Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 46

Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 46
40 MORGUNN að fylgja efninu? Er það hugsanlegt, að sementið í pok- anum, sem varð unga manninum að fjörtjóni, hafi flutzt hingað til landsins og verið notað til þess að steypa hornið í dagstofu ungu hjónanna? Ég get ekkert fullyrt um það, en einhver hlýtur að vera orsök þess að þessi óhugnanlega mynd festist einmitt við þennan stað. Frúin segir það sjálf fjarri öllu lagi, að þessi mynd hafi verið til í hug- skoti sínu, og að ekkert í þessa áttina hafi sér dottið i hug, er hún settist þarna að beiðni ungu hjónanna, til að vita, hvers hún kynni að verða vör. Þetta hafi komið sér gersamlega á óvart með öllu. En að ungi sjómaðurinn sjálfur hafi verið þarna að endurtaka hinn örlagaríka atburð, getur oss naumast komið til hugar. Svona sýnir sjá miðlarnir stundum, þegar ekkert vits- munstarf er hægt að greina hjá verunum, sem sjást. Aðrar verur bera aftur á móti greinileg merki vitsmuna- starfs, svo ekki er unnt að komast hjá hjá þeirri ályktun, að vitsmunum gæddar verur séu þá á ferðinni í ákveðnum og skynsamlegum tilgangi. Þegar við rökræðum þessi fyrirbrigði og önnur lík, megum vér ekki gleyma því, að engin ein skýring nær yfir fyrirbrigðin öll. Margar sögur eru til, sem engan veg- inn verða skýrðar á þann hátt, sem ég hefi skýrt sögur mínar. Þessi dæmi, sem ég hef tilfært, eru öll til orðin af átökum, sem stjórnuðust af ógurlega sterkum geðshrær- ingum, og ég leyfi mér að geta mér þess til, að allar þessar sýnir hafi ekki annað verið en skuggamyndir hins liðna, en að hið framliðna fólk sjálft hafi alls ekki verið þarna að verki. En svo eru aftur önnur fyrirbrigði, sem eru að því leyti þessum lík, að sýnir sjást, en eru að öðru leyti svo ólík, að verurnar, sem sjást, virðast ómómælanlega vera holdgaðir andar framliðinna manna, sem af hugs- unum sínum og eftirlöngunum eru bundnir við staðinn, sem þeim var kær á jörðunni. Þessi bönd, sem binda við jarðneska staðinn, sýnast á engan hátt vera hinu fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.