Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 38
38 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Að brosa er fólki nauðsynlegt sem lifir og hrærist í kast-
ljósi fjölmiðla enda er stund-
um sagt að ekki þurfi nema eitt
stykki vandað eintak af brosi
til sigra heiminn. Hólmfríður
Karlsdóttir er lýsandi dæmi
um það. Sennilega verður langt
þangað til annað eins bros muni
lifa með þjóðinni. Heiðar snyrt-
ir tók sem dæmi að á meðan
bros Unnar Birnu Vilhjálms-
dóttir bræddi þá hlýjaði bros
Hólmfríðar.
Í öðru sæti yfir bestu brosin
var borgarstjórinn Jón Gnarr og
var einkum nefnt til sögunnar að
heillandi væri hversu ósymmetrískt brosið
væri, einlægt og strákslegt. „Hann brosir oft
út í hægra munnvikið sem gefur vísbendingu
um að hann sé stundum í tómum vandræð-
um en hann meini ákaflega vel með öllu sem
hann gerir,“ sagði einn viðmælandi blaðsins.
Anna Rakel Róbertsdóttir,
fyrirsæta og hönnunarnemi,
og Helga Braga Jónsdóttir
leikkona vermdu báðar þriðja
sætið. Einum álitsgjafanum
varð að orði að þrátt fyrir að
Anna Rakel hefði „auglýst
vörur og þjónustu með brosinu
sínu í meira en áratug þætti
manni það bara vera vika“.
Úr umsögn álitsgjafa:
„Það er varla til annað eins
„V“ og hjartalaga bros í
heimi.“
„Hún brosti með öllum
kroppnum!“
„Gegnum árin hefur það ekkert breyst,
Hólmfríður Karlsdóttir er með besta bros
allra tíma, stirnir á tennurnar án þess að
photoshop komi við sögu, enda byrjaði Hófí
að brosa löngu áður en photoshop kom á
markað.“
R
úmlega þrjátíu manns, allt fólk sem á einhvern hátt hefur
starfað í kringum hinar svokölluðu opinberu persónur,
tilnefndu nokkra Íslendinga sem að þeirra mati státa af
frábærasta hárinu, besta brosinu og undursamlegasta
augnatillitinu. Þrátt fyrir að margir hafi verið nefndir til
sögunnar voru nokkrir sem sköruðu afgerandi fram úr.
Frábært hár og besta brosið
Um miðjan mánuðinn eru 25 ár liðin frá því að Hólmfríður Karlsdóttir
var kjörin ungfrú Heimur. Af því tilefni fékk Júlía Margrét Alexand-
ersdóttir fjölda fólks til að velja frábært hár, besta brosið og undur-
samleg augnatillit Íslendinga.
FRAMBÆRILEGASTI ÍSLENDINGURINN? Hár Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, augnaráð Hilmis Snæs Gíslasonar leikara og bros
Hólmfríðar Karlsdóttur. SAMSETT MYND/RÓSA
Agnes Amalía Kristjónsdóttir,
sópran söngkona og leikfimikennari
Andrés Jónsson almannatengill
Andri Ólafsson fréttamaður
Ása Ottesen tískubloggari
Ágústa Johnson framkvæmdastjóri
Ásta Andrésdóttir blaðamaður
Bergþóra Magnúsdóttir,
búningahönnuður og nemi í
grafískri hönnun
Björn Leifsson framkvæmdastjóri
Björn Sveinbjörnsson fram-
kvæmdastjóri
Brynhildur Stefánía Jakobsdóttir,
framkvæmdastjóri og snyrtifræð-
ingur
Díana Bjarnadóttir blaðamaður
Dröfn Ösp Snorradóttir Rozas „DD
Unit“ tískubloggari
Elín Albertsdóttir ritstjóri
Elín Arnardóttir ritstjóri
Elínrós Líndal forstjóri
Gísli Marteinn Baldursson borgar-
fulltrúi
Guðný Þórarinsdóttir prentsmiður
Gullveig Theresa Sæmundsdóttir,
fyrrverandi ritstjóri
Gunnar Þór Nilsen Andrésson
ljósmyndari
Halldór Högurður, skaupskrifari og
þúsundþjalasmiður
Heiðar Jónsson snyrtir
Hermann Gunnarsson fjölmiðla-
maður
Jóhannes Kjartansson, grafískur
hönnuður
Kolbrún Pálína Helgadóttir ritstjóri
Kristján Þorvaldsson blaðamaður
og fyrrverandi ritstjóri
María Guðrún Rúnarsd. ljósmyndari
Óli Hjörtur Ólafsson kvikmynda-
gerðarmaður
Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri
Sigríður Arnardóttir, „Sirrý“, fjöl-
miðlakona
Þóra Sigurðardóttir rithöfundur
Þórunn Högnadóttir stílisti og
blaðamaður
Hár Ólafs Ragnars Gríms-sonar, forseta Íslands, hefur
verið eitt af hans aðalsmerkjum
alla tíð og allir þeir sem reyna að
herma eftir honum verða að hafa
hárkollu sér til halds og trausts,
annars er Ólafur Ragnar ekki
Ólafur Ragnar. Hár hans þótti
fallegt, „þjóðlegt“ eins og einn
orðaði það, og sóma sér vel á svo
hávöxnum manni. Hárið þykir
líka eldast vel og standa af
sér tískustrauma. Borgar-
fulltrúinn Dagur B. Egg-
ertsson sótti hart að
Ólafi Ragnari sem kemur
engum á óvart enda hár-
gerð þeirra beggja þannig,
þétt og mikil, að hárgreiðsl-
an stendur af sér veður
og vind.
Þriðja sætinu
deildu svo Edda
Andrésdótt-
ir fréttakona,
sem þykir hafa
þykkt hár með
góðum lit, og
Margrét Vil-
hjálmsdótt-
ir er fulltrúi
eldrauð-
hærðra og
skoraði hátt.
Úr umsögn álitsgjafa:
„Herra forseti, Ólafur Ragnar
Grímsson, hefur sveiflu og sveip
sem er ómótstæðilegur dúett.
Hárið lifir af 10 metra á sekúndu,
hellidembu, 30 stiga hita á megin-
landinu svo ekki sé minnst á allar
tískusveiflurnar sem hárgreiðslan
hefur staðið af sér með glans. Klár-
lega frábærasta hár Íslands.“
„Hárið á Ólafi Ragnari er
sennilega einstakt í Íslands-
sögunni og muna lifa með
þjóðinni um ókomna tíð,
án gríns. Það er mér mikil
ráðgáta hvernig hann nær
fram þessari einstöku
skiptingu og lyftingu og það
er raunar ótrúlegt að engum
skuli hafa dottið í hug
að spyrja Ólaf;
hver er galdur-
inn á bak við
hárgreiðsuna?
Mér f innst
samt eins
og Dor r it
hafi tónað
greiðsluna
aðeins
niður.
Þessi voru líka nefnd: Ellý Ármanns blaðamaður. „Þykkt, náttúrulegt og vel
hirt hár.“ Fanney Ingvarsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning. „Með óvenju-
legan rauðan háralit. Sjaldan sem svona sítt hár er svona vel hirt. Hallgrímur
Helgason rithöfundur. „Eins frábært og hár getur verið má líka ekki gleyma
þeim karlmönnum sem eru þrungnir af testósteróni og fara í gegnum áratugina
á skallanum með góðum árangri. Hallgrímur Helgason gefur karlmönnum með
há kollvik von og sjálfsöryggi.“
■ ÁLITSGJAFAR VORU:
FRÁBÆRT HÁR
BESTA BROSIÐ
Þessi voru líka nefnd: Friðrika Hjördís Geirsdóttir sjónvarpskona. „Það er alltaf eins og hún sé að
sjá barnið sitt í fyrsta skipti þegar hún lætur skína í settið, svo innilegt er brosið.“ Hermann Gunn-
arsson fjölmiðlamaður. „Bros sem lifir af kreppu, hörmungar, hjartaáföll og skilar sér meira að segja
í gegnum útvarpið.“ Ragnheiður Ragnarsdóttir sundkona. „Með einstaklega fallegt bros og fallegar
tennur.“ Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikaranemi. „Stórt og fallegt bros sem hæfir leikara einkar
vel. Smitandi og sannfærandi.“
Hilmir Snær hefur túlkað fjölbreytta og
ólíka einstaklinga og beit-
ir augunum óspart til að ná
fram réttu hughrifunum.
Baráttan í þessum flokki
var ótrúlega hörð og réðst
ekki fyrr en með síðustu
atkvæðunum. Hilmir Snær
hafði yfirhöndina á loka-
metrunum með augnaráði
sem var lýst með ótal fjöl-
breyttum lýsingarorðum
svo sem seiðandi, krefj-
andi, spurult, djúpt, fag-
urt, viturt og nærgöngult.
Að Hilmi Snæ sótti nýjasta
stjarnan í sjónvarpsheimin-
um, María Sigrún Hilmars-
dóttir, en augnaráð hennar
þótti exótískt og dularfullt.
Vigdís Grímsdóttir og Páll Óskar Hjálm-
týsson veittu Maríu Sigrúnu harða sam-
keppni. „Eftirminnilegasta
augnaráð ævi minnar, ískalt
en samt svo innilegt,“ sagði
einn álitsgjafinn um augna-
ráð Vigdísar. „Kattarglyrn-
ur Páls Óskars eru sting-
andi hressar – gulltryggja
að fólk fari í stuð!“
Úr umsögn álitsgjafa:
„Kyntákn leikhúsheimsins
og fellur ekki af stalli sínum
þrátt fyrir ógrynni ungleik-
ara sem allir eru reyna að
feta í fótspor hans.“
„Ótrúlega ágengt augna-
ráð en samt svo blítt um leið.
Leikhúsgesti líður eins og
hann sé einn í salnum með
honum.“
„Getur fengið hvaða
íspinna sem er til að kikna í hnjánum með
augnaráðinu einu saman.“
UNDURSAMLEGASTA AUGNARÁÐIÐ
Þessi voru líka nefnd: Ástþór Magnússon. „Ekki áttum við bestu bankamennina og ekki varð ten-
órinn okkar jafn merkilegur eftir tilkomu Google – en við eigum einn sem er bestur í heimi, Ástþór
Magnússon er með undursamlegasta augnaráð í heimi, ég geri orð Siggu Beinteins að mínum og
segi: „Þú gleymir aldrei þessum augum, þau skjóta rótum inni í þér um leið.“ Tinna Bergs fyrirsæta.
„Ótrúlegt augnaráð, grípandi og seiðandi í senn.“ Sirrý Geirsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning.
„Eitthvað svo fallega íslenskt, dreymandi og leyndardómsfullt.“