Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 67
FERÐALÖG 7
hótelherbergi með arinstæði. NORDICPHOTOS/GETTY
rótgrónar og haldið í heiðri um
allt Þýskaland með einstaklega
fallegum jólamörkuðum, jóla-
skraut er víða selt árið um kring
og fjárhús með Jesúbarninu,
Maríu, Jósef, kindum, ösnum og
vitringunum er til á nær hverju
heimili.
Skiljanlega er því um marga
jólalega staði að velja, eink-
um þær borgir sem enn státa
af gömlu byggingunum. Mið-
aldabærinn Rothenburg ob der
Tauber slær þær samt líklega
allar út, umhverfið er ólýsanlegt
enda gjarnan notað í kvikmynd-
ir, þýskar sem erlendar, og þar er
Kittý Kittý Bang Bang líklega ein
sú þekktasta. Rothenburg státar
af einni fallegustu jólaskrauts-
verslunum heims, með handgerð-
um hnotubrjótum, tréskrauti og
undursamlegum fjárhúsum.
Benda má á að næsta borg sunn-
an við Rothenburg er Dinkels-
bühl, afar jólaleg og minnir um
margt á Rothenburg.
Christkindl-markaðir, sem
haldnir eru víða um veröld í
dag, eiga uppruna sinn að rekja
til Þýskalands. Einn sá þekkt-
asti er hinn forni Christkindl-
markaðurinn í jólaborginni Nürn-
berg en hann sækja um tvær
milljónir manna á aðventunni.
Sérstaklega fallegan Christkindl-
markað er svo að finna í Regens-
burg en miðbærinn í Regensburg
er á heimsminjaskrá UNESCO.
Annar mjög þekktur jólamark-
aður í Þýskalandi er svo markaður-
inn á Gendarmenmarkt-torginu
í Berlín en torgið er jafnframt
talið eitt það fallegasta í allri
Evrópu. Torgið rekur sögu sína
til 17. aldar þegar hinn svokallaði
Linden-markaður var rekinn þar.
Berlín hefur einmitt notið mik-
illa vinsælda hjá Íslendingum yfir
aðventuna og seldist upp í pakka-
ferðir til borgar innar á þessum
árstíma á síðasta ári. - jma
AMSTERDAM UM JÓL
Holland er skemmtilegt land að heimsækja hvenær sem er ársins.
Á sumrin teygja marglitir túlípanaakrarnir sig svo langt sem augað
eygir og útikaffihúsin í Amsterdam iða af lífi. Amsterdam er þó ekki
síður falleg og skemmtileg borg á veturna.
Bogabrýrnar yfir síkin skipta tugum í borginni og eru flestar ljósum
skrýddar. Á aðventunni er því notalegt að ganga yfir síkin og leyfa
sér að villast um göturnar. Á torginu Museumplein er að finna
jólamarkað þar sem meðal annars er selt handverk og handunnar
jólavörur, auk þess sem torgið sjálft er ríkulega skreytt jólaljósum.
MYND/NORDIC PHOTOS/GETTY
NJÓTTU ÞESS AÐ FERÐAST
Á EINFALDAN HÁTT.
ÞÚ KEMST
ÞANGAÐ
MEÐ OKKUR! Áætlunarferðir Flugrútunnar
eru í tengslum við allar komur
og brottfarir flugvéla um
Keflavíkurflugvöll.
EX
PO
·
w
w
w
.e
xp
o
.is
www.flugrutan.is
Alltaf laus sæti
BSÍ - Umferðarmiðstöðin
101 Reykjavík
580 5400 Bókaðu núna í síma 580 5450Bókaðu núna á www.flugrutan.is
O
Gildir frá 31. október 2010 til 26. mars 2011.
Áætlun Flugrútunnar frá BSÍ
til Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. Sun.