Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 94
62 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Helgi Valur Ásgeirsson
vill ögra fólki með sinni
þriðju plötu, Electric
Ladyboyland. Hann tekur
upp hanskann fyrir trans-
fólk og aðra sem hafa orðið
út undan í samfélaginu.
Þriðja plata tónlistarmannsins
Helga Vals, Electric Ladyboyland,
er komin út. Auk Helga kemur að
plötunni fjöldi reyndra tónlistar-
manna undir samnefnaranum The
Shemales, þar á meðal nokkrir
meðlimir Amiinu.
Fjölbreyttar lagasmíðar
Að sögn Helga var platan í þrjú
til fjögur ár í vinnslu. „Ég var í
rauninni að gera tvær plötur á
sama tíma. Svo var ég í meistara-
námi í blaða- og fréttamennsku
þannig að maður átti erfitt með
að einbeita sér að þessu. Þetta var
stórt verkefni og dýrt og rosalega
mikið af tónlistarmönnum að spila
með mér,“ segir Helgi, sem sendi
á síðasta ári frá sér rappplötuna
The Black Man is God, The White
Man is the Devil. Frumburður
hans, Demise of Faith, kom út
2005 eftir að hann sigraði í Trú-
badorakeppni Rásar 2. „Fyrsta
platan mín var nánast strípuð en
þetta er algjör andstæða henn-
ar,“ útskýrir hann og segist engan
áhuga hafa á að gera sömu plötuna
tvisvar. Í þetta sinn eru blásturs-
og strengjahljóðfæri áberandi og
fjölbreytnin er í fyrirrúmi í laga-
smíðunum.
Reynir að fanga kvenlegu eigin-
leikana í sér
Eiginkona Helga, Jóna Hildur Sig-
urðardóttir, hannaði hið ögrandi
umslag Electric Ladyboyland. Þar
stillir popparinn sér upp í þröng-
um, gylltum latexgalla. Helgi
hefur gaman af því að ögra fólki.
„Ég er að reyna að fá fólk til að
sætta sig við það sem er frábrugð-
ið í samfélaginu. Ég vil vekja upp
spurningar um kynímyndir og af
hverju það er í lagi fyrir konur
að gera út á kynlíf en ekki karl-
menn. Af hverju konur mega mála
sig en ekki karlmenn. Maður var
að taka upp hanskann fyrir svarta
manninn á síðustu plötu en nú er
það kannski „shemale-ið“, sem er
seinasti minnihlutahópurinn til
að vera viðurkenndur af samfé-
laginu,“ segir hann og á við trans-
fólk. „Annars er maður mest að
syngja um sjálfan sig. Þetta er
nokkurs konar sjálfshjálparplata
fyrir manneskjur sem passa ekki
alveg inn í samfélagið. Maður er
svolítið þannig. Maður er að reyna
að fanga kvenlegu eiginleikana í
sér.“
Tókst á við veikindi sín
Helgi átti í andlegum erfiðleik-
um eftir að hann lauk upptök-
um á plötunni og þurfti að leggj-
ast inn á geðdeild. Aðspurður
segir hann að álagið í kringum
plöturnar tvær og námið sem
hann var í á sama tíma hafi haft
þar sitt að segja. „Þetta er eitt-
hvað sem allir geta lent í, held ég,
og það eru ótrúlega margir sem
lenda í þessu, sérstaklega núna.“
Hann bætir við að tónlistarsköp-
unin hafi hjálpað sér við að kljást
við veikindin og hvetur jafnframt
þá sem eiga við andleg vandamál
að stríða að leita sér hjálpar eins
og hann gerði.
Eins og áður segir er hinn 31
árs gamli Helgi meistari í blaða-
og fréttamennsku og getur vel
hugsað sér að vinna við fjölmiðla í
framtíðinni. „Kannski maður fari
í það þegar maður er búinn með
þetta. Það var alltaf planið að gefa
út þrjár plötur. Maður er alla vega
búinn að ná takmarkinu sínu.“
Útgáfutónleikar Helga Vals eru
fyrirhugaðir 17. nóvember.
freyr@frettabladid.is
Sjálfshjálparplata fyrir
utangarðsfólk í samfélaginu
Leikarinn Sam Worthington vonar
að mistökin sem voru gerð í hasar-
myndinni Clash of the Titans verði
leiðrétt í framhaldinu sem er vænt-
anlegt. Hinn ástralski Worthington-
lék Perseus í fyrri myndinni. Hún
fékk slæma dóma gagnrýnenda, en
góða aðsókn eigi að síður. „Fyrri
myndin var rökkuð niður
en græddi samt hálfan
milljarð dollara. Þegar
við búum til næstu
mynd ætlum við að leið-
rétta mistökin úr þeirri
fyrri. Ég vil til
dæmis breyta Per-
seusi. Aðalstjarn-
an á ekki að vera
nauðasköllótt.“
Vill leiðrétta
mistökin
183.000 EINTÖK AF NÝJUSTU PLÖTU KINGS OF LEON , Come Around Sundown, seldust í Bretlandi í vikunni sem hún kom
út. Engin plata á árinu hefur selst jafn hratt.
ÖGRANDI Helgi Valur vill ögra fólki með sinni nýjustu plötu, Electric Ladyboyland.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Daniel Chartier áritar
The End of Iceland´s
Innocence í Bóka-
búð Máls og menn-
ingar milli kl. 14:00 og
15:00 á sunnudag.
BLÁI HRINGURINN
ALÞJÓÐADAGUR UM SYKURSÝKI
14.NÓVEMBER
KAUPUM HRINGINN
TIL STYRKTAR
SAMTÖKUM
SYKURSJÚKRA
FÆST Í ÖLLUM APÓTEKUM
Bíldshöfða - Sími 585 7220 - OPIÐ ALLA DAGA
12 ga – fyrir 25 skot.
Verð: 3.490
Riffilskot. Verð: 1.090 – 50 stk.
folk@frettabladid.is
Ég vil vekja upp
spurningar um
kynímyndir og af hverju það
er í lagi fyrir konur að gera út
á kynlíf en ekki karlmenn. Af
hverju konur mega mála sig
en ekki karlmenn.