Fréttablaðið - 06.11.2010, Blaðsíða 74
42 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
A
uðvitað er ég er
mjög ánægður með
að við skulum vera
að opna núna, því
þetta hefur tekið
dágóðan tíma. Fyrir
tveimur árum vorum við einung-
is sjö eða átta vikum frá opnun
þegar allt hrundi. Félagið sem var
að byggja húsið, Nýsir, fór á haus-
inn og Landsbankinn tók það yfir,
og samningar við Landsbankann
tóku töluverðan tíma. En svo fór
þetta aftur af stað í vor og hefur
í raun tekið okkur um hálft ár að
klára það sem hefði bara tekið tvo
mánuði þegar allt var í blóma,“
segir Árni Samúelsson, sem lengi
hefur verið kallaður bíókóngur
Íslands.
Sambíóin opnuðu í gær spánnýtt
bíóhús í Egilshöllinni og telur Árni
það vera í hópi þeirra glæsilegustu
í Evrópu og jafnvel í gervöllum
heimi. „Þetta er að minnsta kosti
eitt það fullkomnasta og flottasta
bíó sem ég hef séð, og hef ég nú
séð þau mörg. Tjaldstærðin í sal 1
er 200 fermetrar, sem er á við góða
íbúð, og í sal 3 er tjaldið stærra
en gengur og gerist með stærstu
salina í flestum öðrum kvik-
myndahúsum í Reykjavík. Sætin
eru einnig þægileg og afar full-
komnar stafrænar þrívíddarvél-
ar í öllum sölum, sem hægt er að
stjórna hvaðan sem er í heiminum.
Segjum til dæmis að ég sé stadd-
ur í Los Angeles, eins og ég er oft,
þá gæti ég hæglega ýtt á takka og
þá kæmi hlé hér í Egilshöll,“ segir
Árni og hlær.
Bíóaðsókn eykst í kreppu
Tækninýjungar hafa haft í för með
sér miklar breytingar á afþreying-
ariðnaðinum og nú er svo komið að
flestir sem áhuga hafa geta halað
niður bíómyndum af internetinu á
fremur einfaldan hátt. Árni segir
þessa þróun síður en svo hafa haft
neikvæð áhrif á aðsókn í bíóhús, í
það minnsta hér á Íslandi.
„Íslendingar hafa alltaf farið
mikið í bíó og ég get nefnt sem
dæmi að síðasta ár var eitt það
besta sem við höfum upplifað
varðandi aðsókn. Sama má segja
um árið í ár. Það er reyndar gömul
og ný saga að þegar kreppur skella
á eykst aðsókn í kvikmyndahús að
sama skapi. Eins er með leikhús-
in, veitingastaðina og hljómleika.
Ég hef nú farið í gegnum þrjár
kreppur í þessum bransa, þótt
þessi sem nú stendur yfir sé vit-
anlega sú versta, og það hefur sýnt
sig að fólk þarf alltaf að lyfta sér
upp. Að fara í bíó er ódýr skemmt-
un og alveg dásamlegt hvað
Íslendingar hafa mikinn áhuga á
kvikmyndum,“ segir Árni.
Egilshöllin nýtt flaggskip
Árni segir fyrirtæki sitt standa á
tímamótum þessa dagana þar sem
kvikmyndahúsið í Egilshöll taki nú
við af Bíóhöllinni í Álfabakka sem
flaggskip Sambíóanna:
„Ég hef alltaf kosið að reka þetta
sem fjölskyldufyrirtæki því þannig
hefur það gefist best. Björn sonur
minn er sá færasti í hönnun kvik-
myndahúsa hér á landi og hefur
hannað bíóið í Egilshöll nánast frá
grunni. Alfreð sonur minn sér um
rekstur allra hinna bíóanna, hér
í Álfabakka, Kringlunni, Akur-
eyri, Selfossi og síðast en ekki síst
Keflavík, þar sem þetta byrjaði
nú allt saman. Afi Guðnýjar, kon-
unar minnar, opnaði bíó í Kefla-
vík árið 1945. Ég ætlaði aldrei að
verða viðriðinn þennan bransa en
það æxlaðist þannig að bróðir kon-
unnar minnar, sem átti að taka við
bíóinu í Keflavík, lést í umferðar-
slysi á Reykjanesbrautinni árið
1967. Þess vegna tók ég við og er
enn að, öllum þessum árum síðar.
Svona eru nú örlögin stundum.“
Hér á árum áður var Árni þekkt-
ur fyrir að vera með puttana í
öllum þáttum reksturs kvikmynda-
húsanna og vílaði ekki fyrir sér að
bregða sér bak við afgreiðsluborð
og skófla poppi í poka ef svo bar
undir. Hann viðurkennir fúslega
að hafa slakað örlítið á í vinnu eftir
því sem árin hafa liðið.
„Ég vinn hér daglega frá hádegi
og fram til fimm eða sex á daginn,
þá aðallega við að fylgjast með því
sem er að gerast. Horfa aðeins yfir
axlirnar á krökkunum,“ segir Árni
og skellir upp úr.
Á fyndnu fólki margt að þakka
Bíókóngurinn segist hafa verið
áhugamaður um kvikmynd-
ir alla tíð og hafi gaman af flest-
um tegundum bíómynda, þótt
grín- og hasar myndir séu í mestu
uppáhaldi.
„Ef ég ætti að nefna eina mynd
sem mér þykir einna vænst um
þá væri það líklega Rain Main
með þeim Dustin Hoffman og
Tom Cruise í aðalhlutverkum.
Um 80.000 manns sáu hana í bíó
hjá okkur á sínum tíma og hún er
ógurlega skemmtileg.“
Í gegnum tíðina hefur Árni
verið iðinn við að heimsækja
draumaborgina til að freista þess
að krækja fljótt í söluvænlegustu
kvikmyndirnar, eins og áður kom
fram.
„Skemmtilegast af öllu er þegar
myndir sem við búumst ekki við
of miklu af enda svo á því að raka
inn áhorfendum. Nýlegt dæmi um
slíkt er til dæmis myndin Dinner
for Schmucks með Steve Carell
og Paul Rudd. Paramount-fyrir-
tækið vildi helst ekki láta okkur
fá hana því hún hafði ekki verið
sýnd neins staðar í Evrópu og þótti
ekki vænleg til árangurs. En hvað
gerist svo? Yfir 12.000 manns hafa
þegar séð hana í bíó hér á Íslandi
og Paramount-menn skilja hvorki
upp né niður í þessu.“
Hann nefnir einnig myndina
Funny People II frá árinu 1983, en
í henni sýndi falin myndavél fólk í
hinum ýmsu kostulegu aðstæðum.
„Það eru líklega bestu kvikmynda-
kaup sem ég hef gert. Ég keypti
hana á 7.500 dollara og með fylgdi
myndbands- og sjónvarpsréttur, og
þegar sýningum lauk höfðu 52.000
manns séð hana í bíó. Það má segja
að Bíóhöllin í Álfabakka eigi Funny
People margt að þakka, því með
tekjunum af myndinni kláruðum
við afborganirnar af þessu húsi.“
Fylgir byggðinni
Þegar Árni opnaði Bíóhöllina í
Álfabakka árið 1982 var mynd-
bandsvæðingin að ryðja sér til
rúms hér á landi og margir spáðu
því að lítil framtíð væri í bíóbrans-
anum. Árni segir einnig marga
hafa verið hissa á þeirri ákvörðun
að byggja svo stórt hús í útjaðri
borgarinnar, en þá voru flest bíó-
húsin staðsett í miðbænum.
„Þá voru 20.000 manns í Breið-
holtinu og húsið varð strax mjög
vinsælt. Það má líkja því við það
sem við erum að gera í Egilshöll
núna. Það búa nú um 40.000 manns
í námunda við húsið í Grafarvogi,
Grafarholti, Mosfellsbæ og jafnvel
Akranesi, en núna tekur einungis
um 25 að keyra þaðan og niður í
Egilshöll. Byggðin færist sífellt
utar og við fylgjum henni,“ segir
Árni Samúelsson.
Fólk þarf alltaf að lyfta sér upp
Árni Samúelsson, sem gjarnan er nefndur bíókóngur Íslands, opnaði í gær nýtt kvikmyndahús í Egilshöll sem hann segir vera eitt
það glæsilegasta í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Kjartan Guðmundsson spjallaði við hann um nýja flaggskipið og fyndna fólkið.
ÞESSIR STÓRU „í gegnum ferðir mínar um heiminn vegna sambanda í kvikmyndaiðnaðinum hef ég hitt heilan helling af þessum frægustu leikurum. Einna best
kynntist ég Jon Voight, sem kom hingað til lands á okkar vegum árið 1990. Hann borðaði meðal annars íslenskar pönnukökur í eldhúsinu heima hjá okkur og talar
enn um það þegar við hittumst,“ segir Árni, sem hér sést ásamt téðum Voight árið 1990, með Guðnýju og John Travolta árið 1982 og Sylvester Stallone árið1983.
1982 BÍÓHÖLLIN 1987 BÍÓBORGIN 1996 KRINGLUBÍÓ 2004 SAMBÍÓIN SELFOSSI OPNA 2006 EGILSHÖLL - SKÓFLUSTUNGA
FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI „Þeir voru margir sem
vildu kaupa fyrirtækið af okkur fyrir nokkrum
árum þegar allt var í blússandi gangi, en við
vildum ekki selja,“ segir Árni Samúelsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM