Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 13

Morgunn - 01.06.1950, Side 13
MORGUNN 7 nokkuð mikil. Hann hyggur sem sé, að þótt jörðin sundrist, mannkynið deyi og öll mannanna verk farist, kunni frum- agnir þær, sem hún er samsett af, að hafa mótazt svo við reynslu og þroska mannkynsins, að þær verði hæfari til nýrrar framþróunar síðar meir, — framþróunar, sem á auðvitað fyrir höndum tortimingu eins og hin fyrri. — Helzt fann ég eitthvert hald í William James, og las ég um eitt skeið mikið bækur hans. „Ýmsar tegundir trúarreynsl- unnar“ þótti mér ágæt bók, og það, sem þar var sagt um dulvísi (mystik), hljómaði harla kunnuglega í eyrum mín- um. Las ég þá og fleiri bækur um sama efni. En þetta var þó allt svo aðgreint frá annarri þekkingu minni, aö það gat ekki almennilega samlagazt, og sveif þar að auki, að mér fannst, nokkuð í lausu lofti. Varð því minna gagn af þessu, en skyldi. Það var eins og um hugljómun. Meðan að hún stendur yfir, er enginn efi, heldur alger vissa, en á eftir koma efasemdirnar og skynsemin fer að malda í móinn, — og maður þorir ekki að trúa sinni eigin reynslu. Það var víst annað ár mitt í Höfn, að nokkrir kunningjar mínir stofnuðu félagsskap til biblíulestrar og samtals um trúarleg efni, og gekk ég í hann. Hafði ég þá lesið ýmis- legt um nýjustu rannsóknir á nýja testamentinu og bibli- unni yfirleitt og var ekki vel trúaður á áreiðanleik hennar. En ég vildi leita og vita, hvort ég gæti fengið meiri fræðslu, með því að þarna voru nokkrir guðfræðingar, sem hlutu að vita betur um þessi efni en ég. Við komum saman við og við, lásum kafla úr nýja testamentinu og töluðum um hann á eftir. Var byrjað og endað á bæn, sem einhver guðfræðingurinn flutti. Ég man, að þessir menn voru í fé- lagsskapnum: Sr. Haukur Gíslason prestur í Khöfn, sr. Páll Sigurðsson prestur í Ameríku, sr. Ásmundur Guð- mundsson prófessor, sr. Tryggvi Þórhallsson ritstjóri, Ingimundur Jónsson búfræðingur, Páll Zóphoníasson skóla- stjóri, Skúli Skúlason Thoroddsen alþm. og ég. Kenndi þar ýmsra grasa um skoðanir, og vorum við Skúli einna van- trúaðastir. Hafði ég mikla ánægju af samfundum þessum,

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.