Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 96
64 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Tónleikar ★★★★★ GRM Austurbæ 4. nóvember 2010 „Megas, geturðu hjálpað mér aðeins áður en ég hengi mig í þessu?“ Þessi orð Gylfa Ægisson- ar þegar hann var að vandræðast með gítarólina gáfu tóninn fyrir tónleika þeirra félaga ásamt Rún- ari Þór Péturssyni í Austurbæ á fimmtudagskvöldið. Þeir hóf- ust með því að þeir þrír komu sér fyrir á sviðinu með gítarana og tóku nokkur lög án frekari undir- leiks. Það var ljóst strax frá fyrstu tónunum að þetta yrðu skemmti- legir tónleikar. Stemningin var létt og þremenningarnir reyttu af sér brandarana, aðallega samt Gylfi. Eftir Í sól og sumaryl og Stolt sigl- ir fleyið mitt kom Jybbí jei sem Gylfi söng að mestu og hafði breytt nafni Stebba í laginu í Megas. Samstarf þessara þriggja alþýðutónlistarhetja hefði ein- hvern tímann verið óhugsandi, en í dag er það sjálfsagt og algerlega að gera sig. Eftir nokkur lög kom hljómsveitin inn á sviðið, gítarleik- ari, bassaleikari og trommuleikari og þá hækkaði styrkurinn og kraft- urinn jókst. GRM tók lög eins og Gígja, Sjúddírarí rei, Spáðu í mig og Brotnar myndir við góðar und- irtektir, enda salurinn greinilega skipaður hörðum aðdáendum. Eftir hlé var enn hækkað í græj- unum og lög eins og Út á gólfið, Reykjavíkurnætur, Við Birkiland og Drottningin vonda voru keyrð áfram í þéttum og kraftmiklum rokkútgáfum. Mjög flott. Þegar Minning um mann fékk að hljóma og Megas hóf upp raust sína í öðru erindinu fékk maður gæsahúð af hrifningu. Fullkomið. Tæpum tveim tímum og nítján lögum eftir að tónleikarnir hófust töldu þeir félagar í síðasta lagið, Lóa Lóa sem lokaði flottri dagskrá. Eftir upp- klapp kom svo Fatlafól, við mikinn fögnuð tónleikagesta og svo Jybbí jei aftur, nú í öflugri rokkkeyrslu. Á heildina litið voru þetta frá- bærir tónleikar. Hljómsveitin stóð sig mjög vel. Það var smá hik af og til á framlínumönnunum, menn ekki alveg vissir hver ætti að syngja næsta erindi og svona, en það kom ekkert að sök. Það er reyndar gaman að bera þessa tón- leika saman við tónleika Megasar á Listahátíð í sumar. Þar var horft upp og allt straufínt. Sérskrifað- ar framsæknar útsetningar og sprenglærðir atvinnutónlistar- menn. Athyglisvert, en virkaði ekk- ert sérstaklega vel. Nú var farið í hina áttina. Púkkað upp á gamla neyslufélaga, veðraða knæpuspil- ara og útjaskaða smellakónga og viti menn. Svínvirkaði! Það kom á óvart að þó að það hafi verið nokkuð þéttskipað í salnum var ekki uppselt. Þrátt fyrir alla útvarpssmellina þá eru GRM enn þá við jaðarinn. Fjöldinn velur Frostrósir. En fjöldinn missti af flottum tónleikum og frábærri skemmtun! Trausti Júlíusson Niðurstaða: Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas voru léttir og hressir og fóru á kostum í Austurbæ á fimmu- dagskvöldið. Þrír saman, enn meira gaman Í MIKLU STUÐI Rúnar Þór, Megas og Gylfi Ægisson reyttu af sér brandarana á sviðinu í Austurbæ á fimmtudagskvöldið. Þess á milli fóru þeir á kostum með öll sín frægustu lög. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Tónlistarmennirnir og vinirnir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas stigu á svið í Austurbæ þar sem þeir fluttu lög af plötu sinni MS GRM. Samvinna þessara þriggja lands- þekktu, en í leiðinni gjörólíku manna sem höfðu aldrei komið fram saman á tónleikum fyrr, tókst vel og svo virðist sem þetta óvenjulega verkefni hafi gengið fullkomlega upp. Þeir sungu mörg af sínum vinsælustu lögum við góðar undirtektir gesta. Loksins saman á tónleikum Andrea og Lilja Guðmundsdætur voru á meðal gesta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þorsteinn og Sveinfríður hlustuðu á Gylfa, Rúnar og Megas hefja upp raust sína. Þórarinn og Halldór Halldórssynir mættu á tónleikana í Austurbæ. Jóhanna Þórhallsdóttir og Óttar Guð- mundsson litu inn. 1. Í sól og sumaryl 2. Stolt siglir fleyið mitt 3. Jybbí jei 4. 1.12.87 5. Jón á röltinu 6. Gígja 7. Sjúddírarí rei 8. Spáðu í mig 9. Brotnar myndir 10. Ábending 11. Leiðin undir regnbogann - 12. Út á gólfið 13. Reykjavíkurnætur 14. Mærin í Smáralind 15. Minning um mann 16. Við Birkiland 17. Drottningin vonda 18. Rauða rauðka 19. Lóa Lóa - 20. Fatlafól 21. Jybbí jei LAGALISTINN Ashtanga vinyasa yoga byrjendanámskeið hefst 9. nóvember Skráðu þig núna á yoga@yogashala.is Yoga shala Engjateig 5, 2. hæð, sími 553 0203, www.yogashala.is reykjavík Gleðidagar í CARAT Smáralind fimmtudag – sunnudags 20% afsláttur af öllum skartgripum Af hverjum 10 þúsund krónum gefum við handsmíðaðan skartgrip í jólapakka Fjölskylduhjálpar Íslands Gullsmiðirnir í CARAT Félagsfundur Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, heldur félagsfund þriðjudaginn 9.nóvember kl. 19.30 í félagsheimilinu, Hátúni 12 Fundarefni: Kynning á fyrirhugaðri þjónustu- og þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar. Kaffiveitingar Allir velkomnir FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.