Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 34

Fréttablaðið - 06.11.2010, Page 34
34 6. nóvember 2010 LAUGARDAGUR Féll 28 metra Sprungan var um 30 metra djúp, 130 sentimetrar á breidd efst og þrengdist er neðar dró. Umfangsmikil aðgerð Línurnar sem björgunarsveitarmenn sem festu í sig voru tryggðar í jeppa umhverfis sprunguna. Alls tóku 120 björg- unarsveitarmenn þátt í björgunaraðgerðunum auk ferða- félaga á svæðinu. Þrír björgunarsveitarmenn sigu niður í sprunguna og einn úr hópi ferðafélaga mæðginanna. LA NG JÖ KU LL Geitilandsjökull AKRANES VAR FJÓRA TÍMA NIÐRI Í SPRUNGUNNI Sprungan sem mæðginin féllu í var á vestanverðum Langjökli. Björgunarfélag Akraness ók sem leið lá að fjallaskálanum Jaka þar sem þyrla Landhelgisgæslunn- ar flutti félaga úr sveitinni að slysstað. Slysið varð rétt fyrir klukkan eitt en klukkan fimm var drengnum bjarg- að af 27 metra dýpi úr 30 metra sprungunni. Á syllu í 2 tíma Samferðamaður mæðginanna stóð með kaðal um sig miðjan hér á þessari hálfgerðu syllu í 2 tíma og ræddi við drenginn til að halda honum vakandi. Hér var sprungan um 80 sentimetrar á breidd. Samvinna Félagi Þórðar kom fyrir kastara til að lýsa fyrir ofan hann og sá um samskiptin við þá sem voru uppi á jöklinum meðan á björgunarstörfum stóð. Tróð sér eins langt og hann gat Þórður giskar á að sprungan hafi verið um 16 til 20 sentimetrar á breidd þegar hann var kominn eins langt og hann gat. Breiddin á blaðsíðu í Fréttablaðinu er 28 sentímetrar. 27 metra dýpi Dreng- urinn sat fastur á um 27 metra dýpi og þurfti krafta 4 karlmanna uppi á sprungubrún til að losa hann þegar Þórður hafði náð að vefja bandi um fótinn á honum. 1 metri Þ að var klukkan eitt 30. janúar að útkall barst til björgunarsveita á suðvesturhorni lands- ins vegna mæðgina er fallið höfðu í sprungu á Langjökli. Þórður Guðnason, 28 ára nemi og sjúkraflutningamað- ur á Akranesi, var búinn að setja sig í stellingar fyrir leik íslenska landsliðsins í undanúrslitum á EM í handbolta. Stuttu síðar var hann þó kominn af stað ásamt félögum sínum á Akranesi og óku þeir rak- leiðis sem leið lá að fjallaskálanum Jaka sem er við rætur Langjökuls. TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunn- ar, var þar á staðnum og flutti Þórð og félaga hans upp á jökul. Gerði sig kláran í þyrlunni „Í fluginu gerði ég mig kláran til að síga niður og setti á mig klifur- belti. Þyrlan lenti með okkur 200 metra frá slysstað og við fylgdum hjólförum að honum. Veðrið var fínt, sólin skein. En reyndar sáum við ekki hvernig sprungur lágu í jöklinum. Við hugsuðum þó ekki um það heldur bara um að koma okkur beint á slysstað. Þar fest- um við okkur í öryggislínur, sem ekki er hægt að gera við þyrluna því þær fjúka upp og lenda í þyrlu- spöðunum.“ Undanfarar frá Reykjavík komu fyrstir á staðinn með TF-Líf á undan Björgunarfélagi Akraness og öðrum sveitum af svæðinu, og var einn félagi úr henni þegar farinn niður í sprunguna. Strax var ákveðið að Þórður yrði næst- ur niður. Jeppi var notaður sem trygging og svo festi hann sig í klifurbelti og brjóstbelti sem er læst saman á bringunni. Hugsunin með þessum tveimur beltum er annars vegar að minnka álag á bak og magavöðva og að veita aukið öryggi þegar sigmað- urinn þarf að snúa sér við, eins og tilfellið var í þessari björgun. Þá veitir brjóstbeltið meiri tryggingu því alltaf er hætta á að klifurbeltið renni af manni sem snýr á hvolfi, nema hann sé tryggður í brjóst- belti líka. „Á um 15 metra dýpi í sprung- unni var maður, sem þau [sam- ferðamenn fjölskyldunnar] höfðu slakað sjálf niður í sprunguna með kaðli sem bundinn var um hann. Hann átti að reyna að ná sam- bandi við mæðginin. Nokkuð sem allir myndu sennilega gera í neyð. Fyrsti björgunarmaðurinn festi manninn betur en hann stóð á hálf- gerðri syllu sem var þarna um það bil miðja vegu í sprungunni.“ Maðurinn hafði haldið drengn- um vakandi með því að ræða við hann á rólegu nótunum, þar til Þórður tók við því hlutverki, sem var auðvitað afar mikilvægt við þessar aðstæður. Björgunarsveitarmaðurinn, sem fyrstur varð niður, og ferðafélagi mæðginanna biðu svo eftir því að Þórður kæmi böndum á konuna, sem lá ofar drengnum. Þegar það Bjargvætturinn í Langjökli ÞÓRÐUR GUÐNASON Var um klukkustund á hvolfi við björgun úr sprungu á Langjökli í janúar síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þórður Guðnason vann björgunarafrek þegar hann náði sjö ára gömlum dreng úr 30 metra djúpri sprungu á Langjökli síðasta vetur. Sigríður Björg Tómas- dóttir hitti þennan 28 ára gamla Skagamann sem hefur verið tólf ár í björgunarsveit á Akranesi. FRAMHALD Á SÍÐU 36 Þórisjökull Ok Eiríksjökull
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.