Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 88
Steinunn er þekkt fyrir leikrit sitt um Guðríði Símonardóttur, eigin- konu Hallgríms og skáldsöguna Reisubók Guðríðar Símonardótt- ur. Hvað veldur þessum ofur- áhuga hennar á þeim hjónum? „Þetta er náttúrulega stórfeng- legt rannsóknarefni. Bæði þeirra persónulega saga og 17. öldin sem var lengi hornreka í rannsóknum sagnfræðinga. En síðustu tíu til fimmtán árin hafa nokkrir þeirra einbeitt sér að einstökum þáttum hennar, eins og Tyrkjaráninu og öðrum sjóránum, galdrafárinu og Stóradómi. Öll þessi sérstöku fyrirbæri mannlífsins á 17. öld koma við þeirra sögu. Fortíðin komin upp úr jörðinni Þú ert búin að skrifa bæði leikrit og skáldsögu um Guðríði Símon- ardóttur, konu Hallgríms, hvenær stal hann senunni? „Hallgrímur er seinni maður- inn hennar Guðríðar og það er þannig sem áhugi minn á hans persónu vaknar. Ég var að vinna að bók um samlíf þeirra og þegar ég fór að rýna í það birtist Hall- grímur í skáldskap sínum sem mjög góður pabbi. Þá vöknuðu spurningar um það hvaða atlæti hann sjálfur hefði búið við sem barn. Átti hann góðan pabba? Átti hann góðan afa? Hvers vegna skírir hann börnin sín nöfnum eins og Steinunn og Guðmund- ur? Ég fór norður til Hóla til að reyna að átta mig á Skagafirð- inum, átta mig á umhverfi hans í æsku, og varð bara algjörlega heilluð. Þá var kominn í gang þessi mikli fornleifauppgröftur á staðnum, fortíðin er beinlínis að koma upp úr jörðinni, meðal ann- ars prentsmiðjan og prenttólin, flísar úr kakelóni og brot af bús- áhöldum siðaskiptafólksins. Mér fannst það svo spennandi að með stuðningi fornleifanna væri hægt að fara að raða saman brotunum úr uppvexti Hallgríms.“ Alinn upp í bókakistu „Á Hólum var á þeim tíma annað stærsta þorp á Íslandi og þar var eina prentsmiðja landsins sem tryggði Hólamönnum algjör yfir- ráð yfir menntun landsmanna. Prentbyltingin festi sig í sessi í tíð Guðbrands biskups og með henni þekkingarbyltingin. Hall- grímur er alinn upp í stærstu bókakistu landsins. Hann er tal- inn fæddur á Höfðaströndinni en frá átta eða níu ára aldri býr hann með föður sínum á Hólum við fótskör lærðustu og menntuð- ustu manna á landinu, Guðbrands og Arngríms lærða, og þrátt fyrir fátæktina er hann í raun forréttindabarn. Eins og Margrét Eggertsdóttir bendir á í doktors- ritgerð sinni Barokkmeistarinn þá er Hallgrímur lært skáld. Hann er ekki bara góður hag- yrðingur heldur hámenntaður í skáldskap. Hann byggir á yfir- gripsmikilli þekkingu og leik- ur sér að forminu. Grettis saga og guðsorðið fylgja honum frá blautu barnsbeini. Og fyrir utan þá menntun sem honum stóð til boða í æsku lifði hann ótrúlega umbyltandi tíma, það var eng- inn skortur á stórtíðindum í upp- vexti hans. Mér virtist sem heim- anfylgja Hallgríms hlyti að hafa verið hreint mögnuð. Það er það sem ég reyni að koma til skila í þessari sögu.“ Þekkir bæði guð og menn Hvernig heldurðu að standi á þessum mikla áhuga sem þjóðin hefur á þeim hjónum Hallgrími og Guðríði? „Saga Guðríðar opnar nátt- úrulega glugga inn í framandi veröld, veröld múslima sem við erum rétt að byrja að geta kíkt inn í. Þar er uppspretta bæði fordóma og forvitni. Saga þeirra saman er passjóneruð ástarsaga eldri konu og yngri manns, bæði kitlandi og á ýmsan hátt óvenju- leg. Síðast en alls ekki síst er Hallgrímur náttúrulega ótrúlega frábært skáld, sem var um aldir helsti sálusorgari þjóðarinnar. Engu íslensku skáldi hefur verið reistur stærri minnisvarði. Hann talar enn þá inn í hjörtu manna af því að hann er jafn einlægur hvort sem hann yrkir um eigin tilfinningar, gleði og sorgir eða sinn ástkæra vin Jesú. Það er augljóst að hann þekkir hjarta mannsins ekki síður en Guð.“ fridrikab@frettabladid.is FORRÉTTINDI Í FÁTÆKT Hallgrímur ólst upp við fótskör lærðustu og menntuðustu manna á landinu, segir Steinunn Jóhannesdóttir og vísar þar til Guð- brands biskups og Arngríms lærða. Guðbrandsbiblían var eign tengdaforeldra hennar og hefur nýst vel við vinnslu Heimanfylgju. Heimanfylgja – Skáldsaga um uppvöxt Hallgríms Péturs- sonar er ný skáldsaga eftir Steinunni Jóhannesdóttur sem kemur út hjá JPV-útgáfu 10. nóvember. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÓDAUÐLEGT VERK um draum og veruleika, sjónleikur sem Áhugaleikhús atvinnumanna sýnir í Útgerð Hugmyndahúss háskólanna á sunnudag. Verkið er um draum og veruleika og gerist á huglægum stað handan tíma og rýmis. Verkið hefst klukkan 21 og er frítt inn. 56 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR menning@frettabladid.is Óðinsgötu 7 • 101 Reykjavík • www.norden.is Norrænn nóvember Norræna félagið á Íslandi stendur fyrir huggulegri dagskrá í haustmyrkrinu. Norræna bókasafnavikan fer fram dagana 8.-14. nóvember á bóka söfnum um allt land og í nágrannalöndunum. Lesnir verða upp textar út frá þemanu Norrænn töfraheimur og ýmis dagskráratriði því tengd verða í boði. Í ár verður Norrænu bókasafnsvikunni hleypt af stokkunum í Norræna húsinu sunnudaginn 7. nóvember kl 16.00 með veglegri dagskrá í boði Norræna félagsins og bókasafns Norræna hússins. Sá dagur markar jafn- framt lok norrænu listahátíðarinnar Ting í borginni. Þá mun Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona lesa erindi úr Völuspá, Randi Benedikte Brodersen dönskulektor les upp úr Skammerens datter eftir Lene Kaaberbøl og rithöfundrarnir Einar Már Guðmundsson og Andri Snær Magnason flytja sitt hvort erindið um fantasíur og töfra í bókmenntum. Léttar veitingar í boði og ókeypis aðgangur. Hádegissúpumenning. Á haustin er fátt notalegra en að orna sér við rjúkandi súpu í góðum félagsskap. Boðið verður upp á menningardagskrá í hádeginu þrjá fimmtudaga í nóvember, almenningi að kostnaðarlausu. Dagkráin hefst kl. 12. 11. nóvember: Dorthea Højgaard Dam er tónlistarkona sem hefur komið mikið fram með gítarinn sinn. Hún mun flytja gömul og ný færeysk lög fyrir gesti og gangandi. Borin verður fram ljúffeng rabarbarasúpa með færeysku sniði. 18. nóvember: Hvers vegna vekja fréttir af aðlinum svo mikla eftirtekt? Eyrún Ingadóttir leiðir létt spjall um konungsfjölskyldur á Norðurlöndunum og í Bretlandi og bryddað er upp á gömlum og nýjum sögusögnum. Eyrún var á sínum tíma kammerjómfrú Hins Konunglega Fjelags sem leystist upp sumarið 2008 eftir að félags- menn voru ítrekað hunsaðir þegar boðið var í konunglegar veislur. Á borðum verður ríkuleg rótarsúpa. 25. nóvember: Sönghópurinn Háværurnar flytur nokkur vel valin norræn lög. Háværurnar skipa Salka Rún Sigurðardóttir, Anna Sigga Skarphéðinsdóttir, Hulda Snorradóttir, Moa Guðjónsdóttir og Björg Birgisdóttir, sem allar eru nemendur við Söngskólann í Reykjavík. Í boði verður Hernekeitto sem er hefðbundin finnsk baunasúpa. Sænskunámskeið er fyrirhugað sem og tungumálakaffi en þá gefst fólki kostur á að setjast niður og tala saman á norðurlandamálunum yfir rjúkandi kaffibolla. Nánari upplýsingar verða sendar út á póstlista og munu birtast á heimasíðu Norræna félagsins. Jólasýning verður sett upp í lok nóvember af Helgu Vollertsen á skrifstofu Norræna félagsins en þema hennar er saga hátíðarinnar á Íslandi. GIUSEPPE VERDI ÓLAFUR KJARTAN SIGURÐARSON ÞÓRA EINARSDÓTTIR · JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON JÓHANN SMÁRI SÆVARSSON · SESSELJA KRISTJÁNSDÓTTIR BERGÞÓR PÁLSSON · KÓR OG HLJÓMSVEIT ÍSLENSKU ÓPERUNNAR LÝSING: PÁLL RAGNARSSON · BÚNINGAR: FILIPPÍA ELÍSDÓTTIR LEIKMYND: ÞÓRUNN SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR HLJÓMSVEITARSTJÓRI: DANÍEL BJARNASON · LEIKSTJÓRI: STEFÁN BALDURSSON RIGOLETTO Í kvöld 6. nóvember kl. 20 – UPPSELT Sunnud. 7. nóv. kl. 20 – UPPSELT Laugard. 13. nóv. kl. 20 – UPPSELT Sunnud. 14. nóv. kl. 20 – UPPSELT Föstud. 19. nóv. kl. 20 – LAUS SÆTI Sunnud. 21. nóv. kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI LAUS SÍÐUSTU SÝNINGAR! WWW.OPERA.IS SÍMI MIÐASÖLU 511 4200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.