Fréttablaðið - 06.11.2010, Qupperneq 96
64 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR
Tónleikar ★★★★★
GRM
Austurbæ 4. nóvember 2010
„Megas, geturðu hjálpað mér
aðeins áður en ég hengi mig í
þessu?“ Þessi orð Gylfa Ægisson-
ar þegar hann var að vandræðast
með gítarólina gáfu tóninn fyrir
tónleika þeirra félaga ásamt Rún-
ari Þór Péturssyni í Austurbæ
á fimmtudagskvöldið. Þeir hóf-
ust með því að þeir þrír komu sér
fyrir á sviðinu með gítarana og
tóku nokkur lög án frekari undir-
leiks. Það var ljóst strax frá fyrstu
tónunum að þetta yrðu skemmti-
legir tónleikar. Stemningin var létt
og þremenningarnir reyttu af sér
brandarana, aðallega samt Gylfi.
Eftir Í sól og sumaryl og Stolt sigl-
ir fleyið mitt kom Jybbí jei sem
Gylfi söng að mestu og hafði breytt
nafni Stebba í laginu í Megas.
Samstarf þessara þriggja
alþýðutónlistarhetja hefði ein-
hvern tímann verið óhugsandi, en
í dag er það sjálfsagt og algerlega
að gera sig. Eftir nokkur lög kom
hljómsveitin inn á sviðið, gítarleik-
ari, bassaleikari og trommuleikari
og þá hækkaði styrkurinn og kraft-
urinn jókst. GRM tók lög eins og
Gígja, Sjúddírarí rei, Spáðu í mig
og Brotnar myndir við góðar und-
irtektir, enda salurinn greinilega
skipaður hörðum aðdáendum.
Eftir hlé var enn hækkað í græj-
unum og lög eins og Út á gólfið,
Reykjavíkurnætur, Við Birkiland
og Drottningin vonda voru keyrð
áfram í þéttum og kraftmiklum
rokkútgáfum. Mjög flott. Þegar
Minning um mann fékk að hljóma
og Megas hóf upp raust sína í öðru
erindinu fékk maður gæsahúð af
hrifningu. Fullkomið. Tæpum
tveim tímum og nítján lögum eftir
að tónleikarnir hófust töldu þeir
félagar í síðasta lagið, Lóa Lóa sem
lokaði flottri dagskrá. Eftir upp-
klapp kom svo Fatlafól, við mikinn
fögnuð tónleikagesta og svo Jybbí
jei aftur, nú í öflugri rokkkeyrslu.
Á heildina litið voru þetta frá-
bærir tónleikar. Hljómsveitin
stóð sig mjög vel. Það var smá hik
af og til á framlínumönnunum,
menn ekki alveg vissir hver ætti
að syngja næsta erindi og svona,
en það kom ekkert að sök. Það er
reyndar gaman að bera þessa tón-
leika saman við tónleika Megasar
á Listahátíð í sumar. Þar var horft
upp og allt straufínt. Sérskrifað-
ar framsæknar útsetningar og
sprenglærðir atvinnutónlistar-
menn. Athyglisvert, en virkaði ekk-
ert sérstaklega vel. Nú var farið í
hina áttina. Púkkað upp á gamla
neyslufélaga, veðraða knæpuspil-
ara og útjaskaða smellakónga og
viti menn. Svínvirkaði!
Það kom á óvart að þó að það
hafi verið nokkuð þéttskipað í
salnum var ekki uppselt. Þrátt
fyrir alla útvarpssmellina þá eru
GRM enn þá við jaðarinn. Fjöldinn
velur Frostrósir. En fjöldinn missti
af flottum tónleikum og frábærri
skemmtun!
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Gylfi Ægisson, Rúnar
Þór og Megas voru léttir og hressir og
fóru á kostum í Austurbæ á fimmu-
dagskvöldið.
Þrír saman, enn meira gaman
Í MIKLU STUÐI Rúnar Þór, Megas og Gylfi Ægisson reyttu af sér brandarana á sviðinu í Austurbæ á fimmtudagskvöldið. Þess á
milli fóru þeir á kostum með öll sín frægustu lög. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Tónlistarmennirnir og vinirnir
Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og
Megas stigu á svið í Austurbæ þar
sem þeir fluttu lög af plötu sinni
MS GRM.
Samvinna þessara þriggja lands-
þekktu, en í leiðinni gjörólíku
manna sem höfðu aldrei komið
fram saman á tónleikum fyrr,
tókst vel og svo virðist sem þetta
óvenjulega verkefni hafi gengið
fullkomlega upp. Þeir sungu mörg
af sínum vinsælustu lögum við
góðar undirtektir gesta.
Loksins
saman á
tónleikum
Andrea og Lilja Guðmundsdætur voru á meðal gesta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Þorsteinn og Sveinfríður hlustuðu á
Gylfa, Rúnar og Megas hefja upp raust
sína.
Þórarinn og Halldór Halldórssynir mættu
á tónleikana í Austurbæ.
Jóhanna Þórhallsdóttir og Óttar Guð-
mundsson litu inn.
1. Í sól og sumaryl
2. Stolt siglir fleyið mitt
3. Jybbí jei
4. 1.12.87
5. Jón á röltinu
6. Gígja
7. Sjúddírarí rei
8. Spáðu í mig
9. Brotnar myndir
10. Ábending
11. Leiðin undir regnbogann
-
12. Út á gólfið
13. Reykjavíkurnætur
14. Mærin í Smáralind
15. Minning um mann
16. Við Birkiland
17. Drottningin vonda
18. Rauða rauðka
19. Lóa Lóa
-
20. Fatlafól
21. Jybbí jei
LAGALISTINN
Ashtanga vinyasa yoga
byrjendanámskeið hefst 9. nóvember
Skráðu þig núna á yoga@yogashala.is
Yoga shala
Engjateig 5, 2. hæð, sími 553 0203, www.yogashala.is
reykjavík
Gleðidagar í CARAT
Smáralind
fimmtudag – sunnudags
20% afsláttur af öllum
skartgripum
Af hverjum 10 þúsund krónum gefum við
handsmíðaðan skartgrip í jólapakka
Fjölskylduhjálpar Íslands
Gullsmiðirnir í CARAT
Félagsfundur
Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu,
heldur félagsfund þriðjudaginn 9.nóvember
kl. 19.30 í félagsheimilinu, Hátúni 12
Fundarefni:
Kynning á fyrirhugaðri þjónustu- og
þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar.
Kaffiveitingar
Allir velkomnir
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN
Meiri Vísir.