Fréttablaðið - 06.11.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 06.11.2010, Síða 6
6 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR BÚRMA Allt netsamband við Búrma rofnaði í gær, þegar álagsárás á tölvukerfi landsins virtist ná hámarki. Tímasetning árásarinnar þykir engin tilviljun, en kosið er í landinu á morgun. Álagsárásir eru gerðar til að valda truflunum á netsambandi. Tölvuþrjótar nota þúsundir tölva víða um heim sem þeir hafa náð stjórn á til að fara inn á vefsvæði á sama tíma. Þoli vefsvæðið ekki álagið ná engar tölvur sambandi við það. Árásir á netkerfi Búrma hafa staðið yfir síðustu daga, en árásin náði áður óþekktum hæðum í gær. Álagið var marg- falt meira en það sem netþjónar í Búrma réðu við, og raunar meira en mælst hefur í sambærilegum árásum. Afleiðingarnar urðu þær að netsambandið rofnaði algerlega. Kosningar eru í Búrma á morg- un, þær fyrstu í tuttugu ár. Her- foringjastjórnin í landinu hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fyrirkomulags kosninganna. Í kosningum árið 1990 vann flokk- ur Aung San Suu Kyi stórsigur, en herforingjastjórnin neitaði að láta af völdum og hneppti Suu Kyi í stofufangelsi, sem hún situr í enn í dag. - bj Risavaxin tölvuárás gerð á Búrma í aðdraganda kosninga í landinu á sunnudag: Netsamband landsins rofið VARÐHALD Herforingjastjórnin í Búrma hefur haldið Aung San Suu Kyi í stofu- fangelsi undanfarin ár. NORDICPHOTOS/AFP Á að byggja nýtt hótel á Þing- völlum? Já 54,4% Nei 45,6% SPURNING DAGSINS Í DAG Hefur þú stutt við góðgerða- samtök á árinu? Segðu þína skoðun á visir.is Strandgata 11, Hafnarfjörður l Sími 512 3777 l www.kailash.is Kailash er ný verslun á Strandgötu 11 í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í andlegum vörum frá Tíbet og Nepal. Verslunin selur meðal annars Buddhastyttur, talnabönd, skartgripi, reykelsi, poncho, og margt fleira. Verið velkomin og að sjálfsögðu er alltaf heitt á tekatlinum. Verslunin er opin virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-14. Erum fluttar í miðbæinn Lára V. Júlíusdóttir hrl. Hulda Rós Rúríksdóttir hrl. Lögmenn Laugavegi 3 ehf. Nýtt símanúmer 5201050 Nýtt netfang LL3@LL3.is Fulltrúar: Íris Ösp Ingjaldsdóttir hdl. Íris Kristinsdóttir lögfræðingur DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið ákærður fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir fjölmörg brot. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa, í félagi við annan mann, brotist inn í verslun í Hafnarfirði á síðasta ári og stolið þaðan skart- gripum að verðmæti ríflega 2,2 milljónir króna. Þá er maðurinn ákærður fyrir líkamsárás. Mörg þjófnaðarbrot eru í ákærunni á hendur mannin- um. Þar á meðal er þjófnaður á far- tölvu úr skóla og tveimur kjötlær- um úr verslun í Reykjanesbæ. - jss Ákærður fyrir fjölda afbrota: Stal glingri fyrir tvær milljónir Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU KJÖRKASSINN EFNAHAGSMÁL Lækkun vaxta á fast- eignalánum niður í þrjú prósent er meðal þess sem sérfræðingahóp- ur undir forystu Sigurðar Snæv- arr, efnahagsráðgjafa forsætisráð- herra, hefur haft til skoðunar. Vextir á almennum lánum Íbúða- lánasjóðs eru í dag fimm prósent. Stefnt er að því að sérfræðinga- hópurinn kynni útreikninga sína og aðrar niðurstöður eftir helgina. Hópnum var falið að skoða til- teknar leiðir og tillögur sem komið hafa fram, reikna út kostnaðinn við þær og meta hvort og hve raunhæf- ar þær væru. Stjórnvöld hyggjast taka ákvarðanir um framhaldið á grundvelli niðurstaðnanna. Kemur jafnt til greina að fara einhverja tiltekna leið sem starfs- hópurinn fjallaði um, blanda leið- um saman eða finna enn aðrar. Flöt niðurfærsla skulda um 15,5 prósent er meðal þess sem hópnum var falið að skoða en forsætisráð- herra hefur þegar slegið þá leið út af borðinu. Áhrif hækkunar vaxtabóta voru líka metin og ýmsar útfærslur varðandi þær skoðaðar. Sjálfur hafði sérfræðingahóp- urinn frumkvæði að því að meta hvaða áhrif það hefði ef allir gengust undir svonefnda sértæka skuldaaðlögun. Sú leið felur í sér samning milli kröfuhafa og lán- taka um leið til að laga skulda- og eignastöðu lántakans að greiðslu- getu. Gerir hún jafnframt ráð fyrir að kröfuhafinn geti fallist á eftir- gjöf krafna, hlutfallsega lækkun þeirra eða gjaldfrest á þeim kröf- um sem eru umfram greiðslu- getu. Þá voru skoðuð áhrif þess að fólk Lækkun vaxta í þrjú prósent meðal leiða Sérfræðingahópur hefur skoðað tíu leiðir til að mæta skuldavanda heimilanna vegna fasteignalána. Vaxtalækkun, vaxtabótahækkun og flöt niðurfærsla eru meðal þess sem skoðað var. Niðurstöðurnar verða gerðar opinberar eftir helgi. REYKJAVÍK Stjórnvöld munu að öllum líkindum taka ákvarðanir um hvaða leið verði farin til að mæta skuldavanda heimilanna fljótlega eftir að niðurstöður sérfræðingahópsins liggja fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ■ Allir gangist undir sértæka skuldaaðlögun. ■ Flöt niðurfærsla skulda um 15,5 prósent. ■ Flöt niðurfærsla sem miðist við upphaflega fjárhæð láns í stað eftirstöðva. ■ Niðurfærsla skulda í 110 prósent af verðmæti fasteignar. ■ Niðurfærsla skulda í 100 prósent af verðmæti fasteignar. ■ Hækkun vaxtabóta – ýmsar útfærslur. ■ Lækkun vaxta á fasteignalánum niður í þrjú prósent. ■ Skuldarar afhenda kröfuhöfum fasteign sína. Skuldir umfram verðmæti eignarinnar verða afskrifaðar og þeim sem eiga eigið fé í fasteigninni greitt út. Fólki verði gefinn kostur á að leigja eignina og kaupa hana aftur að ákveðnum tíma liðnum. ■ LÍN-leiðin. Afborganir af lánum verði hlutfall af tekjum. ■ Eignarnám íbúðarveðlána með niðurfærslu skulda eftir mati gerðardóms. Leiðirnar sem starfshópurinn skoðaði afhenti kröfuhöfum fasteign sína, leigði hana af þeim og keypti aftur eftir tiltekinn tíma. Enn fremur var LÍN-leiðin svo- nefnda skoðuð, en í henni felst að fólk greiði af fasteignaveðlánum sínum í takt við tekjur. Einnig var farið í saumana á gerðardómsleið- inni sem Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda, lagði til á síðasta ári en hún gengur út á að sér- stökum gerðardómi verði falið að úrskurða um niðurfærslu krafna. bjorn@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR HB Grandi hefur óskað eftir leyfi frá sjávarútvegsráðuneytinu til að hefja tilraunaveiðar á gulldeplu. Ef leyfið fæst gætu uppsjávarveiðiskip félagsins farið til veiða strax í næstu viku. Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávar- sviðs, telur að hægt verði að ná árangri á veiðunum en reynsla undanfarinna tveggja ára hefur leitt í ljós að sérhönnuð flottroll frá Hampiðjunni skila mun meiri afla en þau flottroll sem fyrst voru reynd. Í frétt á heimasíðu fyrirtækisins segir að nokkur bið verði á því að farið verði til síldveiða að nýju, en gefinn hefur verið út fjörutíu þúsund tonna kvóti. Ástæðan er sú að mikil óvissa var um það hvort aukið yrði við kvótann og því var ákveðið að ráðast í smávægileg viðhaldsverk í fiskiðjuverinu og fisk- mjölsverksmiðjunni á Vopnafirði. Síldveiðar skipa HB Granda ættu að geta hafist að nýju eftir um tvær vikur. Að sögn Vilhjálms eru fyrstu vísbendingar um ástand loðnustofnsins eftir rannsóknaleiðangur Hafrannsóknastofnunarinnar á dögunum upp- örvandi. Vonandi leiði niðurstöður leiðangursins til þess að hægt verði að hefja loðnuveiðar fyrir áramót. - shá Tafir á síldveiðum nýttar í viðhald á verksmiðjuhúsum hjá HB Granda: Vilja tilraunaveiðar á gulldeplu FISKIÐJUVER HB GRANDA Húsakosturinn fær andlitslyftingu á meðan hlé er gert á síldveiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.