Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 38

Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 38
32 MORGUNN Frúin sá þennan dularfulla mann nokkrum sinnum eftir þetta, og bendir það til þess, að hann hafi verið þarna langdvölum, og að hin sálræna kona hafi þá aðeins séð hann, þegar hún var í réttu ástandi til þess. Að lokum var um hönd hafður einskonar trúarlegur andaútrekstur á staðnum, og eftir það sást hann ekki. Þetta atriði má vel heimfæra undir sömu skýringar til- gátuna og hið fyrra, að hér hafi verið um einhverskonar hugsangerfi að ræða, sem hafi losnað frá manninum ein- hverntima vegna sterkrar geðshræringar. Skjalið, sem hann var með, kann að hafa verið erfðaskrá eða eitthvert annað þýðingarmikið skjal, sem hann hefur þá fengið í hendur eða verið sjálfur að útbúa og valdið honum svo mikillar andlegrar áreynslu, þar sem hann sat með það þarna fyrir framan eldinn, að hann hafi þá þrýst þessari mynd á hið dularfulla tjald tímans. 1 slíkum tilfellum er algengt að í sambandi við sýnina heyrist eitthvert hljóð. Þessi skýringartilgáta kann að virðast óaðgengileg, en sé hún ekki rétt er ekki nema um tvennt að ræða, annað- tveggja, að maðurinn hafi enn setið þarna fyrir framan eldinn, heilli öld eftir að hann andaðist, eða þá að í anda- heiminum hafi hugsanir hans enn snúizt svo ákaft um þennan aldargamla atburð, að þær hafi skapað þessa mynd þarna í herberginu. Þessi síðari skýringartilgáta kann að virðast sennileg ef sýnin hefði aðeins einu sinni sézt, en þegar myndin sýnist hafa verið stöðuglega á þessum stað og þess er gætt um leið, hve margar aðarar mikilvægar endurminningar frá jarðlífinu slíkur maður hlýtur að hafa haft, er erfitt að aðhyllast þá skýringu í alvöru. Annað hliðstætt dæmi nefnir frú Tweesdale í bók sinni og hefur það eftir Lady Reay. Hefðarfrúin svaf í gömlu húsi, sem misjafnt orð fór af, svo að gera má sér í hugar- lund, að hún hafi verið við því búin að sjá eitthvað dular- fullt. En veran, sem hún sá þarna, var svo nákvæmlega hin sama og aðrir menn, sem hún vissi ekki um, höfðu séð á öðrum tímum, að naumast getur verið um sjálfsefjun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.