegna fór hann að fást við ritstörf, en bráðlega fékk hann svo miklar tekjur af þeim, að hann gat séð allri fjölskyldunni farborða og gift sig. En hann gerðist ekki aðeins rithöfundur, hann varð meistari á mörgum sviðum. Hann varð annálaður snill- ingur í að leika „golf“ og ,,cricket.“ Hann vann sér orð sem knattspymumaður, og hann varð frumherji skíða- íþróttarinnar í sjálfri Sviss. 1 andlegum efnum sem líkamlegum var hann búinn fjöl- þættum gáfum. Hann tók þátt í Búastríðinu, og af því, sem hann kynntist þar, varð honum ljós nauðsynin á stórskotaliði (feltartilleri). Þetta var fimmtán árum áður en Þjóðverjar fóru að nota þessa hernaðaraðferð. Hann sagði líka fyrir, að eyðileggjandi neðansjávarhernaði yrði beitt gegn verzlunarflotanum og hverjar afleiðingar þess yrðu. Hann birti ritgerð um þetta í júlímánuði árið 1914. „Sérfræðingar" á þessu sviði réðust gegn honum fyrir skoðanir hans og sögðu ritgerð hans „hreinan þvætting." Hæðnishláturinn var naumast hljóðnaður, þegar styrj- öldin brauzt út. Þegar það var fram komið, sem hann hafði sagt fyrir, og stríðið var skollið á, gerði hann tillögur um björgunarbáta úr gúmmi, sem þó voru í rauninni ekki notaðir fyrr en í næstu styrjöldinni á eftir. Sir Arthur lýsti oft yfir þv, að hann væri gramur bæði yfir Sherlock Holmes og dr. Watson, aðal söguhetjunum sinum. Hann sagði að þeir heimtuðu allt of mikiið af tíma sínum og bægðu sér frá að vinna önnur, mikilvægari störf. Frá sálfræðilegu sjónarmiði er þessi staðhæfing hans ákaf- lega athyglisverð. Allir sæmilega þroskaðir menn verða að burðast með sína Sherlock Holmes og sína dr. Watson, og enn fleiri félaga en þá. Þeir eru svo margir fylgifisk- arnir, sem stöðugt eru að reyna að draga manninn frá

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.