Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 6. nóvember 2010 3
Gunnari Karli Gíslasyni, mat-
reiðslumeistara á Dill Restaur-
ant í Norræna húsinu, hefur
ávallt fundist hrútspungar, svið,
lifrarpylsa og blóðmör vera
herramannsmatur. Hann komst
á bragðið í eldhúsinu hjá föð-
urömmu sinni, þar sem hann
aðstoðaði gjarnan við sláturgerð
sem barn.
„Þarna var ég bara lítill gutti
að hjálpa ömmu Huldu [Gísla-
dóttur], í eldhúsinu heima á Spít-
alavegi á Akureyri, að sauma
saman vambir og hræra í stór-
um bölum og fannst þetta allt
saman einstaklega spennandi og
ljúffengt á bragðið,“ rifjar Gunn-
ar upp. Hann getur þess að afa
sínum, Sigurgeiri Jónssyni, hafi
hins vegar fundist lítið koma
til aðfara þess stutta. „Nei,
honum fannst þetta vera
hálfgert kvenmannsverk,
þótt hann hafi reyndar
látið hafa sig út í þetta
sjálfur, blessaður,“ segir
hann og brosir.
Gunnar Karl þakkar þó
afa sínum ekki síður en
ömmu fyrir að hann hafi
snemma lært að kunna að
meta gott slátur. „Við afi
vorum miklir vinir og
hann kenndi mér að velja
bestu bitana; sagði að
ekkert slægi þeim feitu
við og þá speki hef
ég haft á bak við
eyrun allar götur
síðan, líka í starfi mínu sem
matreiðslumaður á veit-
ingahúsinu Dill.“
Gunnar Karl var til í
að miðla til lesenda af
reynslu sinni af slát-
urgerðinni, reyndar
þó með nokkuð nýstár-
legri nálgun. „Fyrst ég
er að þessu á annað borð
er kannski ekki úr vegi að
bregða út af vana og bæta við
slátrið nokkrum skemmtilegum
kræsingum,“ útskýrir hann og
gefur uppskrift þar sem nýupp-
teknar íslenskar kartöflur, jurt-
ir og lambafillet kemur við sögu.
„Og svo auðvitað fitan, sem er
afar mikilvæg,“ bætir hann við.
roald@frettabladid.is
Feitir bitar eru langbestir
Gunnari Karli Gíslasyni, matreiðslumanni á Dill restaurant, finnst fátt jafnast á við íslenskt slátur. Frétta-
blaðið fékk Gunnar til að bregða á leik með þennan þjóðlega mat og búa til úr honum dýrindis veislu.
Gunnar Karl segir tilvalið að breyta aðeins til og bæta nokkrum nýjungum við slátrið.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gunnar segist hafa lært sláturgerð heima í eldhúsi ömmu sinnar og afa.
Maturinn er gómsætur að sjá..
Lamb
600 g lambafille.
Klípa smjör
Steikið lambið vel á pönnu upp úr
smjöri. Klárið í ofni við 150 gráður
uns uppáhalds steikingu ykkar er
náð. Mæli með því að lambið sé
fallega rautt í miðjunni.
Slátur
Byrjið á að taka slátur í góðum
félagsskap. Eftir að slátrið hefur
verið soðið er það kælt og svo skor-
ið niður í bita og steikt á pönnu upp
úr smjöri og sykri.
Kartöflumús
4 bökunarkartöflur
1 dl rjómi
½ dl mjólk
100 g smjör
Salt
Sjóðið kartöflurnar og skrælið,
þrýstið þeim því næst í gegnum
kartöflu-músara og setjið í pott.
Hrærið vel í pottinum á meðan þið
hellið restinni af innihaldinu út í og
bragðbætið að lokum með salti.
Soðið smælki
Vel af smælki
Klípa af smjöri
Gott gróft salt
Sjóðið smælkið og steikið svo ögn
upp úr smjörinu uns fallega gylltar
og kryddið með saltinu.
Rótargrænmeti
150 g rófur
150 g gulrætur
50 g olía
3 kvistar garðablóðberg
Gróft salt
Blandið öllu saman og bakið undir
álpappír við 150 gráður uns nánast
meyrt. Kryddið að lokum með salti.
SLÁTUR OG ANNAÐ GÓÐGÆTI
að hætti Gunnars Karls Gíslasonar á Dilli
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 INNIHELDUR AUK STIGVAXANDI AFSLÁTTAR. 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
ÞAÐ ER AUÐVELTAÐ KAUPA ÁSKRIFT ÁSTOD2.IS
Ný alíslensk og hörkuspennandi gamanþáttaröð í 12 þáttum. Siggi Hlemm er fráskilinn
ljúflingur á fertugsaldri sem erfir myndbandaleigu eftir föður sinn. En rekstur mynd-
bandaleigu er honum síður en svo efst í huga því lengi hefur hann gælt við þá hugmynd
að gerast alvöru einkaspæjari. Úr því rætist þegar hann flækist inn í stórhættulegt og
eldfimt sakamál sem teygir anga sína mjög víða.