Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 19

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 19
LAUGARDAGUR 6. nóvember 2010 19 Nú eru tæpir tveir mánuðir þangað til sveitarfélög taka yfir þjónustu við fatlaða frá ríkinu. Einu svörin sem ég heyri þegar ég ræði við fólk um þessa grundvall- arbreytingu á málefnum fatlaðra, hvort sem er hjá starfsmönnum sveitarfélaga eða ríkis, á meðal þeirra sem sinna þjónustu við fatl- aða og ekki síst á meðal fatlaðra sjálfra eru „líklega fínt“ eða „lík- lega slæmt“. Í raun eru þetta mjög eðlileg svör þar sem enginn veit hvað gerist eftir áramót. Ekki er enn búið að birta lögin sem taka eiga gildi um áramót, ekki er búið að semja við sveitarfélög og hvað þá ræða við hina fötluðu sjálfa eða þá sem þeim þjóna. Það eina sem virðist vera öruggt er að þessu kerfi verður umturn- að hvað sem hver segir, þó ekkert sé orðið ljóst um afleiðingar breyt- inganna. Öll þjónusta er í óvissu en hættan er áberandi á meðal sjálfseignarstofnana eins og Skála- túns, Sólheima og fleiri, sem við fyrirhugaðar breytingar falla inn undir væng sveitarfélaga sem eru misburðug til að þjóna svo stór- um þjónustukjörnum fyrir fatl- aða. Sem dæmi á Árborg að þjóna 43 einstaklingum frá Sólheimum en þjónar í núverandi kerfi 23 ein- staklingum. Þessir einstaklingar sem búa á Sólheimum eru fæddir út um allt land og hafa búið mis- lengi á staðnum. Margar spurning- ar brenna á starfsfólki Sólheima vegna þessara breytinga en sú fyrsta er einfaldlega hvort Árborg treystir sér yfir höfuð til að standa á bak við rekstur Sólheima, en eins og fram hefur komið í frétt- um er sveitarfélagið síður en svo fjárhagslega burðugt. Staðan fyrir íbúa á Sólheimum er í dag alger óvissa. Það eru svo sem ekki nýmæli því ef rýnt er í söguna má sjá að misvitrir emb- ættismenn hafa allt frá stofn- un Sólheima fyrir 80 árum haft ýmislegt á hornum sér gagnvart því starfi sem þar er unnið, hvort sem það snýr að mataræði íbúa, blönduðu samfélagi fatlaðra og ófatlaðra, tískusveiflum í aðferða- fræði varðandi þjónustu við fatl- aða eða bara einföldum hrepparíg. Færri virðast gefa því raunveru- legan gaum hvernig íbúar staðar- ins dafna og þroskast, eða hvernig þeim líður. Verði af flutningum á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga óttast íbúar Sólheima að örfáir einstaklingar innan lítils sveitar- félags geti með geðþóttaákvörð- unum rústað þeirri uppbyggingu sem þar hefur verið unnin í anda Sesselju Sigmundsdóttur, stofn- anda Sólheima. Þjónusta við fatlaða í sveitarfélögum Sólheimar Erlendur Pálsson forstöðumaður atvinnusviðs Sólheima Færri virðast gefa því raunverulegan gaum hvernig íbúar stað- arins dafna og þroskast AF NETINU Finnska kerfið Þegar kemur að þrískiptingu valdsins getum við Íslendingar dregið lærdóm af öðrum ríkjum. Við gætum til að mynda tekið finnska kerfið okkur til fyrirmyndar. Í Finnlandi er svokallað „hálf“ forsetaræði. Það þýðir að forsetinn er mun valda- meiri en sá íslenski en þó ekki á við þann franska eða bandaríska. Þannig er finnska kerfið ólíkt þing- ræðisríkjum vegna valda þjóðhöfð- ingjans en á sama tíma sker það sig frá forsetaræðisríkjum vegna þeirrar ábyrgðar sem framkvæmdar- valdið ber gagnvart þinginu, þrátt fyrir að vera aðskilið því. Vísir.is Margrét Cela Tilgangur líknarfélaga Formaður ÖBÍ sagði tillöguna hafa verið fellda vegna þess að hún væri „ekki viðeigandi og samræmdist ekki baráttumálum bandalagsins …“ Ef lífskjör öryrkja og aðbúnaður kemur ÖBÍ ekki við þá spyr maður sig um tilgang og starf samtakanna? vísir.is Guðjón Sigurðsson ÍS LE N S K A S IA .IS A R I 5 2 0 7 5 1 1 /1 0Ráðgjafaþjónusta í skuldamálum einstaklinga — fyrir einstaklinga í greiðsluvanda Við opnum sérhæfða ráðgjafa þjónustu Ráðgjafaþjónusta Arion banka í skuldamálum einstaklinga er opin alla virka daga klukkan 9:00–16:00. Viðskiptavinir geta komið í heimsókn, hringt í 444 7000 eða sent okkur tölvupóst á netfangið radgjafathjonusta@arionbanki.is Opið verður í dag, laugardaginn 6. nóvember, kl. 11:00- 15:00. — Verið velkomin Við munum á næstu mánuðum hringja í þá viðskiptavini sem eiga í verulegum greiðslu - vanda vegna húsnæðislána og vinna að lausn þeirra mála með Ráðgjafaþjónustu Arion banka í Garðabæ. Þegar hefur Arion banki aðstoðað um 14.000 viðskiptavini í greiðsluvanda. Til að koma til móts við viðskiptavini okkar í greiðsluvanda höfum við nú opnað ráðgjafa- þjónustu í skuldamálum einstaklinga. Þar höfum við safnað saman á einn stað helstu sérfræðingum úr öllum útibúum okkar á höfuðborgarsvæðinu. Ráðgjafaþjónusta Arion banka í skuldamálum einstaklinga er á 2. hæð við útibú bankans við Garðatorg 5 í Garðabæ. Hver viðskiptavinur fær sinn eigin ráðgjafa sem vinnur með honum allt ferlið og fylgir málum hans eftir. Við ætlum að leggja okkur fram við að finna lausn sem hentar hverjum og einum og hrinda henni í framkvæmd. Okkar markmið er að allir, sem við getum hjálpað, hafi fengið lausn sinna mála innan nokkurra mánaða. Viðskiptavinir geta eftir sem áður einnig farið í útibú bankans og fengið ráðgjöf um þær lausnir sem í boði eru.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.