Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 13

Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 13
MORGUNN 7 nokkuð mikil. Hann hyggur sem sé, að þótt jörðin sundrist, mannkynið deyi og öll mannanna verk farist, kunni frum- agnir þær, sem hún er samsett af, að hafa mótazt svo við reynslu og þroska mannkynsins, að þær verði hæfari til nýrrar framþróunar síðar meir, — framþróunar, sem á auðvitað fyrir höndum tortimingu eins og hin fyrri. — Helzt fann ég eitthvert hald í William James, og las ég um eitt skeið mikið bækur hans. „Ýmsar tegundir trúarreynsl- unnar“ þótti mér ágæt bók, og það, sem þar var sagt um dulvísi (mystik), hljómaði harla kunnuglega í eyrum mín- um. Las ég þá og fleiri bækur um sama efni. En þetta var þó allt svo aðgreint frá annarri þekkingu minni, aö það gat ekki almennilega samlagazt, og sveif þar að auki, að mér fannst, nokkuð í lausu lofti. Varð því minna gagn af þessu, en skyldi. Það var eins og um hugljómun. Meðan að hún stendur yfir, er enginn efi, heldur alger vissa, en á eftir koma efasemdirnar og skynsemin fer að malda í móinn, — og maður þorir ekki að trúa sinni eigin reynslu. Það var víst annað ár mitt í Höfn, að nokkrir kunningjar mínir stofnuðu félagsskap til biblíulestrar og samtals um trúarleg efni, og gekk ég í hann. Hafði ég þá lesið ýmis- legt um nýjustu rannsóknir á nýja testamentinu og bibli- unni yfirleitt og var ekki vel trúaður á áreiðanleik hennar. En ég vildi leita og vita, hvort ég gæti fengið meiri fræðslu, með því að þarna voru nokkrir guðfræðingar, sem hlutu að vita betur um þessi efni en ég. Við komum saman við og við, lásum kafla úr nýja testamentinu og töluðum um hann á eftir. Var byrjað og endað á bæn, sem einhver guðfræðingurinn flutti. Ég man, að þessir menn voru í fé- lagsskapnum: Sr. Haukur Gíslason prestur í Khöfn, sr. Páll Sigurðsson prestur í Ameríku, sr. Ásmundur Guð- mundsson prófessor, sr. Tryggvi Þórhallsson ritstjóri, Ingimundur Jónsson búfræðingur, Páll Zóphoníasson skóla- stjóri, Skúli Skúlason Thoroddsen alþm. og ég. Kenndi þar ýmsra grasa um skoðanir, og vorum við Skúli einna van- trúaðastir. Hafði ég mikla ánægju af samfundum þessum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.