Fréttablaðið - 06.11.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 06.11.2010, Síða 26
26 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR H ópar vísindamanna frá löndum við Norður-Atlants- haf einbeita sér að rannsóknum á þróun Atlantshafs- þorsksins. Þeir horfa mörg þús- und ár aftur í tímann til að svara þeirri spurningu hvernig þorsk- urinn er undir það búinn að mæta breytingum í vistkerfi sínu vegna loftslagsbreytinga. Sagan kennir að þorskurinn sé ágætlega búinn til að mæta þeim breytingum sem hlýnun jarðar mun nær óumflýjan- lega hafa. Þeir sterkustu lifa Af þeim dýrum og jurtum sem við þekkjum til var aðeins lítill hluti kominn fram fyrir síðustu ísöld. Aðeins harðgerðustu dýrin, og þau sem höfðu mesta aðlögunarhæfni, lifðu af harðindaskeiðin þegar ís huldi meirihluta jarðkringlunnar. Líf á landi hefur verið kortlagt af nokkurri nákvæmni en það sama verður ekki sagt um hafið. „Það er sáralítið af steingerv- ingum til að staðsetja einstakar fisktegundir. Sérstök skilyrði þarf til varðveislu af þessu tagi og sér- staklega lítið er til af steingerðum fiskum úr sjó,“ segir Geir Ottesen, sérfræðingur á norsku Hafrann- sóknastofnuninni. Geir segir þorskinn hafa þolað harðræði ísaldarinnar vel. Hann var að finna um allt Atlantshaf- ið, bæði fyrir og á meðan ísald- arskeiðið var hvað harðast fyrir um tuttugu þúsund árum. Spurn- ingin er hvernig hægt er að meta hvaða áhrif breytingar í vistkerf- inu hafa þegar heimildir eru af skornum skammti. Aðferðin felur í sér að kortleggja genauppbygg- ingu þorskstofnanna og byggja upp líkan af líklegum vistfræðilegum aðstæðum í fortíðinni. Hvað þorsk- inn varðar er teiknað upp hvar yfir höfuð var sjór. Norður-Atlantshafið var aðeins fjórðungur þess sem það er í dag. Talið er að sjávarborð hafi verið 130 metrum undir því sem við þekkjum. Norska Hafrannsóknastofnun- in er aðeins einn vettvangur rann- sókna á þorskinum í þessu tilliti. Annar hópur vísindamanna starfar að því að rannsaka loftslagsbreyt- ingar með tilliti til áhrifa á þorsk- inn og iðnað norðlægra ríkja sem á þessum undrafiski byggir. Hópur- inn, NCoE, starfar undir norræna rannsóknarráðinu (NordForsk) sem er sjálfstæð norræn stofnun sem styrkir rannsóknarstarf og vísindamenntun á Norðurlöndum. Þar er lögð þverfagleg mælistika á rannsóknarspurninguna um þróun þorsksins. Ísland Í þessu samhengi má koma fram að viðamikil erfðafræðileg rann- sókn Einars Árnasonar, prófess- ors við Háskóla Íslands, bendir til að þorskurinn á íslensku grunn- slóðinni sé sérstök arfgerð. Önnur arfgerð sé djúpsjávarþorskurinn. Þar spyrja menn sig hvort veiði- álag á grunnslóðinni ógni stofnin- um sem þar lifir; að það geti haft áhrif á erfðasamsetningu stofnsins hvernig veiðarnar eru stundaðar. Ísöld Síðustu ísöld lauk fyrir um tíu þús- und árum en hún hafði staðið yfir í um 2,8 milljónir ára. Þegar jökull- inn var sem mestur á norðurhveli jarðar teygði hann sig langt suður til Þýskalands og í Norður-Amer- íku lá jökulröndin við vötnin miklu, þar sem nú eru landamæri Kanada og Bandaríkjanna. Ísland lá undir þykkum jökulís á þessum tíma. Gadiform-fiskar (þorskfjölskyld- an) finnast fyrst sem steingerv- ingar fyrir um 40-50 milljónum árum. Þessir fiskar voru óásjá- legir botnfiskar á djúpsævi. Kóln- un og lækkandi sjávarborð opnuðu dyrnar fyrir þróun þorsksins eins og við þekkjum hann í Norður-Atl- antshafinu. Eystri hlutinn einangr- ast frá hlýrri hafsvæðum og þorsk- fiskar birtast fyrst þar sem ráðandi fiskitegundir. Þorskurinn er á meðal fárra fiska sem eiga tegundarupphaf sitt á landgrunninu við Norður-Atlants- hafið. Frá upphafi sínu við Norður- sjóinn dreifast þeir svo til Íslands, Grænlands, Labrador og Nýfundna- lands og svo suður á bóginn í hinum svala strandsjó við austurströnd Bandaríkjanna. Þetta er því svið- ið þar sem nútíma þorskfiskar þró- uðust fyrir fimm til tíu milljónum ára og urðu síðar ráðandi tegundir á grunnslóð. Fiskur fangaður í körfur Þorskstofninn við Nýfundnaland og Labrador, norðurstofninn svokall- aði, var líklega stærsti þorskstofn í heimi, en frá árinu 1992 hefur verið í gildi svo til algjört veiðibann og aðeins málamyndakvótar verið gefnir út síðustu ár. Ástæðan er einföld; þorskstofninn hrundi á til- tölulega stuttum tíma. Strandveiði- menn og stærstur hluti vísindasam- félagsins í Kanada segja ástæðuna gegndarlausa rányrkju alþjóðlegs flota sem veiddi gífurlegt magn þorsks um áratuga skeið, áður en fiskveiðilögsaga Kanada var færð út í 200 mílur. Sökin liggur þó einnig að þeirra mati í togveiðum Kanadamanna sjálfra eftir að alþjóðlegi flotinn hafði horfið af miðunum; kanad- ísku togararnir veittu stofninum náðarhöggið. Aðrir, þar á meðal íslenskir fiski- fræðingar, hafa bent á að ástæðan fyrir hruni stofnsins hafi verið líf- fræðilegs eðlis. Öll rannsóknargögn bendi til að stofninn hafi verið á hungurmörkum vegna skyndilegra umhverfisbreytinga. Á sama tíma var haldið aftur af veiðum og fiski fjölgaði, fæðubúrið tæmdist, nátt- úran greip í taumana og stofninn féll úr hor. Í Kanada standa nú yfir rann- sóknir á því hvort ofveiðin hafi breytt erfðamengi stofnsins og leitað skýringa á því að stofninn hefur ekki rétt úr kútnum eftir nær tuttugu ára veiðibann. Hrun þessa þorskstofns hefur þó orðið fleirum að yrkisefni þótt nálgunin sé allt önnur (og umdeildari). Ævisaga þorsksins Bandaríski blaðamaðurinn og rit- höfundurinn Mark Kurlansky sendi árið 1997 frá sér bókina Ævisaga þorsksins. Í undirtitli bókarinnar fullyrðir hann að þorskurinn sé sá fiskur sem breytt hafi heiminum. Í bókinni leitar hann víða fanga til að renna stoðum undir þessa full- yrðingu „...og í leiðinni stillir hann sögu Íslands í alþjóðlegt samhengi betur en áður hefur verið gert,“ ■ Á Alþingi 1592 var Jóni lögmanni Jónssyni falið að bera upp fyrir ríkisráði að fá innsigli handa landinu. Á inn- siglinu er hausaður þorskur með kórónu yfir og ártalinu 1593 til hliðar, en umhverfis í boga er letrað SIGILLVM INSVLÆ ISLANDIÆ (innsigli eyjarinnar Íslands). ■ Frá og með árinu 1820, þegar konungsljón Nor- egs hvarf úr sameiginlegu skjaldarmerki danska ríkisins, voru merki Íslands, Grænlands og Færeyja sett í staðinn. Þar var íslenski þorskurinn neðst til hægri, flattur, silfurlitur á hárauðum grunni og gyllt kóróna yfir. ■ Íslenski skjaldarmerkisþorskurinn var látinn víkja úr danska ríkisskjald- armerkinu, en í staðinn kom fálkinn sem tákn Íslands. Á síðari hluta 19. aldar var hafinn áróður fyrir því að hætta að nota þorskmerkið sem tákn landsins, en nota í þess stað hvítan fálka á bláum grunni. Árið 1815 var fyrsta kaupstaðarinnsigli Reykjavíkur formlega tekið í notkun. Það var teiknað af Hans von Frisach, dönskum mælingarmanni, að undir- lagi Sigurðar Thorgrimsen land- og bæjarfógeta. „Innsiglið sýnir mann í hversdagsbúningi tómt- húsmanna þeirra tíðar. Heldur hann á krókstaf í annari hendi en Merkúrmerkið, tákn versl- unar í hinni. Þá sést á skipsstafn annars vegar við manninn en þrjá flatta þorska hins vegar. Við fætur hans er hálslangur fugl með umgjörð úr kaðli og í baksýn er eyja eða nes. Í ramma utan um myndina stendur: SIGILLUM CIVITATIS REYKJAVIKAE. Þetta innsigli var merki Reykjavíkur allt fram til ársins 1957.“ ■ ÞORSKURINN SETUR MARK SITT Á MARGT Harðræði hefur hert þorskinn Með erfðafræði- og vistfræðilegum aðferðum er reynt að meta hversu vel þorskur getur staðið af sér loftslagsbreytingar. Mikil- vægi hans fyrir efnahag fjölda þjóða er gríðarlegt og svo hefur það verið um aldir og eru engar fréttir fyrir Íslendinga. Þorskur- inn leikur stórt hlutverk í sögu og menningu þeirra þjóða sem hann hafa nýtt, eins og Svavar Hávarðsson komst að. ■ Þorskur er straumlínulaga fiskur, kjaftstór og með skeggþráð á höku. Fiskurinn notar skeggþráðinn til að leita að fæðu á sjávarbotni. Bakuggar þorsks eru þrír og raufaruggar tveir, eyruggar eru stórir og rákin er mjög greinileg. ■ Franska orðið yfir þorsk, morue, gaf Atlantshafsþorsk- inum síðari hlutann af hinu latneska nafni hans. Á 19. öld þýddi morue vændiskona í Frakklandi. Fræðiheiti: Atlants- hafsþorskur (Gadus morhua). ■ UNDRASKEPNA SEM ENGINN GETUR VANIÐ SIG AF FRAMHALD Á SÍÐU 28 150 þúsund ár: Homo sapiens kemur fram sem tegund á megin- landi Afríku. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kominn lengra en til Miðausturlanda fyrir um 100 þúsund árum. 65,5 milljón ár: Nýlífsöld hefst við útrýmingu risaeðlanna. 50 milljón ár: Fyrstu vísbendingar um þróun þorskfiska (Gadiform). 1,4 milljón ár: Fornsteinöld hefst. „Þorskurinn sneri landflótta fólki heim aftur, drykkfelldum sneri hann frá villu síns vegar. Hann kallaði til sín alla af atvinnuleys- isskrá, ungmæður frá bleyjuþvotti og börn úr skóla. Hann tæmdi dansstaði og öldurhús, leikhús og bíó. Sauma- klúbbar lögðust niður vikum saman. Menningin gjörvöll laut þorskinum í þrotlausu striti. Næt- urnar urðu styttri og styttri, vakan lengri og lengri. Og fólk sem hafði ekki einu sinni málungi matar fyrir nokkrum vikum, stóð allt í einu á kafi í þorski og hafði ekki einu sinni tíma til þess að gera það upp við sig, hvað það ætti nú að gera við aurana sem það fengi.“ Vísir. 11. maí 1970. Þorskurinn og Íslendingar auli blóðseiði bútungur býri fiskur fyrirtak golþorskur kastfiskur kóð maurungur murti næli særingur sá guli seiði smáþyrsklingur sprotafiskur stútungur styttingur þyrsklingur ■ Hrygning þorsks við Ísland hefst venjulega síðari hluta mars og er lokið í byrjun maí. Hún fer fram á um 50-100 metra dýpi miðsævis og getur fjöldi eggja verið frá hálfri milljón upp í tíu til fimmtán milljónir. ■ Afræningjar þorsks- ins eru margir. Seiði verða fyrir ásókn smáfiska og sjó- fugla og fullorðinn þorskur er eftirsótt fæða hjá sel og hvölum, einkum háhyrningi en einnig stórfiskum eins og hákarli. ■ Nafnið þorskur þýðir þurrfiskur. ■ Smáþorskur étur fyrst og fremst hryggleysingja af ýmsu tagi svo sem ljósátu, marflær og rækju. Þegar þorskurinn stækkar fer hann að éta fiskmeti og er loðna og síli þar langmikilvægust. Stærri þorskur sækir í auknum mæli í stærri bráð af fiskakyni, svo sem karfa, smá- þorsk, skrápflúru, kolmunna, ýsu og síld. ■ „... saltaður þorskur lá útflattur fyrir framan litlausa og þéttvaxna kaupmennina og vakti með þeim löngun til að komast burt, ferðast.“ Emile Zola, „Le Ventre de Paris, 1873 ■ „Lífið er saltfiskur.“ Halldór Kiljan Laxness. ■ „Við borðum ekki peninga.“ Úlfar Eysteinsson matreiðslu- meistari spurður af hverju Íslendingar borða lítið sem ekkert af þorski. ■ Ekki vitað um uppruna enska orðsins cod (þorskur). Á mið- aldaensku þýddi cod skjóða eða poki og því einnig pungur. Kýllinn sem menn báru við klofið á 16. öld til að kynfæri þeirra sýndust tilkomumeiri kallaður codpiece – þorskbiti. ■ Sýnt hefur verið fram á að vöxtur þorsksins er háður stærð loðnu- stofnsins á hverjum tíma. Meðalþyngd fjögurra til sex ára þorsks er allt að 25 prósent minni þegar loðnustofninn er í lægð miðað við ástandið þegar loðnustofninn er stór. Allir stóru þorskstofnarnir eru taldir skyldir en hafi klofnað erfðafræði- lega. 75-150 þúsund ár: Íslenski og kanadíski þorskstofninn skiljast að. 50-85 þúsund ár: þorskstofnar við Grænland og Kanada skiljast að. Jesús frá Nasaret fæðist (4 f.kr.- 6. e.kr.) Frásögn úr Jóhannesarguðspjalli segir frá því er Jesús mettaði þúsundir manna með tveim fiskum og fimm brauðum. Í íslensku kallast sneiðarnar í þorskstykkinu kristfiskstykki. Veiðar á þorski úr Norður-Atlantshafi hafa dregist saman úr 3,9 milljónum tonna árið 1968 í um 840 þúsund tonn árið 2005. Árið 1981 var þorskafli Íslendinga í hámarki, um 460 þúsund tonn. Nú er veitt um 130 þúsund tonn af þorski á ári. ÞORSKUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.