Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 48
6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR2
þrisvar, en nú er allt að verða
fallegt aftur og snjór sestur í
jökulinn,“ segir Óskar, sem um
helgar vinnur ýmis útistörf sem
til falla.
„Ég sæki í útiverk og alltaf nóg
að stússa, en ef ekki getur maður
alltaf rekið girðingarstaurana
aðeins lengra niður eða hert
betur á gaddavírnum. Þess á milli
skrifa ég í næði og innblæstri
umhverfisins þar sem alltaf er
eitthvað gott að sjá, hvort sem það
eru nágrannar mínir við heyskap
eða útiverk, því hér er allt annar
þankagangur og snúningur á hlut-
unum,“ segir Óskar sem á dögun-
um gaf út smásagnasafnið Ég sé
ekkert svona gleraugnalaus.
„Fólkið í sveitinni og fólk í
kringum mig alls staðar verður
að yrkisefni og þótt ég geti víst
ekki viðurkennt að í sögunum
lifni við ákveðnar persónur koma
fyrir prestar, sóknarnefndarfólk,
bændur og búalið alls konar,“
segir Óskar leyndardómsfullur.
„Þetta er græskulaust og von-
andi eitthvað gaman. Sumar sög-
urnar eru beinlínis alvarlegar, en
hinar næstum hreinræktuð gaman-
semi. Ég hef alltaf haft áhuga á
sérkennum fólks og sækist ekki
í að umgangast þá sem eru líkir
sjálfum mér,“ segir Óskar, sem
var fréttastjóri DV fyrir kvart-
öld og blaðamaður á námsárum
sínum í lögfræði, en gerðist síðar
forstjóri Hagkaups, Vodafone og
Tryggingamiðstöðvarinnar.
„Ég saknaði blaðamennskunn-
ar ekkert sérstaklega en viður-
kenni að þykja mjög gaman að
henni. Það var kannski helsta
ástæðan fyrir því að mig lang-
aði að atast í þessu Moggamáli,
en skáldskapurinn tengist því
þó ekki. Sem útgefandi Mogg-
ans sameina ég áhuga á stjórn-
un og blaðamennsku, og finnst
mjög gaman þótt á brattann sé að
sækja, en erfiðleikarnir eru ekki
óyfirstígan legir og út af fyrir sig
er ögrun í því.“ thordis@frettabladid.is
Óskar segir sveitina veita sér innblástur.
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Sími: 585 8700
www.madurlifandi.is
Borða, biðja, elska námskeiðið með Eddu Björgvins og
Bjargeyju Aðalsteinsdóttur. Meiri lífsgleði, húmor og
hlátur, minni streita, betra mataræði, máttur hugleiðslu,
hreyfing, meiri kærleikur og betra líf. Námskeið fyrir allar
konur sem vilja auðga líf sitt af gleði og heilbrigði.
Þriðjudaginn 9. nóvember frá kl. 18:00 til 21:00.
í fræðslusal Maður lifandi Borgartúni 24.
Innifalinn léttur kvöldverður í anda borða, biðja, elska.
Skráning í síma 585 8701 eða gg@madurlifandi.is
Verð aðeins kr. 2.900.-
Spennandi námskeið
kr. 19.900
Úlpur, kápur,
hattar, húfur
Rauðarárstígur 10
Sími: 562 4082
www.yggdrasill.is
Heilbrigð
skynsemi
Veldu lífrænt í jólabaksturinn
Margir af helstu gítarsnillingum landsins koma fram á gítarveislu Bjössa Thor í
Salnum í kvöld. Fjölbreytt tónlist mun hljóma í Salnum en undirtónninn verður bítla-
tónlist í tilefni af 70 ára afmæli Johns Lennon. Allar nánari upplýsingar á salurinn.is.
„Við erum himinlifandi glöð og
hamingjusöm með þennan nýja
veg um Hófaskarðsleið, okkur
finnst við vera orðinn hluti af
miklu stærra samfélagi. Því
höldum við hátíð þessa helgi
undir heitinu Núna fer ég norð-
ur,“ segir Halldóra Gunnarsdótt-
ir, menningar-og ferðamálafull-
trúi Langanesbyggðar.
Halldóra segir kvenþjóðina
hafa tekið forskot á sæluna með
konukvöldi á Eyrinni en í dag
komi yfirmenn samgöngumála
fljúgandi norður í morgunsárið,
opni veginn formlega og klippi á
borða klukkan ellefu á áningar-
stað í Hófaskarði. Á eftir sé kaffi-
boð að Hnitbjörgum á Raufarhöfn
fyrir alla sem vilja.
Stór jólamarkaður verður opn-
aður í íþróttahúsinu á Þórshöfn
um hádegið og stendur fram á
kvöld. „Þetta þýðir að við þurf-
um miklu minna að fara út fyrir
bæinn til að versla, því fjölmarg-
ir eru með álitlegan söluvarning
og sumir koma langt að,“ segir
Halldóra. Hún rekur hugmyndina
til atorkusamrar konu í atvinnu-
málanefnd. Annar markaður
verður svo í gömlu sundlauginni
á Þórshöfn á vegum Styrks, sem
er framtak nokkurra kvenna, að
sögn Halldóru. „Þær selja bækur,
belti, leikföng, fatnað og notaðar
vörur af ýmsu tagi og afrakstur-
inn nota þær til að styrkja ein-
hverja sem eiga í erfiðleikum á
svæðinu. Þarna er bara náunga-
kærleikurinn að verki,“ lýsir Hall-
dóra og segir líka gaman að fá líf
í gömlu sundlaugina. „Laugin er
nærri höfninni enda var hún í
byrjun hituð upp með affallsvatni
af frystihússvélunum. Við erum
að hengja söguna af þessu merka
fyrirbæri upp á veggi hússins.“
Smalahundakeppni á Ytra-Lóni
er eitt af atriðum á dagskránni.
Hún hefst klukkan eitt og er
öllum opin. Austurlandsdeild
Smalahundafélags Íslands held-
ur hana.
Píanótónleikar Þórarins Stef-
ánssonar klukkan 18 teljast einn
af hápunktunum. Þeir verða í
Þórshafnarkirkju sem Halldóra
segir frábært tónlistarhús. „Þór-
arinn fann nótur með íslenskum
útsetningum í Þjóðarbókhlöð-
unni sem hann telur að aldrei hafi
verið leiknar áður,“ segir hún.
„Hann vissi af góðum flygli hér
og ákvað að koma.“
Héraðsmót HSÞ í knattspyrnu
verður haldið í fyrsta skipti á
Þórhöfn á morgun. Skjálftasetr-
ið á Kópaskeri er opið í tilefni
hátíðarinnar, einnig Gljúfrastofa í
þjóðgarðinum í Ásbyrgi og gamla
Sauðaneshúsið. gun@frettabladid.is
Hátíðin Núna fer ég norður
Íbúar Þórshafnar á Langanesi og nágrennis fagna því um helgina að nýr vegur úr vestri inn í byggðar-
lagið verður opnaður. Við það styttist aksturstími þangað um klukkutíma. Vegurinn liggur um Hófaskarð.
„Þetta þýðir að við þurfum miklu minna að fara út fyrir bæinn að versla,“ segir Hall-
dóra um markaðinn í íþróttahúsinu, sem hún er hér að undirbúa. MYND/GRÉTA
Margir kunnir listamenn af Suður-
nesjunum taka þátt í jólamark-
aði með handverksvörur í Svarta
pakkhúsinu í Reykjanesbæ í dag.
Listamenn í fremri sal verða sjálf-
ir til staðar og kynna sínar vörur
og í þeim innri verða handunnar
gjafavörur til sölu. Þá verður heitt
á könnunni og piparkökur í boði
hússins.
Þeim sem
kaupa gjaf-
ir í nóvember
býðst að skrá
sig í lukku-
pott Svarta
pakkhúss-
ins og verða
þrír vinnings-
hafar dregnir út 4.
desember.
Markaðurinn verður hafður opinn í
dag frá klukkan 13-17.
Jólastemning í
Svarta pakkhúsinu
HANDVERKSMARKAÐUR VERÐUR
HALDINN Í REYKJANESBÆ Í DAG.
Framhald af forsíðu