Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 100

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 100
 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Fantasíur Kjarvals Jón Engilberts Gunnlaugur Blöndal Málverk óskast til kaups Áhugasamir vinsamlegast sendi upplýsingar á netfangið thsteinn@simnet.is Félagasamtök Íþróttafélög 10. bekkjafélög Mikið úrval af jóla pappír í pökkum einnig krullubönd jólakortum og pakkamiðum Ertu í fjáröflun? Karton Ís Art ehf S:565 1933 karton@karton.is Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogur | Sími: 510 1400 | Fax: 510 1499 | www.vatnsvirkinn.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Söngkonan Christina Aguilera vill ekki vera eftirbátur Britn- ey Spears því hún er líka að und- irbúa nýja plötu. Fyrr á þessu ári gaf Aguilera út sína fjórðu hljóðversplötu, Bionic, sem fékk dræmar viðtökur. Innan við milljón ein- tök seldust, sem er það lélegasta á ferli söng- konunn- ar. „Núna langar mig að kafa dýpra og meira í átt að Stripp- ed-plötunni sem var mjög per- sónuleg og innhverf,“ sagði Aguilera. Bionic fór á toppinn í Bretlandi í sumar en hún er eigi að síður minnst selda platan í sögu breska vin- sældalistans sem nær toppnum. Ný plata frá Aguilera CHRISTINA AGUILERA Aguilera er að undirbúa nýja plötu, rétt eins og Britney Spears. Þorsteinn Joð Vilhjálmsson skiptir yfir í handboltann. Hann verður ekki í vand- ræðum með að finna álits- gjafa enda næstum annar hver maður verið atvinnu- maður í íþróttinni. „Við erum neðarlega á öllum list- um í heiminum nema í handbolta. Þar erum við meðal þeirra bestu,“ segir Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Hann mun stýra HM-stofu fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem fram fer í janúar á næsta ári í Svíþjóð en keppnin verður að þessu sinni á Stöð 2 Sport, ekki RÚV eins og öll önnur stórmót íslenska landsliðsins í handbolta. Þorsteinn og félagar munu hita upp fyrir keppnina í byrjun desember þegar sýnt verður beint frá nokk- urs konar Norðurlandamóti en alvaran hefst svo þann 14. janúar þegar Ísland mætir Ungverjalandi í Norrköping. Þorsteinn viðurkennir að það sé vissulega himinn og haf milli vin- sælda fótboltans og handboltans á heimsvísu. „En þetta er þjóðar- íþróttin okkar, ef það er eitthvað sem sameinar þjóðina um eitt mál- efni þá er það handboltinn. Þetta er því stór íþrótt í huga Íslendinga,“ segir Þorsteinn. Að sögn Þorsteins verður HM-stofan með svipuðum hætti og fyrir stórmótin í fótbolta, sérfræðingar munu mæta til leiks og kryfja leikina og Þorsteinn ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að finna gamlar kempur sem þekkja leikinn út og inn. Hins vegar vaknar óneitanlega upp gamall kvíðadraugur þegar ljóst er að tjalda á öllu til og gera „strákunum okkar“ hátt undir höfði. Því þegar væntingarnar hafa verið miklar og Íslendingar hafa ætlað að sigra heiminn í parketlögð- um íþróttahöllum hefur niðurstað- an oftar en ekki valdið vonbrigðum. „Ég er ekkert mikið að hugsa um það. Og ég held að það skipti engu máli hvort væntingarnar séu mikl- ar eða litlar, það er dauður maður sem hefur ekki gaman af því að horfa á HM í handbolta í janúar.“ freyrgigja@frettabladid.is Handboltinn er þjóðaríþróttin VÆNTINGAR SKIPTA ENGU Þorsteinn Joð stjórnar HM-stofu fyrir HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Leikkonan Jessica Alba vill ekki yfirgefa dóttur sína, Honor Marie, til að leika í kvikmynd nema hún sé handviss um að myndin verði góð. Alba á hina tveggja ára dóttur með eiginmanni sínum Cash Warren. „Tíminn sem ég er ekki með dótt- ur minni þarf að vera þess virði. Þess vegna sagði ég við umboðs- menn mína eftir að ég byrjaði aftur að leika: Þetta snýst allt um góðan leikstjóra,“ sagði Alba. Næst leikur hún í gamanmyndinni Little Fock- ers á móti Ben Stiller og Robert De Niro. „Ég er feimin. Ég vil ekki vera miðpunktur athyglinnar. En þegar ég leik í gamanmyndum losa ég um allar hömlur og mér verður alveg sama.“ Hin 29 ára Alba segist jafnframt eiga auðveldara með að taka gagn- rýni eftir því sem hún eldist. „Ég var alltaf mjög hrædd við gagn- rýni. Alltaf þegar ég var gagn- rýnd tók ég því mjög persónulega en núna finnst mér þetta ekkert vandamál.“ Nýjasta mynd Alba er hasar- myndin blóðuga, Machete, þar sem leikstjórinn er Robert Rodriguez, sami maður og leikstýrði henni í Sin City. Dóttirin í forgang MEÐ DÓTTURINNI Alba vill ekki yfirgefa dóttur sína nema ærin ástæða sé til.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.