Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 16

Morgunn - 01.06.1950, Blaðsíða 16
10 MORGUNN misst. Því þykir mér alltaf vænt um þá bók. Síðan hef ég lesið marga tugi bóka um sömu efni, sem hún fjallar um, og fengið úr þeim mikinn fróðleik og mikla staðfestingu á þeim kenningum, er hún flytur, en yfir engri bók annarri hvílir sá morgunroði í huga mínum sem þessari. Um hana leikur æ eilífðarbjarmi. Um sama leyti eða litlu síðar kynntist ég einnig aust- rænni speki (kenningum Lao-tse og dulvísi Indverja og Múhameðstrúarmanna) og ennfremur nýhyggjunni amer- ísku eða Ijóstrúnni nýju (New Thought), og féllu þær hug- myndir nú í góðan jarðveg og styrktu mig mjög í barátt- unni, bæði hið innra og ytra. Nú gaf skynsemin mér leyfi til að trúa. — En nú getur einhver komið og spurt, hvað ég hafi á unnið og hverjar séu skoðanir mínar nú, — og um fram allt, hver áhrif þessi sinnaskipti hafi haft á líf mitt. Ég ætla að reyna að svara þessum spurningum með nokkrum orðum, þótt það verði að vísu á mjög ófullnægan hátt. Ég hef þá fyrst og fremst öðlast traust á tilverunni eða Guði, því valdi, sem er í tilverunni og ræður henni. „Trú er traust,“ sagði Lúther, og ég verð að játa, að traustið er grunntónninn í svari sálar minnar við tilverunni sem heild. Ég hef ekki séð ástæðu til að taka upp aftur ýmsar kenning- ar kristinnar kirkju, t. d. þrenningarlærdóminn. Ég álít það ofvaxið oss mönnunum, að kafa djúp veru Guðs og skorða hana innan fastra trúarsetninga, en ég trúi því, að eðli Guðs eða einhver hluti þess sé í samræmi við æðstu þrár og langanir vorar, og að Jesús hafi verið ef til vill full- komnasta opinberun þess á jörðu hér, — göfugur andi ofan af æðri sviðum tilverunnar, sem hafi ef til vill tekið á sig mannlega mynd af fúsum vilja til þess að verða bróðir vor, hjálpa, styrkja og blessa. Ég trúi því, að vér séum allir Guðs ættar og að það sé alls ekki lítið, að vera „aðeins maður,“ þótt ég neiti því ekki, að hann hafi verið „Guðs son“ í æðra skilningi, en vér erum flestir. Það leiðir auðvitað af þessu, að ég hafna friðþægingarlærdómi kirkj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.