Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 32
32 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Mikið hefur verið rætt um
IPA-styrki ESB og deilt
um hvort Ísland sé í aðlög-
unar- eða umsóknarferli.
Fréttablaðið skoðaði gögn í
málinu og fékk skýringar frá
ESB og utanríkisráðuneyti.
Ekki verður annað séð en
að Alþingi hafi samþykkt
hugsanlega aðlögun vegna
umsóknarinnar, þótt ráðu-
neytið reikni ekki með slíku.
Alþingi ákvað einnig að
sækja ætti um styrki frá
ESB til þýðinga.
Evrópusambandið veitir hugsanleg-
um aðildarríkjum sínum fjárhags-
og sérfræðiaðstoð til að geta staðið
undir umsóknarferlinu og til að búa
ríkið undir aðild að bandalaginu.
Þessi aðstoð heitir IPA, Instrument
for Pre-accession Assistance.
Íslendingum býðst að þiggja
þessa styrki ásamt öðrum hugsan-
legum aðildarríkjum: Albaníu,
Bosníu og Hersegóvínu, Kósóvó,
Króatíu, Makedóníu, Svartfjalla-
landi og Tyrklandi. Mörg þessara
ríkja hafa raunar þegið styrkina
árum saman.
Áður höfðu álíka styrkir farið til
þeirra tólf landa sem gengu í sam-
bandið 2004 og 2007. En þegar að
því kom reyndust þessi lönd ekki öll
undirbúin fyrir aðild að ESB, þegar
þau gengu inn. Með IPA-fyrirkomu-
laginu, sem fest var í sessi 2006,
átti að koma í veg fyrir að slíkt end-
urtæki sig. Þetta mun hafa verið
hugsað með gagnkvæma hagsmuni
hugsanlegra aðildarríkja í huga
sem og ríkjanna sem fyrir voru í
sambandinu, þannig að innganga
nýrra ríkja skapaði ekki vandræði
fyrir þau. Styrkirnir eru nú hluti
stækkunar stefnu ESB og væru í
boði fyrir Norðmenn líka, ef þeir
myndu sækja um aðild. Styrkirnir
eru óaftur kræfir, hvort sem af aðild
verður eða ekki.
Styrkirnir eiga að aðstoða ríkin
við umbætur í stjórnmála- og efna-
hagslífi og á öðrum sviðum, kemur
fram á heimasíðu ESB:
„Þær umbætur sem nauðsynlegt
er að fari fram vegna aðildar að ESB
eru einnig til þess gerðar að bæta
líf borgaranna í ríkjunum sem njóta
góðs af styrkjunum. Lykil sjónarmið
aðstoðarinnar eru að styðja við
stjórnmálalegar um bætur, sér í lagi
stofnanauppbyggingu, að styrkja
landslög í sessi, mannréttindi, vernd
minnihlutahópa og þróun borgara-
legs samfélags.“
Andstæðingar ESB-aðildar á
Íslandi hafa líkt þessum greiðslum
við mútur, sem kunnugt er. Að ESB
vilji kaupa Íslendinga til aðildar.
„Sérlega ógeðfellt,“ sagði Ögmund-
ur Jónasson, núverandi dómsmála-
ráðherra, til að mynda í Frétta blað-
inu, eftir að heyrðist að Íslendingar
gætu sótt í þessa sjóði, og talaði
þar fyrir mörg skoðanasystkin sín.
Seinna líkti hann stöðu Íslendinga
við frumbyggja Norður-Ameríku í
Morgunblaðinu, svo frægt varð: „En
ekki mun standa á styrkveitingum
– svona rétt meðan verið er að tala
okkur til. Hið sama gæti hent okkur
og indíána í Norður-Ameríku. Þeir
töpuðu landinu en sátu uppi með
glerperlur og eldvatn.“
Aðildarandstæðingar segja aðild-
arferlið vera umfangsmeira en gefið
var til kynna þegar Alþingi sam-
þykkti að sækja um aðild. Þetta
sé aðlögun frekar en „könnunar-
viðræður“.
Afstaða ESB og stjórnsýslan
ESB vill að Ísland verði fullbúið til
að gangast undir þær skyldur og
njóta þeirra kosta sem fylgja því að
vera aðildarríki, til dæmis að það
geti tekið við og endurdreift styrkj-
um á réttan hátt, ef til þess kemur
að það verði hluti af sambandinu.
Þetta kallar á ákveðnar breytingar.
Staðlar ESB, til dæmis í stjórnsýslu,
eru aðrir en staðlar Íslands.
Timo Summa, sendiherra ESB
á Íslandi, segir í tölvuskeyti: „Ef
Ísland ákveður að gerast aðildarríki
þarf það að fara eftir lögum ESB frá
fyrsta degi aðildar á sama hátt og
önnur ESB-ríki, nema samkomulag
náist um sérstakar undanþágur í
aðildarviðræðum.“
Framkvæmdastjórn ESB hefur
samþykkt að Íslendingar fái IPA-
styrki og hefur verið miðað við 4,3
milljarða króna, litlu minna en nú
stendur til að skera niður í heilbrigð-
ismálum. En fyrst þarf að sækja um
styrkina og svo þurfa öll aðildar-
ríkin að samþykkja sameiginlega
áætlun Íslands og framkvæmda-
stjórnarinnar um í hvað styrkirnir
eiga að fara. Það gerist ekki fyrr en
í febrúar.
Utanríkisráðuneytið segir að
meginhluti aðstoðarinnar verði
nýttur í að styrkja íslenska stjórn-
sýslu, svo hún sé í stakk búin til að
takast á við aðild að ESB, en íslensk
stjórnsýsla þykir ekki sérlega burð-
ug um þessar mundir, eins og lesa
má í skýrslu rannsóknarnefnd-
ar Alþingis. Með styrkjum og sér-
fræðiaðstoð á meðal annars að
efla faglega áætlanagerð til lengri
tíma séð. Fram kemur í samnings-
ramma ESB og Íslands að íslensk
stjórnsýsla þurfi að starfa vel og
vera stöðug, byggð á skilvirku og
óhlutdrægu opinberu kerfi og sjálf-
stæðu og skilvirku dómskerfi. Þar
er og minnst á innlenda hagsmuna-
árekstra, en framkvæmdastjórn
ESB hefur gert þá að umræðuefni,
í ljósi smæðar íslenska kerfisins og
náinna tengsla viðskipta- og stjórn-
málalífs.
Dæmi um kostnaðarsöm verk-
efni sem fylgja viðræðunum eru
þýðingar. Styrkja á þýðingarmið-
stöð utanríkisráðuneytisins með
mannafla og tækjabúnaði og
koma á námi í túlkun, af og
á íslensku. Háskóli Íslands
hefði þar hönd í bagga en
þar á bæ hefur líka verið
rætt um að bjóða embættis-
mönnum upp á nám í stjórn-
kerfi ESB, til að búa þá undir
samningaviðræður.
Sérstaklega þarf að
undirbúa stjórnsýsluna
fyrir þátttöku í atvinnu-
og byggðaþróunarsjóði
ESB. Gera skal áætlun
um að styrkja verk-
efni á öllu landinu. Þá
á að undir búa þátttöku
í félags- og vinnu-
markaðssjóði ESB,
gera áætlun um að
styrkja verkefni til
að „efla íslenskan vinnumarkað
og vinna gegn atvinnuleysi“, segir
ráðuneytið. Í þessu felast ýmsar
aðgerðir til að draga úr brottfalli úr
skóla og mennta ófaglærða á vinnu-
markaði.
Þetta markmið byggir á yfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar í tengslum
við gerð kjarasamninga 2007, segir
ráðuneytið, enda sé leitast við að
tengja IPA-styrkina við „viðfangs-
efni og vandamál sem eru á döfinni
óháð ESB-aðild“.
Sérstaða Íslands
Þar sem Ísland hefur tekið þátt í
Evrópusamrunanum í sextán ár,
allt frá samþykkt EES, segja margir
að sömu viðmið þurfi ekki að gilda
um landið og gilda um ríki Austur-
Evrópu, Ísland þurfi ekki að sanna,
með sama hætti og þau, að það
geti staðið undir aðildinni. Frétta-
blaðið spurði Timo Summa sendi-
herra álits á þessu: „Staða Íslands
er vissulega ólík stöðu svokallaðra
„nýrra“ aðildar ríkja, þegar þau hófu
viðræður. Viðræðurnar taka mið af
aðstæðum hvers hugsanlegs aðildar-
ríkis fyrir sig, en markmiðið verður
að vera að hvert aðildarríki sé vel
undirbúið, daginn sem það gengur
í sambandið,“ segir Summa. Hann
bætir þó við að ná megi þessu mark-
miði á ýmsan hátt. Of snemmt sé að
segja hvenær gagnlegt verði fyrir
Ísland að taka ákveðin skref í undir-
búningi sínum fyrir aðild.
Aðlögunarferlið
Allir sem kynna sér upplýsingar
ESB um stækkunarmál geta séð
að sambandið veitir aðstoð til að
umsóknarríki geti tekið upp reglur
ESB. Því er ekki leynt að stuðning-
urinn miðar að samfélagslegum og
efnahagslegum breytingum og að
hraði umbóta sé nátengd-
ur hraða aðildar-
ferlisins. Utanríkis-
málanefnd Alþingis
var enda meðvituð
um að aðild-
arviðræð-
ur hefðu í
för með sér ákveðna aðlögun að
ESB, þegar hún ritaði álit vegna
umsóknarinnar.
Í álitinu segir að „sérstök áhersla
[sé] lögð á að ríki hafi í raun upp-
fyllt tiltekin viðmið varðandi hvern
og einn kafla áður en samningar
um þá eru opnaðir og einnig áður
en þeim er lokað. Í þessu felst að
sem minnst er gefið af frestum til
að uppfylla skilyrðin áður en köfl-
um er lokað heldur er þeim ekki
lokað fyrr en ákveðnum markmið-
um er náð í framkvæmd og með
innleiðingu löggjafar í viðkomandi
ríki. Slíkt er að sjálfsögðu óháð þeim
aðlögunartíma og undanþágum sem
kann að semjast um.“
Nema samið verði um annað
hefur Alþingi því samþykkt að hugs-
anlega þurfi að breyta lögum, áður
en aðildarsamningur verður lagð-
ur í þjóðaratkvæðagreiðslu, því það
verður ekki gert fyrr en allir kaflar
samningsins eru frágengnir.
Fram kemur í álitinu að meiri-
hlutinn sé ekki fullviss um hvernig
haldið yrði á þessum málum í tilviki
Íslands. Landið uppfylli líklega skil-
yrði sem tengjast EES og Schengen-
samstarfi og ætti því að sleppa við
mikla vinnu við greiningu á hvern-
ig löggjöf ESB og Íslands samræm-
ist á þeim sviðum. En annað gæti
gilt í fjölmörgum málum, svo sem
„landbúnaðar- og sjávarútvegsmál-
um, dóms- og innanríkismálum,
gjaldmiðilsmálum, skattamálum,
byggðamálum, tollamálum, utan-
ríkismálum, öryggis- og varnarmál-
um, fjárhagsmálefnum, stofnunum
og öðrum atriðum“, segir þar.
Utanríkisráðuneytið segir í
tölvuskeyti til blaðsins að vand séð
sé að forsendur séu fyrir ESB til
að „krefjast aðlögunar á löggjöf
á þeim sviðum sem eftir standa
áður en þjóðaratkvæðagreiðslan
fer fram“ heldur sé „ætlað að ítar-
legar og nákvæmar áætlanir um
aðgerðir muni verða fullnægjandi
til að loka köflum og klára aðildar-
samning“. Fyrirkomulag aðildar-
viðræðna skapi möguleika til þess
að skilyrði séu sett sem tefja opnun
og lokun kafla. Líkur á því minnki
eftir því sem viðræðurnar eru betur
undirbúnar.
Í fyrrgreindu áliti er tilgreint
að landslag ríkisfjármála gefi lítið
svigrúm til aukinna fjárútláta
vegna ESB-umsóknar. Búast megi
við að einstök ráðuneyti þurfi að
styrkja starfsemi sína tímabundið,
sérstaklega sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneyti og iðnaðarráðu-
neytið. Miðað er við að þetta kosti
minnst 100 milljónir. Annars stað-
ar segir að kostnaður utanríkisráðu-
neytis af umsókninni verði á þremur
árum 800 milljónir en að með hag-
ræðingu megi minnka hann talsvert.
Leiða má líkur að því að þörf fyrir
sérfræðiaðstoð sé nú meiri en þegar
Alþingi sótti um aðild, því Bænda-
samtökin hafa neitað að leggja til
aðstoð sína við ferlið.
Utanríkisráðuneytið bendir á að
IPA snúist að miklu leyti um sér-
fræðiaðstoð. Títtnefnt meirihluta-
álit gangi út frá því „að íslensk
stjórnvöld myndu hafa sér til halds
og trausts erlenda ráðgjafa sem
hafa reynslu á þessu sviði […] Af
þessu verður ekki annað ráðið en
að ljóst hafi verið að leitað yrði
eftir sérfræðiaðstoð erlendra aðila
í umsóknarferlinu og beinlínis til
þess ætlast“.
Í fylgiskjali með áliti utanríkis-
nefndar segir að leitað verði til ESB
um að styrkja þýðingarnar, en um
annað virðist gengið út frá því að
kostnaðurinn falli á íslenska skatt-
borgara. Það er pólitísk ákvörð-
un sem ráðherrar VG standa nú
frammi fyrir hvort þiggja skuli
þessa utanaðkomandi aðstoð.
Alþingi útilokaði ekki aðlögun
FRÉTTASKÝRING: Hvað felst í IPA-styrkjum ESB og aðildarviðræðum Íslands?
Klemens Ólafur
Þrastarson
klemens@frettabladid.is
IPA-styrkir eiga að auðvelda umsóknarríkjum samvinnu við ýmis verkefni, svo
sem milli sérfræðinga og opinberra starfsmanna. Meðal annars milli stofnana
umsóknarríkisins og evrópskra stofnana svo sem Endurreisnar- og þróunar-
banka Evrópu, Fjárfestingabanka Evrópu og Evrópska seðlabankans. Að bæta
eða mynda getu fjárhagsstofnana umsóknarríkisins.
IPA-styrkir eiga einnig að stuðla að umræðu í samfélaginu, sem er hluti af
áðurnefndu markmiði um þróun borgaralegs samfélags. Í því felst að stutt er
við frumkvæðisrétt almennra borgara (e: civic initiative). Einnig á að styrkja
fólk til að heimsækja stofnanir ESB til að bera saman bækurnar, auka þekk-
ingu og ræða um góðar venjur, væntanlega í stjórnsýslu. Þá er minnst á styrki
til borgaralegra samtaka. Heimild: Heimasíða ESB um stækkunarmál
Stuðla að samfélagslegri umræðu
Ákvörðun um IPA-styrki til landsins verður ekki tekin fyrr en í febrúar 2011,
en á yfirliti um IPA-styrki ESB vegna ársins 2010, á heimasíðu ESB um
stækkunarmál, er þegar minnst á Ísland einu sinni. Það er vegna upplýs-
inga- og samskiptaáætlunar ESB og segir þar að markmið styrksins sé að
auka vitund um kosti og áskoranir yfirstandandi stækkunar ESB gagnvart
ríkjum Balkanskaga, Tyrklandi og Íslandi, með því að gera helstu hagsmuna-
aðila, kynningaraðila og atvinnufólk í fjölmiðlun að þátttakendum í henni.
Einnig á að stuðla að samskiptum milli fólks, svo sem með ferðalögum.
Styrkina á að nota til að halda ráðstefnur, málstofur og námskeið.
Þessir styrkir eru hugsaðir fyrir fólk í núverandi aðildarríkjum, og er einnig
ætlað að byggja upp jákvæða ímynd „stækkunarríkja“ með menningar- eða
íþróttaviðburðum.
Með öðrum orðum er þetta styrkur til áhrifafólks innan núverandi
aðildarríkja, til að gera aðild umsóknarríkja eins og Íslands eftirsóknarverðari
í augum borgara ESB.
Heimild: Heimasíða ESB um stækkunarmál
Bæta ímynd umsóknarríkisins
Hvað segir ESB um IPA-styrkina?
AÐILDARUMSÓKN SAMÞYKKT Ísland tekur á ári hverju, og hefur tekið síðustu sextán ár, upp fjölmörg lög Evrópusambandsins í
gegnum EES og má því segja að landið sé í stöðugri aðlögun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
TIMO SUMMA