Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 110
78 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR PERSÓNAN Bíl kvikmyndagerðarmannsins Heimis Sverrissonar var stolið fyrir utan heimili hans á Njáls- götu á miðvikudaginn var. Bíllinn er grænn Benz af árgerðinni 1979 og því um antíkgrip að ræða. „Ég var nýkominn heim eftir tökur og lagði bílnum fyrir utan húsið. Tveimur klukkustundum síðar var hann horfinn. Vitni sagð- ist hafa séð tvo menn í mjög annar- legu ástandi brjótast inn í bílinn og keyra niður Njálsgötuna og beint í flasið á tökuliði kvikmyndarinn- ar Gauragangs. Þeir keyrðu beint aftan á einn trukkinn sem töku- liðið var með og héldu svo glæfra- akstrinum áfram. Sem betur fer slasaðist enginn,“ segir Heimir. Hann eignaðist bílinn fyrr í sumar og hefur síðan þá eytt mikl- um tíma í að gera bílinn upp og því er þetta fyrst og fremst mikið til- finningalegt tjón fyrir Heimi. „Við notuðum bílinn við tökur á mynd- inni Djúpinu í sumar og ég keypti hann í kjölfarið af Þorsteini Bach- mann leikara. Þetta er rosalegur kaggi og í góðu ástandi þannig að ég vil gjarnan fá hann aftur. Hann er það sérstakur að það ætti ekki að vera hægt að rúnta um bæinn á honum án þess að eftir honum verði tekið,“ segir Heimir, sem biður fólk um að hafa augun opin og gera lögreglu viðvart sjái það bílinn einhvers staðar á ferð. „Ég veit að hann er klesstur að fram- an núna eftir áreksturinn við töku- lið Gauragangs, annars vona ég að hann sé nokkurn veginn í heilu lagi,“ segir hann að lokum. - sm Frægri Benz-bifreið stolið FLOTTUR BÍLL Bíllinn er af árgerðinni 1979 og telst því vera hálfgerð antík. Hann var notaður við tökur á kvikmynd- inni Djúpinu í sumar. FÓRNARLAMB ÞJÓFA Benz-bifreið kvikmyndagerðarmannsins Heimis Sverrissonar var stolið fyrir utan heimili hans á miðvikudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Heimildarmynd um harðkjarnasveitina Mínus verður fyrsta mynd stofnkvölds kvik- myndaklúbbsins Arnarhreiðursins, sem hefur aðsetur í Bíó Paradís. Myndin þótti það umdeild á sínum tíma að hún átti aldrei að koma fyrir augu almennings og er því sveipuð eins konar goðsagnakenndum ljóma. Myndin verður sýnd á miðvikudag klukkan 20.30. Grímur Þórðarson, umsjónarmaður Arnar- hreiðursins, segist hafa vitað af myndinni í mörg ár og þótti kjörið að hefja göngu klúbbs- ins með látum. Leikstjórar myndarinnar eru Frosti Runólfsson og Haraldur Sigurjónsson og fylgdu þeir Mínusmönnum eftir á árunum 2001 til 2005. „Þetta er án efa ein svæsnasta heimildar- mynd um íslenska hljómsveit sem gerð hefur verið. Það var sumt í myndinni sem þurfti að fjúka því það var svo svaðalega bannað börn- um, en þrátt fyrir það er myndin enn eins mikið „sex, drugs and rock ‘n‘ roll“ og hugs- ast getur,“ segir Frosti. Inntur eftir því hvort meðlimir sveitarinnar séu sáttir við sýning- una svarar Frosti því játandi. „Hefði Grímur spurt okkur fyrir þremur árum hvort hann mætti sýna myndina hefðum við hiklaust sagt nei. Strákarnir hafa þroskast það langt frá þessu núna að þeim er sama þótt hún sé sýnd. Nú geta þeir litið á þetta sem bernskubrek sem hægt er að hafa gaman af.“ Miðasala er þegar hafin á sýninguna og kostar 1.000 krónur og gildir hér orðtakið fyrstir koma fyrstir sjá. Hægt er að nálgast miða í Bíó Paradís og á midi.is. - sm Goðsagnakennd Mínusmynd sýnd á ný Í ARNARHREIÐRINU Grímur Þórðarson, umsjónar- maður Arnarhreiðursins, ásamt Frosta Runólfssyni og Haraldi Sigurjónssyni, leikstjórum heimildarmyndarinn- ar um Mínus. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Guðmundur Gunnarsson Starf: Sjónvarpsmaður og kynnir í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Aldur: 34 ára. Fjölskylda: Ég er í sambúð með Kristjönu Millu og á eitt barn. Búseta: Kópavogur. Stjörnumerki: Oftast er ég vog, en stundum er ég meyja. Guðmundur verður kynnir í Söngva- keppni Sjónvarpsins á móti Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. „Þessi stormur í kringum bókina er nýr og góður kafli í lífi konungs- ins. Það kæmi mér ekki á óvart ef Karl Gústaf verði laus og liðugur áður en langt um líður,“ segir Sig- ríður Klingenberg spámiðill. Allt fór á hvolf í Svíþjóð í vikunni þegar upplýst var um svall Karls Gústafs Svíakonungs og framhjá- höld í nýrri bók. „Silvía drottning er glæsileg kona en þau eru bara of ólík til að geta verið saman. Það er mín skoðun og ég held að þau séu bæði komin á ákveðinn vendipunkt í sínu lífi. Ég held að maður eigi samt að taka öllum þessum sögum sem koma fram í bókinni með fyrir- vara,“ segir Sigríður Klingenberg enn fremur, en hún átti góðar stundir með Karli Gústaf þegar hann var staddur hér á landi í ágúst við veiðar með góðum hópi manna. Meðal annars spáði hún fyrir kon- ungi og var með honum í einkateiti á skemmtistaðnum Austur. „Konungurinn er með mjög góð- leg augu og það sá til dæmis aldrei á honum vín. Vinkona mín hringdi í mig í vikunni og sagði mér frá að ég hafði rétt fyrir mér, Svíakon- ungur er kominn inn á nýjan kafla í sínu lífi,“ segir Sigríður. Bókin sem um ræðir er ekki skrifuð með samþykki Karls Gústafs og lýsir honum sem partíljóni og kvenna- manni miklum. Meðal annars eru frásagnir af kynlífspartíum þar sem konur voru beinlínis fluttar á milli til að halda konungi og vinum hans félagsskap. En koma þessar lýsingar af Karli Gústaf Svíakonungi Sig- ríði á óvart eftir að hafa eytt með honum dágóðum tíma? „Ég má ekki tjá mig mikið um þetta enda er það ekkert sérstaklega smart. Ég get sagt að hann var prúður prins á SIGRÍÐUR KLINGENBERG: SVÍAKONUNGUR VAR PRÚÐUR Á ÍSLANDI Nýtt og gott tímabil að hefjast í lífi Karls Gústavs meðan hann var hér en hann var líka hress og skemmtilegur, með mikinn húmor,“ segir Sigríður og bætir við að hún hafi ekkert nema gott um konunginn að segja. Sigríð- ur segir að hegðun Karls Gústafs á skemmtistaðnum Austur styðji ekki lýsingarnar af partílíferninu í bókinni. En mundi hún lýsa honum sem partíljóni? „Ja, annaðhvort ertu partíljón eða „partypooper“. Í þeim skiln- ingi var Karl Gústaf partíljón og hann sat með bros á vör og sama kampavínsglasið allan tímann. Það var fullt af konum þarna en hann var ekkert að gefa þeim neitt sér- stakt auga. Í mesta lagi kyssti hann sumar á handarbakið enda mikill séntilmaður,“ segir Sigríður og bætir við að hún finni til með kon- unginum. „Það eru ekki auðvelt hlutskipti að þurfa að vera settleg- ur allt þitt líf og vera undir vökul- um augum almennings allan sólar- hringinn.“ alfrun@frettabladid.is „KONUNGURINN ER MEÐ GÓÐLEG AUGU“ Það kæmi Sigríði Klingen- berg spámiðli ekki á óvart ef hjónaskilnaður myndi skekja sænsku konungs- fjölskylduna á næstunni en hún spáði fyrir Svíakon- ungi síðast þegar hann var hér á landi við veiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UPP AÐ ALTARINU Ný ljóðabók eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur, skyldueign einhleypra, kaldhæðinna, hamingju- samlega giftra og vitanlega allra rómantíkera. Fös 5.11. Kl. 20:00 6. sýn Lau 6.11. Kl. 20:00 7. sýn Fim 11.11. Kl. 20:00 8. sýn Fös 12.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Sun 21.11. Kl. 15:00 br. sýn.t. Lau 27.11. Kl. 20:00 Sun 28.11. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Sun 5.12. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 13:00 Lau 6.11. Kl. 15:00 Sun 7.11. Kl. 13:00 Sun 7.11. Kl. 15:00 Lau 13.11. Kl. 13:00 Lau 13.11. Kl. 15:00 Sun 14.11. Kl. 13:00 Sun 14.11. Kl. 15:00 Lau 20.11. Kl. 13:00 Lau 20.11. Kl. 15:00 Sun 21.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 15:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 15:00 100 sýn. Fös 5.11. Kl. 20:00 Lau 6.11. Kl. 20:00 Fim 11.11. Kl. 20:00 Fös 12.11. Kl. 20:00 Lau 13.11. Kl. 20:00 Fös 19.11. Kl. 20:00 Lau 20.11. Kl. 20:00 Fös 26.11. Kl. 20:00 Lau 27.11. Kl. 20:00 Fös 3.12. Kl. 20:00 Lau 4.12. Kl. 20:00 Sun 7.11. Kl. 19:00 Mið 10.11. Kl. 19:00 Sun 14.11. Kl. 19:00 Mið 24.11. Kl. 19:00 Aukas. Fim 25.11. Kl. 19:00 Aukas. Fös 10.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 11.12. Kl. 19:00 Aukas. Sun 12.12. Kl. 19:00 Aukas. Lau 13.11. Kl. 20:00 Fim 18.11. Kl. 20:00 Aukas. Fös 26.11. Kl. 20:00 Fim 2.12. Kl. 20:00 Aukas. Fös 3.12. Kl. 20:00 Ö U U U Finnski hesturinn (Stóra sviðið) Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Gerpla (Stóra sviðið) U Ö U Ö Ö Ö Ö Ö Ö U Lau 27.11. Kl. 13:00 Lau 27.11. Kl. 14:30 Sun 28.11. Kl. 11:00 Sun 28.11. Kl. 13:00 Sun 28.11. Kl. 14:30 Lau 4.12. Kl. 11:00 Lau 4.12. Kl. 13:00 Lau 4.12. Kl. 14:30 Sun 5.12. Kl. 11:00 Sun 5.12. Kl. 13:00 Sun 5.12. Kl. 14:30 Lau 11.12. Kl. 11:00 Lau 11.12. Kl. 13:00 Lau 11.12. Kl. 14:30 Sun 12.12. Kl. 11:00 Sun 12.12. Kl. 13:00 Sun 12.12. Kl. 14:30 Lau 18.12. Kl. 11:00 Lau 18.12. Kl. 13:00 Lau 18.12. Kl. 14:30 Sun 19.12. Kl. 11:00 Sun 19.12. Kl. 13:00 Sun 19.12. Kl. 14:30 Leitin að jólunum Ö Ö Ö Ö Ö U U U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö Ö U Ö Ö Ö U Ö U Ö U U U Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö Ö U U U U U U Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.