Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Síða 49

Morgunn - 01.06.1950, Síða 49
MORGUNN 43 Það er ekki erfitt að skilja þessi annars óskiljanlegu fyrirbrigði ef vér skipum þeim í tvö flokka, þannig, að í oðrum flokknum sé aðeins um gömul hugsanagerfi, gamlar skuggamyndir að ræða, en í hinum raunverulega sálir framliðinna, jarðbundnar. Þessi aðgreining fyrirbrigðanna er aðeins tilraun um stundarsakir til þess að skýra og skilja mjög flóknar staðreyndir, sem fram að þessu hafa hvorki verið skýrðar né skildar. En ný fyrirbrigði munu halda áfram að koma fram á sjónarsviðið, sem stangast munu á við hinar nákvæmustu skýringartilgátur. Ekkert óskiljanlegra og furðulegra dæmi þekki ég en það, sem ensku kennslukonurnar lýsa aðdáanlega vel í litlu bókinni þeirra, An Adventure. Ævintýrið þeirra er í sem skemmstu máli það, að á skemmtiferð sinni til Parísar fóru þær út í hallargarðana í Versailles, til þess að skoða höllina Grand Trianon, og urðu þar fyrir hinni furðulegustu reynslu, sem endurtók sig fyrir annarri þeirra síðar, er hún kom á þennan stað. Skyndilega var eins og þær væru staddar í görðunum eins og þeir voru fyrir einni öld, á dögum frönsku stjórnar- byltingarinnar. Þær sáu, og jafnvel töluðu við garðyrkju- menn, sendiboða og aðra, sem þarna voru á dögum Maríu Antoinette drottningar. Allt þetta ævintýri, sem byrjaði og endaði í hversdagsleika nútímans, var kennslukonun- um svo eðlilegt, að þær gerðu sér naumast grein þess, sem skeð hafði, fyrr en þær fóru að bera sig saman og gengu úr skuggá um, að sumar byggingarnar og garð- skipulagningarnar, sem þær höfðu séð, höfðu þá ekki verið til úti í Versailles í manna minnum. Báðar þessar konur höfðu ljóslifandi endurminning um virðulega þjóna, sem þær höfðu séð þarna í grá-grænum frökkum og með litla, þríhyrnda hatta. Þær sáu þarna yndislega kyrrlátt lands- lag, tré, sem voru eins og væru þau máluð á tjald, síð- klædda menn með stóra hatta á höfðinu, sendiboða, sem hlupu og kölluðu skilaboð til þeirra síðklæddu. Konu sáu þær, klædda i kjól, með grágrænt silkisjal á herðunum,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.