Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 80

Morgunn - 01.06.1950, Side 80
74 MORGUNN lifandi, og vera sannarlega lifandi eftir slysið og dauðann. Aðrar tilgátur hafa einnig verið settar fram, sem of langan tíma mundi taka að gefa ágrip af hér. Nefna má til- gátuna um serialisma, senl J. W. Dunne setur fram í bókum sínum An Experiment With Time og Serial Universe, til- gátuna, sem prófessorarnir Broad og H. H. Price hafa sett fram, um annan tíma, hornréttan við tíma vorn og fljótandi áfram í einni vídd, og tilgátuna, sem H. F. Salt- marsh hefur sett fram, um undirvitund, sem sé óháð tím- anum og skynji fortíð og framtíð sem eina heild. En allt þetta mundi færa oss of langt frá efninu. En eitt er það atriði, sem enn verður að nefna í þessu sambandi. Það er, að með yfirvenjulegum hæfileika er unnt að skynja hið liðna og hið ókomna, fortíðina og framtíð- ina. F. H. Myers notar heitið „retrocognition" um slík fyrirbrigði, en skráðar eru frásögur af miklum fjölda þeirra. Þau eru e.t.v. ekki í sjálfu sér eins óskiljanleg og precognition-dæmin, en samt er ákaflega erfitt að gera sér grein fyrir þeim. Sameiginlegt með báðum þessum teg- undum fyrirbrigða er a.m.k. það, að sjáandinn skynjar þau sem nútíð, eins og þegar endurminningin flytur hið liðna inn í nútíð vora. Þetta er merkilegt atriði, sem krefst frekari sálfræðilegrar rannsóknar. Enn er eitt merkilegt atriði, sem vert er að minnast hér. Þar á ég við hinar margvíslegu raðir af mögulegum framtíðum manna, sem W. B. Seabrook segir frá í bók sinni Jungle Ways. Galdra-lækningakonan Wamba í Afríku er hinn raunverulegi höfundur þessarar kenningar, og hún segir á sínu einfalda máli þannig frá: Nú ertu kominn að rjóðri í frumskóginum, og út frá rjóðrinu liggja fimm götur í gegn um skóginn. Ef þú vel- ur fyrstu götuna, kann að koma ljón og ráðast á þig- Ef þú velur aðra götuna, kannt þú að koma að köldu renn- andi vatni. Ef þú velur þriðju götuna, getur orðið fyrir þér hópur vingjarnlegra innfæddra manna, sem skemmta J

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.