Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 100
6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Fantasíur Kjarvals
Jón Engilberts
Gunnlaugur Blöndal
Málverk
óskast til kaups
Áhugasamir vinsamlegast sendi
upplýsingar á netfangið
thsteinn@simnet.is
Félagasamtök
Íþróttafélög
10. bekkjafélög
Mikið úrval af jóla pappír í
pökkum einnig krullubönd
jólakortum og pakkamiðum
Ertu í
fjáröflun?
Karton Ís Art ehf
S:565 1933
karton@karton.is
Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogur | Sími: 510 1400 | Fax: 510 1499 | www.vatnsvirkinn.is
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Söngkonan Christina Aguilera
vill ekki vera eftirbátur Britn-
ey Spears því hún er líka að und-
irbúa nýja plötu. Fyrr á þessu
ári gaf Aguilera út sína fjórðu
hljóðversplötu, Bionic, sem fékk
dræmar
viðtökur.
Innan við
milljón ein-
tök seldust,
sem er það
lélegasta á
ferli söng-
konunn-
ar. „Núna
langar mig
að kafa
dýpra og
meira í átt
að Stripp-
ed-plötunni
sem var
mjög per-
sónuleg og
innhverf,“ sagði Aguilera. Bionic
fór á toppinn í Bretlandi í sumar
en hún er eigi að síður minnst
selda platan í sögu breska vin-
sældalistans sem nær toppnum.
Ný plata frá
Aguilera
CHRISTINA AGUILERA
Aguilera er að undirbúa
nýja plötu, rétt eins og
Britney Spears.
Þorsteinn Joð Vilhjálmsson
skiptir yfir í handboltann.
Hann verður ekki í vand-
ræðum með að finna álits-
gjafa enda næstum annar
hver maður verið atvinnu-
maður í íþróttinni.
„Við erum neðarlega á öllum list-
um í heiminum nema í handbolta.
Þar erum við meðal þeirra bestu,“
segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson.
Hann mun stýra HM-stofu fyrir
heimsmeistaramótið í handbolta
sem fram fer í janúar á næsta ári
í Svíþjóð en keppnin verður að
þessu sinni á Stöð 2 Sport, ekki
RÚV eins og öll önnur stórmót
íslenska landsliðsins í handbolta.
Þorsteinn og félagar munu hita upp
fyrir keppnina í byrjun desember
þegar sýnt verður beint frá nokk-
urs konar Norðurlandamóti en
alvaran hefst svo þann 14. janúar
þegar Ísland mætir Ungverjalandi
í Norrköping.
Þorsteinn viðurkennir að það sé
vissulega himinn og haf milli vin-
sælda fótboltans og handboltans
á heimsvísu. „En þetta er þjóðar-
íþróttin okkar, ef það er eitthvað
sem sameinar þjóðina um eitt mál-
efni þá er það handboltinn. Þetta er
því stór íþrótt í huga Íslendinga,“
segir Þorsteinn. Að sögn Þorsteins
verður HM-stofan með svipuðum
hætti og fyrir stórmótin í fótbolta,
sérfræðingar munu mæta til leiks
og kryfja leikina og Þorsteinn ætti
ekki að vera í neinum vandræðum
með að finna gamlar kempur sem
þekkja leikinn út og inn.
Hins vegar vaknar óneitanlega
upp gamall kvíðadraugur þegar
ljóst er að tjalda á öllu til og gera
„strákunum okkar“ hátt undir
höfði. Því þegar væntingarnar hafa
verið miklar og Íslendingar hafa
ætlað að sigra heiminn í parketlögð-
um íþróttahöllum hefur niðurstað-
an oftar en ekki valdið vonbrigðum.
„Ég er ekkert mikið að hugsa um
það. Og ég held að það skipti engu
máli hvort væntingarnar séu mikl-
ar eða litlar, það er dauður maður
sem hefur ekki gaman af því að
horfa á HM í handbolta í janúar.“
freyrgigja@frettabladid.is
Handboltinn er
þjóðaríþróttin
VÆNTINGAR SKIPTA ENGU Þorsteinn Joð stjórnar HM-stofu fyrir HM í handbolta sem
fram fer í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Leikkonan Jessica Alba vill ekki
yfirgefa dóttur sína, Honor Marie,
til að leika í kvikmynd nema hún sé
handviss um að myndin verði góð.
Alba á hina tveggja ára dóttur með
eiginmanni sínum Cash Warren.
„Tíminn sem ég er ekki með dótt-
ur minni þarf að vera þess virði.
Þess vegna sagði ég við umboðs-
menn mína eftir að ég byrjaði aftur
að leika: Þetta snýst allt um góðan
leikstjóra,“ sagði Alba. Næst leikur
hún í gamanmyndinni Little Fock-
ers á móti Ben Stiller og Robert
De Niro. „Ég er feimin. Ég vil ekki
vera miðpunktur athyglinnar. En
þegar ég leik í gamanmyndum losa
ég um allar hömlur og mér verður
alveg sama.“
Hin 29 ára Alba segist jafnframt
eiga auðveldara með að taka gagn-
rýni eftir því sem hún eldist. „Ég
var alltaf mjög hrædd við gagn-
rýni. Alltaf þegar ég var gagn-
rýnd tók ég því mjög persónulega
en núna finnst mér þetta ekkert
vandamál.“
Nýjasta mynd Alba er hasar-
myndin blóðuga, Machete, þar sem
leikstjórinn er Robert Rodriguez,
sami maður og leikstýrði henni í
Sin City.
Dóttirin í forgang
MEÐ DÓTTURINNI Alba vill ekki yfirgefa
dóttur sína nema ærin ástæða sé til.