Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 4
4 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
LÖGREGLUMÁL Tveimur mönnum
sem setið hafa í gæsluvarðhaldi
vegna rannsóknar lögreglunnar á
270 milljóna króna svikum á virð-
isaukaskatti var sleppt í gær. Ekki
var lögð fram krafa um framleng-
ingu á varðhaldinu.
Annar mannanna sem sleppt
var í gær er fyrrverandi starfs-
maður ríkisskattstjóra. Hinn
er karlmaður á fertugsaldri,
sem úrskurðaður var í gæslu-
varðhald í október. Hann hlaut
fyrr á þessu ári sex mánaða
fangelsis dóm fyrir hlutdeild sína í
kannabisræktun.
Samtals hafa sjö manns setið í
gæsluvarðhaldi vegna málsins. - jss
Virðisaukaskattsvikin:
Tveimur mönn-
um sleppt úr
gæsluvarðhaldi
SJÁVARÚTVEGUR Evrópusambandið
undirbýr nú samevrópskt eftir-
lit með hafsvæðum aðildarríkja,
og hefur Noregi og Íslandi verið
boðið að taka þátt í samstarfinu,
að því er segir á vef sölusam-
taka norskra síldarframleið-
enda.
Markmiðið er að samhæfa
vöktun á höfunum þannig að
upplýsingar á vaktkerfi einnar
þjóðar verði aðgengilegar
nágrannaríkjunum. Stefnt er að
því að tölvukerfin verði að fullu
samhæfð árið 2014.
Með samhæfingunni verður
auðveldara að bregðast við
umhverfisslysum, hryðjuverk-
um og glæpum á hafi. - bj
Undirbúa samevrópskt eftirlit:
Samhæfa vökt-
un á höfunum
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu handtók í fyrra-
kvöld fimm unga menn vegna
fíkniefnasölu. Í húsleitum vegna
rannsóknar málsins lagði lög-
regla hald á fíkniefni og fjár-
muni.
Mennirnir sem handteknir
voru eru allir um tvítugt. Þegar
lögregla hafði afskipti af einum
þeirra kom í ljós að hann var með
talsvert magn af hassi í söluum-
búðum, um fimmtíu grömm. Það
leiddi til þess að lögregla ákvað
að athuga málið nánar. Farið var
í tvær húsleitir og voru fjórir
aðrir handteknir. Rúmlega hundr-
að grömm af hassi fundust, svo
og rúmlega 200 þúsund krónur í
peningum, sem talið er vera sölu-
ágóði. Málið er upplýst. - jss
Fundu peninga og fíkniefni:
Lögreglan
handtók fimm
unga dópsala
SAMFÉLAGSMÁL Forseti Norður-
landaráðs kallaði forseta Norður-
landaráðs æskunnar á sinn fund á
fimmtudagsmorgun til þess að ræða
framkomu eins þingfulltrúa við bar-
þjón á Ölstofunni í Reykjavík.
Eins og Fréttablaðið sagði frá í
gær veittist ungur liðsmaður Sví-
þjóðardemókrata (SD) að barþjóni
af palestínskum uppruna með
rasískum fúkyrðum og kastaði í
hann glasi.
Fréttir af þessu voru meðal
fimm mest lesnu frétta á frétta-
vefum sænsku dagblaðanna DN,
Aftonbladet og Expressen í gær.
Aftonbladet segir að niðurstaða
fundar forseta Norðurlandaráðs
og Norðurlandaráðs æskunnar
hafi orðið sú að barþjóninum hafi
verið send opinber afsökunar-
beiðni Norðurlandaráðs æskunnar.
Þar hafi atvikið verið harmað en
um leið áréttað að ráðið tæki ekki
ábyrgð á framkomu einstaklinga
úr hópi þingfulltrúa og áheyrnar-
fulltrúa.
Sænsku fjölmiðlarnir nefna
unga Svíþjóðardemókratann. Hann
heitir William Hahne og er átján
ára fjölmiðlafulltrúi ungliðahreyf-
ingar SD, sem er þjóðernissinnað-
ur hægriflokkur sem var einn af
sigurvegurum þingkosninganna í
Svíþjóð fyrr á þessu ári.
„Við í Norðurlandaráði æsk-
unnar flækjumst inn í þetta hvort
sem okkur líkar betur eða verr,“
segir Minna Lindberg, formað-
ur Norðurlandaráðs æskunnar, í
samtali við vefsíðuna E í gær. Hún
var kölluð til fundar með forseta
Norðurlandaráðs vegna málsins.
Hún var á stödd Ölstofunni eins
og fjölmargir aðrir þingfulltrúar
en segist í samtali við Express-
en ekki hafa séð hvað gerðist þótt
hún hafi orðið vör við átök og
segir að einn af félögum Hahnes
í Norðurlandaráði æskunnar hafi
tekið þátt í að róa menn niður.
„Við höfum lagt mjög hart að
okkur í samstarfi Norðurlanda-
ráðs æskunnar og Norðurlanda-
ráðs,“ segir Minna og kveðst vona
að framkoma Williams Hahne á
Ölstofunni í Reykjavík hafi ekki
skaðleg áhrif á stöðu Norður-
landaráðs æskunnar gagnvart
Norðurlandaráði.
peturg@frettabladid.is
Norðurlandaráð bað
barþjón afsökunar
Frétt af árás ungliðaforingja Svíþjóðardemókrata á barþjón í Reykjavík var
meðal mest lesnu frétta sænskra vefmiðla í gær. Norðurlandaráð æskunnar bað
barþjóninn afsökunar eftir fund forseta þess með forseta Norðurlandaráðs.
STÓRFRÉTT Fréttin um framkomu ungliðaforingjans í SD á Ölstofunni í Reykjavík var
ein af mest lesnu fréttum nokkurra af helstu vefmiðlum Svíþjóðar í gær.
LÖGREGLUMÁL Ríkislögreglustjóri
varar við því að netföngum hjá
þjónustuaðilum á borð við Hot-
mail, Gmail og fleirum hafi
verið stolið. Þau hafa síðan verið
notuð til að senda út fjöldapóst
á öll netföng í netfangaskrá
viðkomandi.
Netföngum er stolið með þeim
hætti að eigandi netfangs fær
tölvupóst sem virðist vera frá
þjónustuaðilanum þar sem spurt
er hvort hann ætli að nota net-
fangið sitt áfram.
Sé svo er hann beðinn um að
staðfesta það með því að senda
aðgangsorð og lykilorð til baka.
Með þessar upplýsingar undir
höndum getur sendandinn skráð
sig inn á póstþjónustuna eins og
um eigandann væri að ræða.
Breyti hann um lykilorð er
hann búinn að yfirtaka netfang
viðkomandi með öllu sem því til-
heyrir, innkominn og útsendan
póst og tengiliðaskrá. - js
Varar við nýrri tegund svika:
Svikarar stela
nú netföngum
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
22°
16°
11°
8°
13°
16°
9°
9°
24°
11°
22°
10°
18°
3°
13°
17°
4°Á MORGUN
Gengur í nokkuð stífa
NA-átt síðdegis.
MÁNUDAGUR
5-10 m/s.
1
0
-3
-1
-5
1
1
4
2
2
-6
5
7
8
7
5
6
4
3
2
4
4
2
4
5
-4
0 0
-3-1
0
2
HLÝNAR
LÍTILLEGA á land-
inu í dag með vax-
andi suðvestanátt
og slyddu eða rign-
ingu um vestanvert
landið. Síðdegis á
morgun gengur í
stífa norðaustan-
átt með úrkomu,
einkum suðaustan
til en norðanlands
annað kvöld.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
INDÓNESÍA, AP Tugir manna létu
lífið þegar mikil sprenging varð
í eldfjallinu Merapi í fyrrinótt,
og er tala látinna nú komin yfir
120.
Fjölmargir brenndust illa
þegar logandi lofttegundir þeytt-
ust niður yfir byggðina í hlíðum
fjallsins. Allan daginn hélt fjall-
ið áfram að þeyta frá sér ösku,
sem barst allt upp í 480 kílómetra
leið.
Björgunarfólk vann hörðum
höndum að því að koma særðu
fólki undir læknishendur, en
stundum þurfti að gera snögglega
hlé á björgunarstörfunum þegar
heitar gufur bárust frá fjallinu.
Þetta er versta sprenging sem
orðið hefur í fjallinu í heila öld.
Hún virðist hafa komið jarð-
fræðingum á óvart, því þeir
höfðu reiknað með að tugir minni
sprenginga sem orðið hafa síðan
gosið hófst hinn 26. október hefðu
minnkað þrýstinginn í fjallinu.
Hættusvæðið við fjallið hefur
verið stækkað og nær nú í
tuttugu kílómetra fjarlægð frá
gíg fjallsins. Íbúum innan þess
hrings hefur verið gert að yfir-
gefa heimili sín. - gb
Sprenging varð í eldfjallinu Merapi á Indónesíu ellefu dögum eftir að gos hófst:
Íbúar flúðu eldana í ofboði
BJÖRGUNARSTARF Í HLÍÐUM FJALLSINS
Tugir manna létust í gær og hafa þá
meira en 120 látið lífið síðan gosið
hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SVISS Julian Assange, stofnandi
síðunnar Wikileaks, íhugar að
sækja um hæli í Sviss. Hann segir
starfsemi Wikileaks aðeins vera
óhætt á Íslandi og í Sviss.
Þetta kom fram í viðtali við
Assange á svissnesku sjónvarps-
stöðinni TSR. Þar sagði hann það
raunhæfan möguleika að hann
settist að í Sviss og hýsti starfsemi
Wikileaks þar.
Assange sótti um atvinnu- og
dvalarleyfi í Svíþjóð en var hafn-
að. Þar hefur hann verið sakaður
um kynferðisbrot. - þeb
Stofnandi í viðtali í Sviss:
Segir Wikileaks
óhætt á Íslandi
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Sigmundur Halldórsson sigmundur@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is
GENGIÐ 05.11.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
205,2034
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
109,29 109,81
176,72 177,58
154,33 155,19
20,701 20,823
18,956 19,068
16,561 16,659
1,3523 1,3603
173,12 174,16
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR