Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 22
22 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Fyrir hálfum öðrum áratug stóð heimsbyggðin frammi fyrir voðaverkum á Balkanskaga. Myndir birtust af grindhoruðum föngum í Bosníu og skýrt var frá skipulögðum hópnauðgunum. Heimurinn sagði: við sátum þegj- andi hjá Helförinni – slíkt gerist ekki meir. Um svipað leyti voru voðaverk framin í Afríkuríkinu Rúanda, þar sem gerð var tilraun til að útrýma minnihlutahóp Tútsa. Heimurinn hreyfði hvorki legg né lið en þegar líkin höfðu verið talin var viðkvæðið enn: Og þetta aldrei aftur. Þjóðarmorðingjarnir í Rúanda flúðu inn í Kongó og ekki leið á löngu þar til það land logaði í átök- um. Um tíma herjuðu átta innrás- arherir Afríkuríkja á Kongóbúa. Lítið lát hefur orðið á þeim átök- um og fimm og hálf milljón hefur látið lífið og tvö til fimm hundruð þúsund hefur verið nauðgað. Heimurinn sagði ekki meir í Bosníu, en efndir hafa verið litl- ar. Álíka fjöldi hefur látið lífið í Kongó og búa í Danmörku en samt hefur verið látið nægja að senda tiltölulega fámennar sveitir frá vanþróuðum ríkjum undir fána Sameinuðu þjóðanna til landsins. Þó var þess minnst á dögunum að áratugur er liðinn frá því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1325 til höf- uðs kynferðislegu ofbeldi í hern- aði. Vesturlönd börðust fyrir sam- þykki þeirrar ályktunar en hafa hins vegar verið ófáanleg til að að leggja friðargæslu það lið sem nauðsynlegt er í Kongó sem ann- ars staðar. Vesturlönd hafa gagn- rýnt friðargæsluliða frá þriðja heims ríkjum réttilega fyrir að þess eru dæmi að varðmenn frið- arins hafi sjálfir gerst sekir um kynferðislegt ofbeldi gagnvart þeim sem þeir áttu að vernda. Friðargæsluliðið í Kongó reynd- ist heldur ekki hafa bolmagn til að stöðva öldu kynferðislegs ofbeldis þegar nærri þrjú hundruð – bæði konum og körlum var nauðgað á dögunum, ekki allfjarri stöðvum liðsins í austurhluta landsins. Samkvæmt umboði Öryggis- ráðsins ber friðargæsluliðinu að efla stjórnarher Kongó. Margot Wallström, sérstakur erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um ofbeldi gegn konum, komst hins vegar að því nýlega í Kongó að stjórn- arherinn gerist ekki síður sekur um kynferðislegt ofbeldi en upp- reisnarmenn og landflótta Hútúar frá Rúanda. Þetta eru óþægilegar staðreynd- ir fyrir Vesturlandabúa, sem ekki hafa verið sparir á að senda lið til að skakka leikinn í olíuauðugum ríkjum Miðausturlanda, en eru ófáanlegir til að ljá máls á aðgerð- um til að hrinda ályktun 1325 í framkvæmd. Það er því ekki nema von að sænskir kvikmyndagerðarmenn, sem fjallað hafa um nauðganir sem vopn í stríði, hafi komist að þeirri niðurstöðu að í Kongó ríki í raun stríð gegn konum. Sameinuðu þjóðirnar á Íslandi og félög tengd þeim munu í vetur gangast fyrir kvikmynda- sýningum um alþjóðamál sem eru í deiglunni í samvinnu við Bíó Paradís í Reykjavík. Það er við hæfi að fyrsta myndin sem sýnd verður 8. nóvember, er ein- mitt afrakstur starfs hinna fyrr- nefndu sænsku kvikmyndagerðar- manna um stríðið gegn konum og sameiginlega reynslu kvenna í Kongó og Bosníu. Að lokinni sýn- ingu munu sérfræðingar reyna að svara þeim spurningum sem kvik- myndin vekur. Hvort þeim verður svara auðið, verður að koma í ljós, því eins og kongóski læknirinn og handhafi mannréttindaverðlauna Samein- uðu þjóðanna Denis Mukwege orðar það í myndinni: þá eru engin orð til sem geta lýst þeim hryll- ingi sem kongóskar konur hafa gengið í gegnum í þessu mann- skæðasta stríði sem háð hefur verið í heiminum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Það stríð verður seint stöðvað ef þagnarmúrinn verður ekki rof- inn og sýning kvikmyndarinnar Stríðið gegn konum er lítið skref í þá átt. Stríðið gegn konum sem gleymdist að segja ykkur frá Mjólk og fitusýrur Nýlokið er mjólkurdegi en þá var skólabörnum gefin léttmjólk. Í skólum og leikskól- um þar sem ég þekki til er létt- mjólk og léttu viðbiti haldið að börnunum. Kálf- ar sem aldir eru á vítamínbættu fóðri verða kviðsíðir og slappir í saman- burði við kálfa sem ganga undir mæðr- um sínum og verða spengilegir og fjör- ugir. Hluti skýringar- innar á þessum mun er CLA (Conjugated linoleic acid), olía sem finnst einkum í mjólkurfitu og kjöti jórturdýra sem bíta gras. Fjöldi rannsókna á mönnum hefur sýnt fram á ágæti CLA, einnig sem forvarn- ar gegn krabbameini og sykursýki. Hægt er að kaupa CLA í pillum og fæðubótarefnum en ekki er víst að þar séu náttúruleg hlut- föll af þeim ísómer- formum sem til eru af CLA. Sama á við um aðrar ómettaðar fitusýrur, sem í náttúrunni finnast flestar á cis-ísómer formi. Við iðnaðarherðingu á olíum (smjörlíki og djúpsteikingar- feiti) myndast jafnt af cis- og trans-fitusýrum. Transfitusýr- ur valda óæskilegri fitusöfn- un, eru áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma og taldar ein skýringin á þeim faraldri þeirra sem gekk yfir síðustu kynslóðir. Þær eru einnig taldar ein skýringin á þeim offitufaraldri sem geisar í t.d. Bandaríkjun- um. Mest er af CLA í mjólk kúa sem bíta gras en lítið hjá þeim sem aldar eru á korni/kjarnfóðri eins og algengast er orðið í Bandaríkjun- um í dag. Þar er nú reynt að draga í land með þessa þróun og eins eru víða transfitur bannaðar eða skylda að geta um magn þeirra í matvælum. Því er mikilvægt að standa vörð um náttúrulega landbún- aðarhætti og íslenskt kúakyn sem hefur aðlagast aðstæðum hér og gefur af sér úrvals afurðir. Börn eiga að fá að njóta þess CLA sem væntanlega er enn í íslenskri mjólk, en þeim á að halda frá smjörlíkisneyslu. Opinberir íslensk- ir næringarráðgjafar hafa mælt með létt- mjólk og smjörlíkis- neyslu umfram nátt- úrulega fitu. Hef ég ekki heyrt þá draga í land með það, hvað þá biðjast afsökunar á þeim skaða sem líklegt er að það hafi valdið. Er ekki kominn tími til að þeir standi fyrir máli sínu? Mjólk Þorvaldur Gunnlaugsson náttúrufræðingur Íslenskir næringarráð- gjafar hafa mælt með léttmjólk og smjör- líkisneyslu umfram náttúrulega fitu. Er ekki kominn tími til að þeir standi fyrir máli sínu? Mannréttindi Árni Snævarr upplýsingafulltrúi hjá Sameinuðu þjóðunum Það stríð verður seint stöðvað ef þagnar- múrinn verður ekki rofinn og sýning kvikmyndarinnar Stríðið gegn konum er lítið skref í þá átt. Viðskiptavinum með lán í íslenskum krónum hjá Landsbankanum stendur til boða að lengja lánstíma eða breyta greiðslum í jafnar greiðslur og lækka þannig mánaðarlega greiðslubyrði sína til lengri tíma. LAUSNIR FYRIR HEIMILI | landsbankinn.is | 410 4000 Við tökum vel á móti þér um land allt. Léttari greiðslur - til lengri tíma Lenging lánstíma · Upphaflegur lánstími íbúða- og fasteignalána lengdur í allt að 40 ár · Upphaflegur lánstími annarra lána lengdur í allt að 15 ár · Fyrir alla sem vilja lækka greiðslubyrði sína Breyta í jafngreiðslulán · Greiðslum af láni er haldið jöfnum út lánstímann að viðbættum verðbótum · Fyrir þá sem eru með lán með jöfnum afborgunum N B I h f. ( L a n d s b a n k in n ), k t . 4 7 1 0 0 8 - 0 2 8 0 . E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 2 8 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.