Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 56

Morgunn - 01.06.1950, Page 56
50 MORGUNN 3) að þessi andalíkami haldi áfram að lifa eftir að jarðn- eski líkaminn deyr, 4) áframhaldandi sjálfsvitund á öðru tilverusviði, 5) möguleika til sambands við framliðna menn, 6) lögmálið um ábyrgð einstaklingsins á lífi sínu, 7) framhaldsþróun sálarinnar á mörgum lífsskeiðum. Ekki hafa allir þeir, sem hafa trú á þessi grundvallar- atriði eða persónulega reynsluvissu um þau, jafn mikinn skilning á þýðingu þeirra. 1 þessu sambandi má þó minn- ast þess, að mikla huggun má hljóta af þeirri vissu, að unnt sé að koma á sambandi milli tveggja vina, sem dauð- inn hefur aðskilið. Sá fjöldi bréfa, sem ég hef fengið frá óhamingjusömu fólki, sem bæði sýnir sorg þess og þörf- ina á þessari þekking. Spíritisminn læknar brostið hjarta með því að sýna fólki fram á, að ástvinirnir halda áfram að lifa hinum megin og að það er hula ein, sem felur þá sjónum vorum. Á þennan hátt fá syrgjendur huggun og sársauki aðskilnaðarins verður mýkri. Kenning spíritismans um, að sálin haldi áfram vegferð sinni um mörg tilverusvið, marga heima, hefur komið ýmsum í vanda, sem aðhyllast endurhoidgunarkenninguna. Þeim finnst ekki unnt að samræma þetta tvennt. Fyrir misskilning á vissum trúaratriðum halda þessir menn að þegar eftir dauðann komi sálin aftur og að ekkert millibils- tímabil sé milli jarðvistanna. fhugun og athugun á öðrum textum helgiritanna, svo sem Bhagavad-Gita, ætti að hjálpa mönnum yfir þennan misskilning. í>á geta menn skilið, að sálin byrjar ekki þegar eftir dauðann nýja jarð- vist, heldur dvelst í ójarðneskri tilveru um langan eða skamman tíma áður en hún kemur til jarðarinnar á ný. Karma hennar ræður, hve lengi. Þegar sálin er komin til jarðarinnar aftur, verður venjulega ekki lengur unnt að ná miðilssambandi við hana. Upplýsingar um hana getur maður þá aðeins fengið fyrir hjálp annarra skyldra sálna. Dvölin í öðrum heimi getur stundum staðið yfir í aldir. Sálin snýr oft nauðug til jarðarinnar aftur.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.