Morgunn


Morgunn - 01.06.1950, Side 44

Morgunn - 01.06.1950, Side 44
38 MORGUNN um, þegar hann ætlaði að forða sér út. Áhrifin, sem þessi sorglegi atburður hefur skilið eftir þarna í húsinu verk- uðu á heyrnarhæfileika manna, þannig að þeir heyrðu atburðinn, en vafalaust hefur atburðurinn eða myndin af honum sézt ef einhver hefði komið á staðinn gæddur skyggnihæfileika. Þessi saga samsvarar hinni síðastnefndu að því, að þarna hafa hinar æðisgengnustu mannlegar geðs- hræringar verið vaktar og letrað sitt mál á hið ósýnilega tjald tímans. Það má bæta því við þessa sögu, að fjórir hundar í skotmannakofanum urðu gripnir einhverri ógn, en það sannar, að hér var ekki um skynvillu að ræða. Islenzk dæmi, sem mér er kunnugt um, langar mig til að setja hér fram, því að þau virðast styðja skýringartil- gátu Sir Arthurs, ekki síður en erlendu sögurnar. Fyrir nokkrum árum var frú Guðrún Guðmundsdóttir, sem yður er öllum kunn, í sumardvöl norður í landi og bjó með vinafólki sínu í tjöldum í Vaglaskógi. 1 tjaldi með frú Guðrúnu svaf önnur kona og lítil börn. Þá var það að kveldi dags, er fólk var gengið til náða, að frú Guðrún lá vakandi, en skyggni hennar opnaðist. Var þá sem tjaldið hyrfi sjónum hennar og sá hún langt upp í skóginn. Sá hún þar koma ríðandi allstóran hóp fólks og stefndi það á tjaldið, þótti henni það ókennilegt og bera undarlega, forna búninga. Hópurinn reið viðstöðlaust yfir fólkið i tjaldinu, þ. e. a. s. börnin, sem við tjaldskörina sváfu, virtist engan gaum gefa að konunum né börnunum, eins og þetta fólk yrði þeirra ekki vart. Það stefndi beint út i Fnjóská, en á bakka hennar stóð tjaldið, og síðan hvarf það frúnni sjónum. Næsta morgun sagði frú Guðrún vinafólki sínu frá frá sýn sinni, sem þótti furðuleg. En enginn gat ráðið, hvað þetta hefði í rauninni verið. Einn maðurinn í hópnum fór að spyrjast fyrir um tjald- staðinn, en þá gátu kunnugir sagt honum, að þau hefðu tjaldað við gamalt vað á Fnjóská, sem fyrir löngu væri

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.