Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 68
8 FERÐALÖG
G
ömlu bæirnir í Búdapest
eru í raun á þremur
stöðum, Obúda, Búda og
Pest. Hornfirðingurinn
Jón Gunnar Gunnarsson býr í borg-
inni og lýsir skoðunarverðum stöð-
um á eftirfarandi hátt: Búdakast-
ali (Budai Vár) er stein kumbaldi
sem var reistur á 13. öld. Hann var
skráður á Heimsminjaskrá SÞ árið
1987. Þar er Sögusafn Búdapest
hýst sem og þjóðarlistasafnið.
Matthíasarkirkja (Mátyás-templ-
om, eftir Matthíasi konungi á 15.
öld) er mest áberandi byggingin á
Búdahæðinni. Falleg bygging sem
Tyrkir breyttu í mosku meðan þeir
réðu hér ríkjum.
Undir kastalahverfinu eru um
10 km langir hellar og göng, nátt-
úrulegir hellar og gerðir af manna-
höndum. Í seinni heimsstyrjöldinni
var stór hluti hellanna útbúinn sem
loftvarnabyrgi og í einum hluta
byggður spítali.
Bergspítalinn (Sziklakórház
Múzeum) var tilbúinn snemma
1944 og kom að góðum notum eftir
loft árásir Bandaríkjamanna í maí
það ár, sem og í sókn Rússa og
aftur í uppreisninni 1956. Spítal-
inn var meðal annars með skurð-
stofu, og talinn geta sinnt og hýst
300 sjúklingum í einu en mun hafa,
er verst lét, sinnt 650-700 særðum.
Honum var lokað í júlí 1945. En í
kalda stríðinu var honum breytt
í „kjarnorkubyrgi“/spítala fyrir
ráðandi öfl og auðvitað var það allt
„top secret“. Fleiri hella má skoða
í borginni.
Gellért-hæð (Gellért-hegy) er
góður útsýnishóll yfir bæinn en
hún er suður af Kastalahæð. Þar er
enn fremur smávirki (Citadella) en
hæðin var eitt aðalvínræktarsvæði
Búda á 18. öld. Sagan segir að trú-
boðanum Gellért hafi verið steypt
í tunnu fram af klettunum. Neðar í
hæðinni er Hotel Gellért og býður
meðal annars upp á heilsulind.
Neðan við Kastalahæðina er 0km-
steinninn, þaðan eru fjarlægðir til/
frá Búdapest miðaðar.
Keðjubrúin (Széchenyi lánchíd)
yfir Dóná tengir Búda og Pest.
Gresham-höll (Gresham-palota
(hótel) og Vísindaakademían eru á
Roosevelt-torgi.
Þinghúsið (Országház) er mest
áberandi bygging Búdapest. Það
stendur við Dóná og nær 96 metra
hæð. Byrjað var reisa það á 1000 ára
afmæli ríkisins 1896. Um eitt þúsund
byggingamenn tóku þátt í að reisa
það og meðal annars byggingarefnis
eru um 40 kg af gulli. Það mun enn
vera stærsta bygging landsins.
Stefánsdómkirkjan er líka 96
metrar á hæð og var um hálfa öld
í byggingu. Þar má líka sjá hægri
hönd Stefáns konungs I. Sagt er að
byggingarnar séu jafnháar til að
móðga hvorki veraldlegt né andlegt
afl.
Váci-gata (Váci út) er verslunar-
göngugata er ferðamenn spranga
eftir.
Margrétareyja (Margit-sziget) er
stór eyja í Dóná, rétt ofan við þing-
húsið.
Óperan (Magyar Állami Opera-
ház og Hryllingshúsið (Terror Háza
Múzeum) eru við Andrássy-götu
(Andrássy út) sem endar á Hetju-
torginu (Hösök tere).
GAMLI BÆRINN Í BÚDAPEST
Keðjubrúin 202 m löng brú sem tengir borgarhlutana. NORDICPHOTOS/GETTY
Við Dóná Búda og Pest eru hvor sínum megin við ána. Handan hennar er þinghúsið. Það
tilheyrir Pest. NORDICPHOTOS/GETTY
... fyrir þær sem þora!