Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 78

Morgunn - 01.06.1950, Page 78
72 MORGUNN á líkama hans. Vér getum vel gert ráð fyrir, að undir- vitund hans hafi þekkt hið innra ástand líkama hans fyrr en dagvitundin hafði vitneskju um það, og að hún hafi notað sér draum til þess að koma þessari vitneskju sinni á framfæri. Þegar um slíkt atriði er að ræða, er eng- in þörf á að grípa til neinnar tilgátu um yfirvenjulega, yfirnáttúrlega vitneskju. Og nú skulum vér taka tvö dæmi annarrar tegundar. Þú horfir á kónguló ganga yfir borðplötu og segir: ég spái því, að hún detti fram af, þegar hún kemur á borðbrún- ina. Og áreiðanlega mun hún gera það. Eða þú mætir vini þínum á förnum vegi og segir við hann: ég spái því, að hatturinn lyftist af höfði þínu, þegar þú kemur hérna að götuhorninu. Og það verður svo. 1 þessu atriðinu viss- ir þú það, sem vinur þinn vissi ekki, að niður götuna stóð sterkur vindstrengur, sem hlyti að sópa hattinum af höfði hans. Vegna þess, að þú hafðir þarna meiri þekkingu en hann, gaztu spáð þessu fyrir honum. Sumir menn hafa gert ráð fyrir því, að til séu vitsmuna- verur, sem hafi meiri þekking en vér sjálf á lífi voru, stefnu þess og markmiðum, og að þessi þekking þeirra geri þeim mögulegt að sjá fyrir framtíð vora, innan ein- hverra ákveðinna takmarka. Þessar vitsmunaverur mundu þá geta sagt við þig sem svo: ef þú heldur áfram þeirri stefnu, sem þú fylgir nú, sé ég fyrir, að þetta eða þetta hlýtur að koma fyrir þig. Ef þú héldir síðan áfram þess- ari stefnú, mundi spásögnin vissulega koma fram. En ef þú breyttir hinsvegar um stefnu, mundi spásögnin reyn- ast röng. Ásteytingarsteinninn í þessari skýringartilgátu er vitanlega sá, að maður verður að gera ráð fyrir að til séu vitsmunaverur með þessum yfirnáttúrlega hæfileika, en fáir vísindamenn munu vilja fallast á, að þær séu til. Þá kemur hér enn til athugunar tilgátan um „hið eilífa nú“. Hún er í stuttu máli sú, að hið ókomna sé í vissum skilningi nú þegar til, og að vér skynjum framtíðina sem

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.