Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Page 29

Morgunn - 01.06.1950, Page 29
Frá miðilsfundi. 17. marz s. 1. sat ég fund með Hafsteini Björnssyni. Fundurinn var haldinn í ákveðnum tilgangi, og munum við, sem sátum með miðlinum, hafa verið með allan hugann við það, að reyna að ná þeim árangri, sem sótzt var eftir. Sízt bjóst ég við nokkurri orðsendingu frá miðlinum til mín persónulega. Þegar miðillinn var að vakna af transin- um og var enn í hálftransi, segir hann við mig: ,,Hjá þér er ungur maður, útlendingur. Það er sonur hennar frú Axelsson, sænsku frúarinnar. Hann heldur á bréfi í hendinni, sem hann segir, að þú hafir fengið frá móður sinni, og hann segir, að þú hafir dregið of lengi að svara þessu bréfi. Hann biður að heilsa henni, og hann leggur áherzlu á, að þú svarir þessu bréfi frá henni strax, þú megir ekki draga það.“ Þetta þótti mér athyglisverð orðsending, en málavextir eru þessir: Frú Axelsson er sænsk tannlæknisfrú, sem við Hafsteinn kynntumst í Svíþjóð í fyrrasumar. Hún kom á norræna spíritistaþingið og fékk merkilega fund hjá Hafsteini, þar sem sonur hennar, framliðinn, kom fram með merkileg sönnunargögn, eins og þeir munu kannast við, sem lásu greinargerðina í síðasta hefti MORGUNS. Nú hefur frúin stofnað spíritistafélag í bænum Arvika, þar sem hún á heima. Hún skrifaði mér 27. jan. s. 1. og bað mig um upp- lýsingar, sem hana langaði til að fá um sálarrannsóknirn- ar. Nokkru síðar hafði hún ítrekað erindi sitt með öðru bréfi, en ég var enn ekki farinn að svára fyrirspurnum hennar. Um allt þetta var Hafstein gersamlega ókunnugt,

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.