Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 10

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 10
10 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR 1. Af hverju hafa tugir glæpa- mála fyrnst hjá lögreglu? 2. Hvað heitir formaður deildar íslenska fjárhundsins í Kennel-klúbbnum? 3. Hvað á Míla að gera fyrir Vodafone samkvæmt nýrri ákvörðun PFS? SVÖRIN 1. Vegna fjárskorts. 2 Guðni Ágústsson. 3. Veita aðgang að svonefndum NATO- ljósleiðara. EVRÓPUMÁL Aðild Íslands að Evrópu sambandinu (ESB) gæti komið sér vel fyrir sambandið, sérstaklega hvað varðar aðkomu að norðurheimskautssvæðinu. Þetta verður meðal þess sem mun koma fram í árlegri áfanga- skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem kemur út í næstu viku, en kaflar úr henni hafa þegar lekið í fjölmiðla. Ísland er talið hafa komið mun betur reiðubúið að samninga- borðinu heldur en Balkanlöndin sem áður tilheyrðu Júgóslavíu og Tyrkland. Þó sé viðbúið að erfitt geti reynst að finna lausn á málum tengdum fiskveiðum og Icesave. Framkvæmdastjórnin hefur meiri áhyggjur af Balkanlönd- unum í hópi umsækjenda. Meðal annars hafi nokkuð hægt á umbótum í ríkjunum og víða sé vegið að tjáningarfrelsi og frjálsri fjölmiðlun. Til dæmis eru enn deilur um stjórnarfar í Bosníu-Hersegóvínu, Grikkir eru ósáttir við nafn Makedóníu og óvissa er enn um stöðu Kosovo. Í skýrslunni eru einnig tíund- aðar áhyggjur af tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla í Balkanríkj- unum. Þar viðgengst enn ofbeldi gegn blaðamönnum og sjálf- stæði ritstjórna er víða ógnað af pólitískum öflum. Króatar þykja þó hafa náð tölu- verðum árangri á vegferð sinni að ESB-aðild og ef þeir ná að semja um fyrirkomulag á skipa- smíðaiðnaði sínum og auka sjálf- stæði dómstóla geta þeir verið vongóðir um að komast inn árið 2012. Framkvæmdastjórnin er þrátt fyrir allt mjög jákvæð fyrir frek- ari stækkun ESB og tíundar kosti þess að fjölga meðlimum. Með auknum krafti í stækkunarferl- inu og fleiri meðlimum styrkist staða sambandsins á alþjóðlegum vettvangi. - þj Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins metur stöðuna í stækkunarmálum: Ísland hefur fjölmargt að bjóða ESB STÆKKUN Framkvæmdastjórn ESB er ánægð með gengið í stækkunarferlinu en áréttar að enn sé margt óunnið. NORDICPHOTOS/GETTY – Lifið heil Danatekt Intim DANATEKT INTIM er hreinsikrem og hlífðarkrem fyrir viðkvæmustu staði líkamans. Intim hentar allri fjölskyldunni, einnig ungabörnum. Danatekt brjósta- kremið þarf ekki að þurrka af fyrir gjöf og er eina svansmerkta brjóstakremið á markaðnum. Nýtt í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 19 70 1 0/ 10 Án parabena, ilm- og litarefna Nánari upplýsingar á www.portfarma.is Verð frá 5.980 kr. per m2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þéofin teppi sem auðvelt er að þrífa Bjóðum heildarlausnir, þegar endurnýja á góleppi í stigagöngum í ölbýlis- og sambýlishúsum. Við mætum og gerum tilboð í efni og vinnu. Aðeins ei símtal og málið er komið í gang. Teppalagt tækifæri fyrir stigaganga. Nýtið ykkur virðisauka- skattinn! Á rmú l a 32 · 108 Reyk j a v í k · S ím i 533 5060 · F a x 533 5061 · www . s t epp . i s erð frá 5.980 kr. per 2 ákomið. Vönduð og slitsterk, þéofin teppi sem auðvelt er að þrífa. Auglýsing um styrki til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra Samkvæmt 3. mgr. 11. gr. laga nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, eins og henni var breytt með 39. gr. laga nr. 164/2002, úthlutar umhverfisráðherra fé til rannsókna af tekjum vegna sölu veiðikorta. Umhverfisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna á stofnum villtra dýra sem undir áðurnefnd lög falla og heimilt er að veiða. Skriflegar umsóknir skulu berast ráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, merktar Veiðikortasjóður, fyrir 7. desember 2010. Í umsókn um styrk úr Veiðikortasjóði skal umsækjandi greina frá efni og afmörkun fyrirhugaðra rannsókna, hverjir koma að rannsóknunum, skipulagi þeirra og áætluðum tímamörkum ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri rannsóknir. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að senda inn umsóknir. Ráðuneytið mun að fenginni umsögn Umhverfisstofnunar og ráðgjafanefndar úthluta styrkjum eigi síðar en í janúar 2011. Umhverfisráðuneytið 1. nóvember 2010 UTANRÍKISMÁL Bandaríska sendi- ráðið í Osló hefur starfrækt leyni- þjónustudeild, sem hefur safnað upplýsingum um hundruð norskra ríkisborgara. Meðal þeirra sem starfað hafa fyrir deildina eru fimmtán til tuttugu Norðmenn, þar á meðal fyrrverandi norskir lögreglumenn á eftirlaunum. Norska sjónvarpsstöðin TV2 skýrði frá þessu í gær. Norsk stjórnvöld hafa gert athugasemdir og krafist skýringa frá bandarísk- um stjórnvöldum. Jens Stoltenberg forsætisráðherra krefst þess að öll spil verði lögð á borðið í þessu máli. Hann segist ekki hafa vitað neitt af þessu fyrr en fjölmiðlar skýrðu frá málinu í gær. Í sendiráðum Bandaríkjanna eru starfræktar öryggisskrifsstofur, sem sjá meðal annars um öryggis- gæslu við sendiráðið. Innan þeirra eru starfrækt teymi, svokölluð Surveillance Detective Units, sem hafa það hlutverk að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum við sendiráðið og skrá upplýsingar um einstaklinga sem virðast vera að fylgjast með sendiráðinu. Upplýsingar af þessu tagi hafa á seinni árum verið geymdar í SIMAS, gagnabanka bandarískra stjórnvalda sem ætlaður er til að koma í veg fyrir hryðjuverk og glæpi, meðal annars gegn sendi- ráðum og starfsfólki þess. Í þennan gagnabanka eru skráð- ar upplýsingar á borð við nafn, aldur, kyn, hæð, þyngd, augnlit, háralit, heimilisfang, símanúmer, nöfn foreldra, ríkisfang og líkam- leg sérkenni. Bandaríska sendiráðið í Reykja- vík vill hvorki neita því né játa að hér á landi sé safnað upplýsingum í gagnabanka af þessu tagi. „Bandaríkjastjórn gerir sér grein fyrir því að sendiskrifstofur okkar víða um heim eru hugsan- leg skotmörk,“ segir Laura Gritz, talsmaður sendiráðsins í Reykja- vík. „Við eigum í samstarfi við stjórnvöld gistiríkja um að gera allt sem við getum til að vernda sendifulltrúa okkar og starfsfólk, þar á meðal innlenda starfsmenn á hverjum stað,“ segir hún en tekur fram: „Við gefum ekki nákvæmar upplýsingar um tilteknar öryggis- ráðstafanir.“ „Mér er ekki kunnugt um neitt slíkt njósna- eða öryggissamstarf hér á landi,“ segir Ögmundur Jón- asson dómsmálaráðherra. „En ef svo er þá er það eitthvað sem ég tel að ég sem dómsmálaráðherra ætti að vita um, og þá ætti að upplýsa mig um slíkt, og það hefur ekki verið gert.“ gudsteinn@frettabladid.is Norska stjórn- in vill öll spil upp á borðið Bandaríska sendiráðið í Noregi hefur safnað upplýs- ingum um hundruð norskra ríkisborgara í gagna- banka. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík vill ekki staðfesta hvort sams konar starfsemi fer fram hér. SENDIRÁÐ BANDARÍKJANNA Í REYKJAVÍK Öflug öryggisgæsla er starfrækt í sendiráð- inu hér á landi rétt eins og í öðrum löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. VEISTU SVARIÐ?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.