Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.11.2010, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 06.11.2010, Qupperneq 28
28 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR eins og segir í formála þýðandans, Ólafs Hannibalssonar, en bókin kom út á Íslandi árið 1998. Kurlansky og Ólafur skoða þorsk- inn út frá allt öðrum forsendum en vísindamenn sem hér hafa verið nefndir til sögunnar. Hinn lífseigi þorskur Þorskurinn er ein lífseigasta líf- vera sjávarins. Þorskurinn fram- leiðir eggjahvítuefni sem gegnir svipuðu hlutverki og frostlögur og veldur því að fiskurinn þolir hita- stig undir frostmarki. Hann er frjó- samur, ónæmur fyrir sjúkdómum og kulda, nærist á öllu sem gefst og fer ferða sinna á grunnsævi nærri ströndum. Hentugri fisk til verslun- arvöru er vart hægt að hugsa sér. Auk þess að vera eftirlæti matgæð- inga er hann auðveiðanlegur sökum græðgi sinnar. Frjósemisveran Hrygna sem er um metri að lengd getur gefið af sér þrjár milljónir eggja í goti. 25 sentimetrum stærri fiskur getur skilað margföldum þeim fjölda eggja. Þorskur getur orðið tuttugu eða jafnvel þrjátíu ára gamall, en það er stærðin sem ræður frjóseminni fremur en ald- urinn. „Það hefur verið reiknað út að aðeins tæki þrjú ár að fylla hafið, svo að hægt væri að ganga þurrum fótum yfir Atlantshafið á þorskhryggjum, ef allt hrogna- klak gengi áfallalaust fyrir sig og hvert einasta hrogn næði fullum þroska,“ skrifaði Alexandre Dumas í riti sínu frá 1873, Le Grand Dict- ionnaire de cuisine. Ýkt auðvitað, en dregur ekki úr þeirri staðreynd að fáa þorska þyrfti til að halda við stofninum ef afföllin væru ekki 99,99 prósent. Landafundir Fyrir um það bil tólf hundruð árum undu víkingar upp segl og lögðu á hafið út frá ströndum Noregs. Þeir könnuðu Norður-Atlantshafið ræki- lega næstu 300 árin og uppgötvuðu Ísland, Grænland og Norður–Amer- íku. Sennilega er það engin tilvilj- un að einmitt á þessum slóðum eru heimkynni Atlantshafsþorsksins, skrifar Kurlansky og spyr: Hvern- ig dugðu þeim vistir á ferð þeirra áfram til Marklands og Vínlands, þar sem þeir þorðu ekki inn á land til að safna fæðu, en höfðu samt nægan mat til heimferðar? Hvað átu þessir norrænu menn í þeim fimm leiðöngrum til Ameríku á árunum 985-1011, sem getið er um í sögum? Trúin á þorskinn Með vaxandi valdi páfans var mið- aldakirkjan fær um að fyrirskipa föstur. Á slíkum dögum var bann- að að stunda kynlíf og borða kjöt, en kaldur matur var þó leyfilegur. Til „mögru daganna“ töldust allir föstudagar af því að Kristur var krossfestur á föstudegi, og fjöru- tíu dagar á páskaföstu, auk ýmissa annarra daga í tímatali kirkjunn- ar. Í heild var kjötát í heittrúuðustu löndum kirkjunnar bannað nærri helming allra daga ársins og þessir mögru dagar urðu loks saltfiskdag- ar. „Þorskurinn varð næstum því að trúarlegri helgimynd – eða goð- sagnalegur krossfari fyrir kristnu helgihaldi.“ Undirrót flotauppbyggingar Þorskurinn var tvímælalaust mik- ilvægasta varan sem hinn kaþólski heimur þurfti á að halda. Við upp- haf 15. aldar var erfitt að finna gróðavænlegri vöru, og fóru auð- menn og ævintýramenn margra Evrópulanda að leita fyrir sér um ný og auðugri fiskimið. Skipasmíð- ar hófust í hverju Evrópulandinu á fætur öðru. Bretar sigldu til Íslands og fljótlega kom til árekstra þar við danska og þýska hagsmuni, sem oft enduðu með skærum og vopnavið- skiptum. Hin háskalegu fiskimið kringum Ísland reyndu til hins ýtr- asta á styrk skipa og seglabúnaðar, sjómennsku og hæfni skipstjóra og áhafna. Um prýðilegar æfingabúðir siglingaveldis var að ræða. Heimsveldi á þorski byggð Við uppgötvun Nýfundnalands hófst kapphlaup um fiskveiðar á miðunum þar í kring sem líktist einna helst gullæði. Það er varla einskær tilviljun að allir helstu keppinautarnir um fiskimiðin við strendur Norður-Ameríku urðu heimsveldi. Bretar, Hollendingar, Frakkar, Spánverjar og Portúgal- ar kepptust við að koma upp flot- um til þorskveiða. Svo auðug voru hin nýju fiskimið að hinir fyrstu könnuðir sögðu í skýrslum sínum: „Sjórinn þarna er iðandi af fiski sem ekki er aðeins hægt að veiða í net, heldur nægir að setja stein í körfu og sökkva henni.“ Þorskur sem undirrót stofnunar ríkja Margar þjóðir eiga sjálfstæði sitt og velmegun þorskinum að þakka, að mati Kurlanskys. Á miðöldum var Noregur fátækt ríki sem laut stjórn Dana og Svía. Á 19. öldinni tókst Norðmönnum að efla fiskveið- ar sínar og brjótast undan oki Svía og lýsa sig sjálfstætt konungsríki 1907. Íslendingar misstu af þorskæð- inu sem greip um sig báðum megin hafsins á 17. öldinni. Danska yfir- stéttin, sem stjórnaði landinu með fulltingi íslenskra sveitahöfðingja, hafði takmarkaðan áhuga á fisk- veiðum. Þegar bresku togararn- ir hófu að athafna sig við strend- ur Íslands um aldamótin 1900 eftir að hafa fleytt rjómann af þorsk- gengd Norðursjávarins komu þeir að innlendu sjómönnunum á miðun- um, dorgandi eftir fiski með sama hætti og þeir höfðu gert um það leyti sem Hansasambandið hafði stuggað Bretunum burtu 300 árum áður. En Íslendingar voru fljót- ir að tileinka sér breska tækni og fyrir tilstilli þorsksins tókst þeim að færa sig í tíð einnar kynslóðar úr sporum 15. aldar nýlendusamfé- lags til þess að verða nútímaleg og velmegandi þjóð. Um tveggja til þriggja áratuga skeið hafa Íslendingar skipað sér í röð efnuðustu þjóða heims sam- kvæmt alþjóðlegum hagtölum. „Það er enn ein sönnun fyrir því að þorskurinn sér vel fyrir þeim sem á hann treysta,“ skrifar Ólafur Hannibalsson. „Þegar öllu er á botninn hvolft verða menn að draga þá ályktun að Norður-Atlantshafs- þorskurinn hefur verið það nátt- úruafl sem drýgstan þátt hefur átt í að skapa örlög þeim þjóðum sem beggja vegna hafsins búa.“ Heimildir: forskning.no og fleiri netmiðlar. Sérstakar þakkir: Ólafur Hannibals- son. Sjá: Ævisaga þorsksins, fiskurinn sem breytti heiminum, HKÁ 1998. FRAMHALD AF SÍÐU 26 ■ ÚTBREIÐSLA ÞORSKS Í HEIMINUM „Óvönduð fiskasúpa, handa undirfólki, er tilreidd af einhvörju nýju fisktægi, svo sem þorski, ýsu, þysklingi, lúðu, síld og þessháttar, og er fiskurinn brytjaður í þykk stykki, sem eru vel hreinsuð, síðan vandlega þvegin í köldu vatni og lögð á hreinan disk. Svo eru þau soðin í potti, með eins miklu vatni í, og súpan á að vera, ásamt urtavendi, sé hann til, og nokkru salti í, svo óhreinindi fiskjarins freyði upp í vatninu, og skal froðuna nákvæmlega aftaka, þegar sýður. Þá er nokkuð af seyðinu aftekið, og í það hellt og samanhrært nokkru af sýru, eður, sem eins er gott, ólekjuskyri, samt mjöli, og er svo þetta látið út í súpuna, og vel hrært; á þessi jafningur að vera svo þykkur, að súpan af honum verði mátulega jöfn og þykk, eftir því, sem þókknast. Þegar fisk- urinn er fullsoðinn, er súpan líka búin, og er hún holl, drjúg og smekkgóð. Vilji menn saman við hana sjóða nokkuð af mjólk, verður hún því ágætari fæða.“ Einfalt matreiðsluvasakver fyrir heldri manna húsfreyjur. Útgefið af Frú Assessorinnu Mörtu Maríu Stephensen. Leirárgörðum við Leirá, 1800. ■ ÓVÖNDUÐ FISKISÚPA, HANDA UNDIRFÓLKI HÉR ER EKKI Í KOT VÍSAÐ Matargerð fyrr á öldum kemur okkur spánskt fyrir sjónir. Þessi súpa telst vart óvönduð en gekk vel í Dalvíkinga og gesti þeirra á fiskideginum í sumar. Dimmt er á Dökkumiðum, djúpur og úfinn sær; á hverju einasta kvöldi karl einn þangað rær. - Dimmt er á Dökkumiðum. Þegar hann fyrst þar fleygði fögrum öngli í sjó, gamlan og feitan golþorsk glaður inn hann dró, tautaði eitthvað við sjálfan sig, söng – og skellihló. Á hverju kvöldi síðan karlinn þangað fer, og við þessar fiskiveiðar vel hann unir sér, og alltaf kemur hann hlaðinn heim, hvernig sem veður er. DAVÍÐ STEFÁNSSON Á Dökkumiðum Svæði sem hafa gefið veiði sem er ósambæri- leg við mikilvægustu svæðin. Stór þorskstofn sem hefur gefið mikla veiði í gegnum aldirnar. Meðalstór þorskstofn sem hefur gefið umtalsverða veiði í gegnum aldirnar. ■ Atlantshafsþorskur (Gadus morhua) er af ættkvísl þorska (Gadus). Hann lifir á grunn- sævi frá fjöru að enda landgrunnsins við strendur Bandaríkjanna, Kanada, Grænlands og Íslands og við vesturströnd Evrópu, allt frá Biskajaflóa að Barentshafi. ■ Grænlandsþorskur (Gadus ogac) finnst í Norðvestur-Atlantshafi, við vesturströnd Grænlands og Lawrence-flóa. ■ Kyrrahafsþorskur (Gadus macrocephalus) er með þrjá aðgreinda bakugga og þræði úr neðri kjálka. Að öðru leyti líkist hann Atlantshafsþorski í útliti. Hann finnst við botn landgrunnsins í Norður-Kyrrahafi, frá Gulahafi að Beringssundi og við Aleuteyjar allt að Los Angeles. Hann verður um hálfur metri á lengd. Lögreglufulltrúar hjá embætti ríkislögreglustjóra Vegna endurskipulagningar og fjölgunar starfsmanna í efnahagsbrota- deild auglýsir ríkislögreglustjóri eftir lögreglumönnum til að gegna stöðum lögreglufulltrúa í deildinni. Ríkislögreglustjóri setur í stöðurnar til reynslu til eins árs frá og með 1. desember 2010 með möguleika á skipun í embætti síðar. Til þess að hljóta skipun í stöðu lögreglufulltrúa, sbr. 3. mgr. 14. gr. reglugerðar nr. 1051/2006, um starfsstig innan lögreglunnar, skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti 2 ár frá því hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins. Æskilegt er að umsækjandi hafi  reynslu og þekkingu á rannsókn auðgunarbrota eða annarra alvarlegra afbrota.  Mikilvægir eiginleikar eru skipulagshæfileikar, vönduð vinnubrögð og færni í mannlegum samskiptum.          Umsóknum skal skilað til embættis ríkislögreglustjóra, Skúlagötu 21, 101 Reykjavík, en umsóknarfrestur rennur út þann 23. nóvember 2010.  Nánari upplýsingar veitir Sólberg. S. Bjarnason, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn í efnahagsbrotadeild, í síma 444-2500. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, nr. 464/1996, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ráðningakjör eru skv. kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Landssambands lögreglumanna. Starfshlutfall er 100%.  Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur verða ekki teknar til greina. Öllum umsækjendum sem hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem fást hjá öllum lögreglustjórum. Einnig er hægt að nálgast þau á lögregluvefnum, www.logreglan.is, undir liðnum eyðublöð. Reykjavík, 4. nóvember 2010 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRINN G ra fik a 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.